Feykir


Feykir - 23.10.2002, Blaðsíða 2

Feykir - 23.10.2002, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 36/2002 Nemendur frá vinabænum K0ge í heimsókn í Árskóla Fjóla Guðmundsdóttir og Thomas Jörgensen. Landsmótsnefndin: Frá vinstri standandi: Páll Ragnars- son, Hjalti Þórðarson, Björn B Jónsson, Sæmundur Run- ólfsson, Haraldur Þór Jóhannsson. Sitjandi: Bjarni Jóns- son og Svanhildur Pálsdóttir. Landsmótsnefnd kemur saman til fyrsta fimdar Dagana 30. september til 8. október voru nemendur frá vina- bæ Sauðárkróks, Koge, i heim- sókn hjá 10. bekkingum, en sú heimsókn er liður í þriggja ára Comeniusarverkefni sem skólinn tekur þátt í ásamt Dönum og Hol- lendingum. Dönsku krakkarnir skoðuðu sig um í Skagafirði og Þingeyjarsýslum, borðuðu kvöld- verð í skólanum sem krakkamir okkar elduðu, dvöldu sólarhring að Bakkaflöt með 10. bekkingum og fóm þar meðal annars í „raft- ing”. Auk þess vom dönsku krakkamir Ijórar nætur í heimagistingu hjá 10. bekking- um. Danimir fóm í alla bekki skólans og kynntu sig, skólann sinn og bæinn sinn. 1 skólanum unnu íslensku og dönsku krakk- arnir í Ijóra daga í blönduðum hópum að verkeíhi sem fengið hefur vinnuheitið TREE (Travell- ing, Recreation, Education, En- vironment). Þar öfluðu þeir upp- lýsinga um ýmis málefni sem snúa að daglegu lífi unglinga og nánasta umhverfi þeirra. Þetta verkefni má skoða á vefslóðinni: www.hastmpskolen.dk Blaðamaður Feykis ræddi við tvo nemendur, Thomas Jörgensen frá Hastmpskole og Fjólu K. Guðmundsdóttur, sem er for- maður nemendaráðs Arskóla. „Það hefúr verið mjög gaman að kynnast krökkunum héma í bænum. Það er fint að vera í heimahúsi, sitja og spjalla og horfa á vídeo. Eg gæti alveg hugs- að mér að vera héma lengur. Mér sýnist íslendingar vera mjög nota- legir í umgengni og hér sé ömggt samfélag”, segirThomas Jörgen- sen, en hann var eins og dönsku krakkamir yfir sig hrifinn af því að ferðast um Norðurlandið, sér- staklega var það Mývatn og Krafla sem fangaði augað. „Þessi dvöl hefur líka gefið mikið mála- lega séð og maður hefúr kynnst mörgu nýju héma á íslandi”, seg- irThomas. En sýnist þér vera mikill mun- ur á lífi unglinga hér og í Dan- mörku? „Já mér sýnist að það sé talsverður munur. Ég held að það sé algengara að krakkar vinni með skólanum heima en hér. Ég hugsa að landar mínir fari meira í verslanir og skemmti sér meira en krakkamir sem við eigum sam- skipti við í Árskóla”, segirThom- as. Kannski koma þessi svör eitt- hvað á óvart, en þess ber að geta að dönsku nemendumir em ári eldri en nemendur Árskóla. „Það hefiir verið tekið mjög vel á móti okkur hérna og þetta er búið að vera mjög fróðlegt og skemmti- legt”, sagði Thomas Jöigensen að lokum. Fjóla Guðmundsdóttir segir að dönsku krakkamir séu mjög skemmtilegir, kurteisir og vin- gjamlegir. Mörgum af íslensku krökkunum hafi ferið fram í dönsku og það væri mjög sérstakt að kynnast krökkum ffá öðm landi. Að vísu kom í ljós að Dan- imir höföu sumir nokkuð skondn- ar hugmyndir um ísland, m. a. að ísland væri allt snævi þakið árið um kring. Þeir vom mjög áhuga- samir um náttúm landsins og heilluðust einna mest af norður- ljósunum. „Mér finnst ekkert mikill munur á dönsku og ís- lensku krökkunum, en það verður spennandi að sjá hvort það verð- ur eitthvað öðm vísi þegar 10. bekkur Árskóla fer til Koge i vor”, sagði Fjóla og vildi koma því á ffamfæri að nú em krakk- amir í 10. bekk komin á fúllt í fjáröflun fyrir þá ferð og ffamund- an er maraþonið og vill Fjóla hvetja sem flesta til að koma í heimsókn, sjá glæsilegan dans og hvetja 10. bekkinga áffam. Undirbúningur vegna Landsmóts UMFÍ 2004 er kominn í fúllan gang. Lands- mótsnefhd hélt sinn fyrsta fund á Sauðárkróki fimmtudaginn 3. okt sl og lagði drög að þeirri miklu vinnu sem ffamundan er næstu tæplega tvö árin. Ljóst er að vinna þarf hratt og örugglega að þeim málum næstu mánuðina. Landsmótið verður haldið dagana 8. til 11. júlí 2004, frá fimmtudegi til Mörg umferðaróhöpp hafa orðið í umferðinni síðustu dag- ana af völdum hálku. Fólk virð- ist átta sig misjafhlega á breytt- urn aksturskilyrðum og hefúr lögreglan á Blönduósi orðið á- þreifanlega vör við þetta síð- ustu dagana, en nokkur alvarleg óhöpp hafa orðið á svæðinu. í fyrrakvöld fór biffeið með fimm manna fjölskyldu út af veginum við Auðólfsstaði og þeyttist um eitthundrað metra út af veginum og lenti í hliðar- rás ffá Blöndu. Lögreglumaður á vakt óð aurbleytuna upp fyrir hné og bar fólkið úr bílnum, en það slapp án teljandi meiðsla. Á sunnudag urðu þijú alvar- sunnudags. í tilkynningu segir að í landsmótsnefhdinni eigi sæti: Bjami Jónsson formaður, Svanhildur Pálsdóttir ritari, Hjalti Þórðarson gjaldkeri, Haraldur Þór Jóhannsson og Páll Ragnarsson. Frá UMFÍ eru tveir fulltrúar þeir Bjöm B Jónsson formaður UMFÍ og Sæmundur Runólfsson ffam- kvæmdastjóri UMFÍ. leg umferðaróhöpp, einnig í Langadalnum, og tvö á föstu- dag á svipðum slóðum. Á sunnu- deginum varð þriggja bíla á- rekstur, milli Hólabæjar og Auðólfsstaða, einnig bílvelta rétt sunnan við Hólabæ og útafakstur nær Auðólfsstöðum, þannig að fólk á þessum bæjum er sjálfsagt búið að fá nóg af ó- höppunum í umferðinni síðustu dagana sem og lögreglan á Blönduósi. Á föstudeginum urðu tvær bílveltur í grennd Svartárbrúarinnar ffamar í Langadalnum, en sem betur fer hefúr fólk sloppið án teljandi meiðsla í öllum þessum óhöpp- um. Almennur stjórnmálafundur Sauðárkróki Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins boðar til fundar á Sauðárkróki laugardaginn 26. október nk. í Framsóknarhúsinu og hefst fundurinn kl. 13. Á fundinum verða tekin fyrir helstu álitaefni í þjóðmálum, svo sem samkeppni, einkavæðing, aðild að ESB, sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og byggðamál. Að lokinni stuttri framsögu verður orðið gefið laust fyrir stutt erindi og fyrirspurnir. Allir velkoninir. Kristinn H. Gunnarsson. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir gíróseðlunum íyrir áskriftargjöldunum. Fjöldi óhappa í Langadalnum IL ó táð fréttablað á Norðurl indi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Hemtannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, Áskriflarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. 550 Sauðárkróki. Síniar: 453 5757 og 453 6703. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á Ritstjóri: Þórhalliu- Ásnumdsson. Blaðstjórn: Jón F. aðild að Samtökuin bæja- og héraðsfréttablaða. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.