Feykir


Feykir - 23.10.2002, Blaðsíða 1

Feykir - 23.10.2002, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Áætlað að Hringur haldi áfram starfí Áfram er unnið að því á Norðvesturlandi að draga úr slysahættu með því að gera brýr á þjóðvegi eitt tvíbreiðar. Nú er sú næstsíðasta í Húnavatnsþingi í breikkun, Hnausakrísl, en þá verður aðeins eftir að breikka Síká í Hrútafirði. Sextán sóttu um Byggðastofnun Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar leggur til að unnið verði að því að Atvinnuþróunar- félagið Hringur verði starfrækt áfram, en framtíð félagsins hef- ur verið óljós. í afgreiðslu nefnd- arinnar segir að ljóst sé að fjár- magna þurfi starf Hrings með öðrum hætti en verið hefúr, en það hefur aðallega verið gert með framlögum úr sveitarsjóði Skagafjarðar og stofnana hans, auk hlutafjár ffá stærstu fyrir- tækjunum. Nefndin leggur til að óskað verði eftir viðræðum við stjóm INVEST um frekari hlut- deild Skagfirðinga og Atvinnu- þróunarfélagsins Hrings í fjár- munum sem varið er til atvinnu- þróunar á Norðurlandi Vestra. Jafhframt leggur nefndin til að rætt verði við hugsanlega fjár- mögnunaraðila um aðkomu að rekstri félagsins. Miðað verði við að tryggja fjtirmögnun tveggja starfsmanna hjáfélaginu. I fúndi atvinnu- og ferða- málanefndar á dögunum var lagt til að starf ferðamálafúlltrúa verði vistað hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og leitað verði frekari leiða til að styrkja rekstur Upp- Undanfamar vikur hefúr verið til rannsóknar hjá lögregl- unni á Sauðárkróki mál vegna helgispjalla sem unnin vom á leiðum í kirkjugarðinum á Nöf- unum nú síðsumars. Mjög sér- kennilegt við þetta mál er að spjöllin byijuðu nákvæmlega ári eftir dánardægur eins hinna látnu, og það em leiði nánustu skyldmenna hans í garðinum sem fengið hafa svipaða með- lýsingamiðstöðvarinnar í Varma- hlíð. í tengslum við tíllögur nefnd- arinnar lét Jón Garðarsson bók- að að skoðað verði í samvinnu við Hólaskóla um rekstur á ferðamálafúlltrúa í ffamtíðinni. í framhaldi af bókun Jóns Garð- arssonar gerðu Bjami Jónsson og Bjami Egilsson þá bókun að eðlilegt sé að skoða ýmsa kosti varðandi staðsetningu starfs- manna og verkefna er varða kynningarmál sveitarfélagsins og starfsemi tengda ferðamálum í heild sinni, í ffamhaldi afþeirri stefhumótunarvinnu sem nú fer ffam og ákvarðanatöku í kynn- ingar,- og atvinnuþróunarmálum af hálfú Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar. Byggðarráð Skagafjarðar hefúr samþykkt að fela fúlltrú- um sveitarfélagsins í stjóm Hrings að fúnda með stjóm IN- VEST í samræmi við tillögur þær sem fyrir liggja. Einnig var formanni atvinnu- og ferðamála- nefndar falið að skrifa Byggða- stofnun bréf og skýra ffá gangi mála varðandi atvinnuþróunar- mál. ferð hjá þeim sem ffamið hafa þessi helgispjöll. Ljós hafa verið fjarlægð af leiðunum og skreytingar eyði- lagðar. Rammast hefur kveðið að þessu tvær helgar, sú fyrri var önnur helgin á ágústmánuði og sú seinni seinasta helgin í september og þá var gremlegt á eyðilögðum skreytingum, sem em úr jámi, að mikil heift hafði verið á ferðinni. Sextán umsóknfr bámst um starf forstjóra Byggðastofnunar. Fyrirtækið Mannafl, ráðningar og ráðgjöf, vinnur að úrvinnslu og verður hún lögð fyrir næsta stjómarfund Byggðastofnunar 22. nóvember nk. Ráðherra Aðstandendur em eins og skiljanlegt er miður sín vegna þessa máls og finnst ótækt að minning hinna látnu sé svo van- virt sem raun ber vitni. Þeim sem hugsanlega rekur minni til þess að hafa orðið einhvers á- skynja umræddar helgar nú síð- sumar við kirkjugarðinn em vinsamlegast beðnir að koma þeim ábendingum til lögreglu. byggðamála, iðnaðarráðherra, skipar síðan i stöðuna til fimm ára að fenginni tillögu stjómar Byggðastofhunar. Umsækjendur um stöðu for- stjóra Byggðastofnunar em: Að- alsteinn Þorsteinsson Sauðár- króki, sem nú er starfandi for- stjóri stofnunarinnar, Bjöm S. Lámsson Akranesi, Guðbjörg Ágústsdóttir Reykjavík, Hall- grímur Ólafsson Kópavogi, Hrönn Pétursdóttir Reykjavík, Jón Egill Unndórsson Reykja- vík, Jónas Tryggvason Reykja- vík, Jóngeir H. Hlinason Hafnar- firði, Oddur Már Gunnarsson Noregi, Snorri Styrkársson Sauðárkróki, Steinar Frímanns- son Reykjavík, Steinn Kárason Reykjavík, Svanur Guðmunds- son Reykjavík, Valtýr Þór Hreið- arsson Akureyri, Vilhjálmur Wi- ium Namibíu og Þorsteinn Vet- urliðason Reykjavík. Fjölbrautin Farið inn á tölvukerfið Rannsóknarlögreglan vinnur að máli sem kom upp í Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki, en brotist var inn í tölvukerfi skólans. Að minnsta kosti einn nemendi er grunaður um þennan verknað. Þegar atvikið var kært á dögunum fór lögreglan á Sauðárkróki á vettvang á heimavist skólans og tók þar til handagagns tölvu og disk- linga, og verða þessi gögn rannsökuð hjá rannsóknar- lögreglunni syðra. Jón F. Hjartarson skólameistari seg- ir málið alvarlegt en umfang þess ekki ljóst. Meistari segir að þetta kunni að vera græskulaust gaman og rann- sóknin muni væntanlega leiða hið sanna í ljós. Helgispjöll á Nöfunum —IClbH^Íff ebjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA bílaverkstæði %- sími: 453 5141 * Sæmundorgata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 JfcBílaviðgerðir $$ Hjólbarðaviðgerðir á Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.