Feykir


Feykir - 23.10.2002, Blaðsíða 8

Feykir - 23.10.2002, Blaðsíða 8
23. október 2002, 36. tölublað, 22. árgangur. Haukur Hauksson ásamt starfsfólki í pökkun í sláturhúsinu á Sauðárkróki. Rússneskur túlkur í sláturhúsinu Þegar ráðnir voru tæplega 20 útlendingar til starfa við slátrun hjá Kaupfélagi Skagfírðinga i haust, þar á meðal nokkrir þeirra frá Austur Evrópu, þá hljóp á snærið hjá stjómendum sláturhússins, að í hópi þeirra sem óskaði eftir vinnu var Haukur Hauksson, sem gegnt hefúr starfi fréttaritara útvarps- ins í Moskvu. Haukur var á fúllu við að pakka kjöti þegar blaðamaður Feykis leit til hans fyrir helgina. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilega tilbreyting. Hér eru skemmtilegir samstarfsfé- lagar, það er mikið að gera, enda er hér framleitt gæða lambakjöt, sem m.a. verður selt til Italíu núna í haust. Mér skilst að þang- að fari stór sending. Það er ekki vafi að hér er verið að gera mik- il verðmæti og nýta gott hráefni til hagsbóta fyrir efnhagskerfi þjóðarinnar. Og þessu er öllu vel stjómað hjá Agústi sláúirhús- stjóra. Nú síðan em héma Rúss- ar, Pólveijar, Serbar og fólk frá ffeiri þjóðum, og ég hef verið að leiðbeina þessu fólki með ís- lenskuna. Ég vona að það hafi komið að gagni og hjálpað þessu fólki að laga sig að samfé- laginu. Með mér á gisthúsinu em Frakki, Spánveiji, tveir Sví- ar og tveir Islendingar, allt úr- vals fólk. Þetta hleður mann upp að skipta svona um vettvang í smátíma”, segir Haukur Hauks- son. Aðspurður um ástæðuna fyr- ir því að hann réð sig til vinnu á sláturhúsi norður í landi, segir Haukur að það hafi verið vegna þess að daufúr tími er i ferða- þjónustunni á þessum tima, en hann hefúr undanfarin tíu ár rekið ferðaþjónustu bæði hér og í Rússlandi. „Þetta em einstak- lingsferðir sem ég skipulegg. Ég tek á móti efhuðum Rússum hingað til lands og hingað hafa komið með minni milligöngu, bankastjórar, ríkiserindrekrar og fleiri ríkir „austantjaldsmenn”. Ég hef líka farið með íslending- um til Moskvu og Pétursborgar og túlkað fyrir ferðahópa”, segir Haukur Hauksson, en hann hef- ur í tvígang sinnt fréttaþjónustu fyrir Ríkisútvarpið þegar stórir viðburðir hafa átt sér stað í Rússlandi. Það var 1991 þegar byltingin var gerð og steypa átti Gorbasjev af stóli og í seinna skiptið 1996 þegar Jeltzin leysti upp þingið og sendi það heim. forsetans til ungra Ungmenni taka á móti forsetanum á Laugarbakka. Hvatning í heimsókn Forseta íslands í Húnavatnsþing í síðustu viku var á hátíðarsamkomunum í sitt- hvorri sýslunni afhentar viður- kenningar til ungmenna, hin svokallaða „Hvatning Forseta Is- lands til ungra ísl'endinga.” For- setinn afhenti 28 ungum Hún- vetningum þessa viðurkenningu. A hátíðarsamkomu í Félags- heimilinu á Hvammstanga mánudaginn 14. október voru afhentar viðurkenningar til eftir- talinna: Aron Stefán Olafsson Reykjum I Hrútafirði, er gæddur góðum námshæfileikum og hef- ur með dugnaði eljusemi og já- kvæðu hugarfari náð sér eftir al- varlegt slys sem hann lenti í fyr- ir nokkru. Baldur Hrafn Bjöms- son Hvammstanga, hefúr sýnt mikinn dugnað og góðan árang- ur í námi og verið í fararbroddi i félagsstarfi og virkni í kirkju- starfí. Freydís Jóna Guðjónsdótt- ir Hvammstanga, hefúr sýnt mikinn dugnað og góðan árang- ur í námi. Guðrún Eik Skúla- dóttir Tannstaðabakka, er bæði góður námsmaður og iþrótta- maður auk þess að vera gædd góðum tónlistar- og sönghæfi- leikum. Helga Margrét Þor- steinsdóttir Reykjum II Hrúta- firði, er góður námsmaður og efnilegur íþróttamaður, hefúr verið Islandsmeistari í sínum aldursflokki í nokkmm greinum frjálsra íþrótta. Hmnd Jóhanns- dóttir Gauksmýri, er margt til lista lagt og hefúr sýnt mikinn dugnað í námi, íþróttum og tón- list auk þess að vera mjög virk í félagsstarfi skólans. Kolbrún Ama Bjömsdóttir Hvamms- tanga, hefúr sýnt mikinn kjark og dugnað við að takast á við ýmsa erfiðleika í lífinu. Sigrún Soffia Sævarsdóttir Laugar- bakka er efhilegur námsmaður og mikil hannyrðakona. Sigur- björg Þorsteinsdóttir Hrútafirði er góður námsmaður og hefúr náð ágætum árangri í fijálsum í- þróttum og körfúbolta og m.a. verið kosin íþróttamaður Vestur- Húnavatnssýslu. Sigurður Helgi Oddsson Hvammstanga er góð- ur námsmaður og fjölhæfúr í- þróttamaður, einnig gæddur miklum tónlistarhæfileikum. Sonja Líndal Þórisdóttir Víðidal er gædd miklum náms- og tón- listarhæfileikum og hefúr auk þess sýnt mikla hæfni í hesta- íþróttum. Sylvía Hera Skúladótt- ir Hvammstanga hefúr sýnt góða náms- og tónlistarhæfileika auk þess að vera góður íþróttamaður. Þorgrímur Guðni Bjömsson Hvammstanga hefúr sýnt góða náms- og iþróttahæfileika, dugn- að og jákvæðni. A hátíðarsamkomu í íþrótta- húsinu á Blönduósi þriðjudaginn 15. október var eftirtöldum veitt- ar viðurkenningar: Dagrún Jón- asdóttir Blönduósi hefúr náð góðum árangri í námi, einkum í stærðfræði og látið að sér kveða í félagsmálum og íþróttum. Elí- as Kristinn Sæmundsson Skaga- strönd hefúr sýnt mikinn dugnað og jákvæðni í baráttu sinni við erfiðan sjúkdóm. Guðbjörg Þor- leifsdóttir Blönduósi hefúr sýnt mikla hæfileika og dugnað við að takast á við ýmsa erfiðleika í lífinu. Gunnar Már Sæmunds- son Skagaströnd, hefur eins og bróðir hans verið einstaklega duglegur og jákvæður í baráttu við erfiðan sjúkdóm. Jóhann Siguijón Jakobsson Blönduósi er efhilegur námsmaður, hug- myndaríkur og góður íþrótta- maður, hefúr einnig sýnt skemmtilega hugkvæmni við viðgerðir á hjólum og vélum. Jóna Gréta Guðmundsdóttir Skagaströnd hefúr sýnt góða námshæfileika og dugnað í fé- lagsstörfúm. Kristmundur Stef- án Einarsson Grænuhlíð hefur sýnt mikla námshæfileika, dugnað m.a. við bústörfin og verið skólafélögum sínum til fyrirmyndar í hvívetna. Lilja María Evensen Blönduósi hefúr náð góðum árangri í námi og tónlist og sýnt forystuhæfileika í félagsmálum. Lillý Rebekka Steingrímsdóttir Litlu-Giljá hef- ur sýnt að hún býr yfir miklum tónlistarhæfileikum og leikur m.a. á píanó og þverflautu. Odd- ur Aron Valdimarsson Skaga- strönd hefúr sýnt prúðmennsku, mikinn dugnað og einarðan vilja til að kljást við erfiðleika. Ólaf- ur Freyr Birkisson Höllustöðum er duglegur námsmaður og áhugasamur íþróttamaður og hafði m.a. forustu um þátttöku í knattspymumóti. Rúnar Þór Njálsson Blönduósi er ágætur námsmaður, hefúr verið jákvæð- ur og duglegur við að takast á við erfiðleika sem fylgja fotlun hans. Rúnar Aðalbjöm Péturs- son Hólabæ er gæddur góðum námshæfileikum og er prúður og kurteis, öðrum góð fyrirmynd. Sigurdís Sandra Tryggvadóttir Artúni, er góður námsmaður og gædd miklum tónlistarhæfileik- um. Stefán Öm Gislason Blönduósi hefúr sýnt mikla hæfileika, er hugmyndaríkur og stendur sig vel í öllu félagsstarfi. ...bflar, tryggingar, bækur, ritföng, framköflun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNcJABS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 453 6950 Flísar, flotgólf múrviðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sími: 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.