Feykir


Feykir - 16.10.2002, Síða 7

Feykir - 16.10.2002, Síða 7
35/2002 FEYKIR 7 Drap óviljandi ránfugl Sem kunnugt er liggja ströng viðurlög við því ef ffiðaðir fugl- ar eru drepnir, en í þeirra hópi eru auk söngfuglanna vinsælu; lóu, spóa, sólskríkju og þrasta, ránfuglamir okkar margir. Rit- stóri Feykis varð þó fyrir því að drepa ránfugl að kvöldi síðasta útgáfiidags blaðsins. Þetta var al- gjör tilviljun og gjörsamlega óviljandi, enda skribentinn gjör- samlega sneyddur veiðibakteri- unni, hefur aldrei skotið úr byssu og kemur væntnalega ekki til með að gera það á lífsleiðinni, enda hræðist hann slík morðtól. Forsagan er sú að Feykismað- urinn hefúr nokkur undanfarin sumur haldið út á æskustöðvam- ar í Fljótin og skokkað frá Helj- artröðinni fyrir utan Hraun og upp í Siglufjarðarskarð. Ekki var því komið við í sumar, þannig að það viðraði heldur betur til þess ama sl. miðvikudag. Effir að hafa lagt Skarðsveg- iim að baki í sólskinsblíðu og teygað að sér hitabeltisloflslag- inu í 630 metra hæð í Skarðinu, var ekin leiðin til baka frá Helj- artröðinni. Það var ætlunin að líta fram í Flókadalinn, en þar sem nokkuð var orðið rökkvað og ritstjórinn orðinn seinn fyrir, var það slegið af. Það var hins- vegar rétt neðan við skiltið inn Flókadalinn, niður við Mósjó- inn, sem allt í einu small á bíl- rúðunni fúgl og sá greinilega af stærra taginu. Ökumaður hægði á bílnum og lagði út við veg- brún. Gekk til baka í kvöld- rökkrinu og fann fúglinn út í kanti, í síðustu andaslitrunum. Rjtstjórinn tók hinn ólánsama fúgl, sem sjálfsagt hefúr verið að Ránfugfinn og ritstjórinn. elta bráð sína og ekki uggt að sér gagnvart öðmm flækingum, og lagði hann í skott bílsins. Daginn eftir var síðan farið á Náttúru- stofúna til Þorsteins Sæmunds- sonar, sem sá strax að hér var um að ræða stóran Smyril. Fuglinn er nú í frosti og bíður þess vænt- anlega að verða stoppaður upp, enda algjörlega heill og fallegur. Góð byrjun hjá Tindastóli Tindastólsmenn byija vel í körfúboltanum. Þeir hafa unnið fyrstu leiki sína, sem báðir voru gegn Snæfelli og sá þriðji verður annað kvöld. Fyrsti leikurinn var sl. fimmtudagskvöld í deildinni fyrir vestan. Tindastóll vann með tveimur stigum, 86:84, eftir að hafa haft nokkuð ömgga fomstu lengi vel. Á sunnudagskvöld mættust liðin síðan aftur fyrir vestan. Að þessu sinni í kjörís- bikamum og vann Tindastóll aft- ur, 81:72. Strákamir hafa því níu stiga forskot þegar seinni leikur liðanna í „Kjörísbikamum” hefst á Króknum annað kvöld. Stigaskorið hefúr dreifst nokkur vel hjá Tindastólsliðinu og virðist þessi byijun lofa góðu með framhaldið. Smáauglýsingar Vmislegt! Grár regnjakki var skilinn eftir á Hótel Tindastól s.l. laugardagskvöld. Eigandi getur vitjað hans þar. Oska eftir notuðum bíl, u.þ.b. '93- 95 árgerð, velmeðfömum og í ódýrari kantinum. Upplýs- ingar í síma 849 5131 (Olga). Til sölu Suzuki Fox langur, 36” dekk, vél Volvo b-23, árg. ‘85. Einnig ný tveggja sleða kerra galvanhúðuð. Upplýs- ingar í síma 848 0282. Félagsvist! Félagsvist i Höfðaborg miðvikudaginn 23. okt. kl. 21. KafFiveitingar- glæsilegir vinn- ingar. Fjölmennum. Húsnæði! Herbergi til leigu á Sauðár- króki. niðri í bæ. Upplýsingar í síma 863 9616. íbúð til leigu eða sölu! Til leigu eða sölu er fasteigrún Lindargata 1 efri hæð. Um er að ræða 120 fm, 4ra herbergja íbúð mikið uppgerða á góðum stað. Eignin er laus frá og með 1. nóvember næstkomandi. Álnigasamir hafi samband við Jóhönnu í sírna 849 5667 eða 462 5917 eftir kl. 17:00. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir gíróseðlunum fyrir áskriftargjöldunum. Kjörísbikarinn Tindastóll - Snæfell Fimmtudagskvöld kl. 19,15. BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA GLAUMBÆ Sýnir rokksmíði! Rokkasmiður frá Kanada, af íslenskum ættum, verður með sýnikennslu í rokkasmíði í Nýja Konungsverslunarhúsinu á Hofsósi kl. 14:00 föstudaginn 18. október. Allir áhugasamir velkomnir. Byggðasaíh Skagfirðinga, Vesturfarasetrið á Hofsósi. Bann við skotveiði! Öllurn óviðkomandi er bönnuð skotveiði og önnur meðferð skotvopna í landi jarðanna Stafns og Kúfastaða í Bólstaðarhlíðarhreppi. Til þeirra teljast einnig eftirfarandi landssvæði: Kiðaskarð vestan merkjagirðingar, Þrándahlíð, Stafnsfell og Sauðadalur, Reykjaijall vestan sýslumarka að merkjum milli Stafns og Mælifells og land Stafns vestan Svartár. Landeigendur. Frá Farskóla Norðurlands vestra Nýtt 60 kennslustunda tölvunámskeið hefst mánudaginn 21. október kl. 20:00. Kennt verður í tölvuveri Fjölbrautaskólans, bóknámshúsi. Kennt verður tvisvar til þrisvar í viku. Kennari verður Pétur Ingi Björnsson. Verð kr. 50.000,- Munið að afla ykkur upplýsinga um námsstyrki frá ykkar stéttarfélagi. Upplýsingar og skráning í síma 455-6010. Bændur athugið! Vegna útsendra greiðsluseðla fyrir árgjald vegna ráðunautaþjónustu á vegum Leiðbeiningamiðstöðvarbinar þykir rétt að taka fram þeir sem ekki hafa notað þjónustu ráðunauta og hafa ekki í hyggju að nota hana eiga ekki að greiða greiðsluseðilimi. Árgjaldið er tilboð til bænda um tveggja klukkutíma ráðunautaþjónustu fyrir kr. 5.000,- að viðbættum virðisaukaskatti í stað 6.000,- kr. eins og ráðunautaþjónustan kostar til bænda samkvæmt gjaldskrá. Þeir bændur sem ekki vilja notfæra sér þetta tilboð eiga að fleygja gíróseðlinum. Þeir sem notfæra sér tilboðið fá sendan reikning sem kvittun fyrir greiðslu. Árgjald þetta er sarna upphæð og Búnaðarsamband Skagfirðinga innheimti áður en vegna þess að urn er að ræða tilboð á þjónustu er virðisaukaskatti bætt ofan á upphæðina. Leiðbeiningamiðstöðin.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.