Feykir


Feykir - 23.10.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 23.10.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 36/2002 Undir Borginni Um sveitarstjómarmái og menn Sumir halda að sveitarstjóm- armenn séu sérstakur þjóð- flokkur í þessu landi. Og kannski er það ekki fjarri lagi. Til em þeir sem eru sveitar- stjómarmenn í þriðja lið og hafa fæðst inn í þetta ferli. Kunningi minn sagðist þekkja það til sveitarstjómarmanna í annan lið, að honum hrysi hugur við því að kynnast því fyrirbæri í þriðja lið. Það væri nokkuð sem hann vildi ekki þurfa að búa við eða óskaði nokkmm öðmm. Fannst mér þar djúpt á dómi tekið. En af hveiju bjóða menn sig fram til sveitarstjómar? Er það af því að þeir vilji þjóna sam- borgurum sínum, nýta hæfi- leika sína í þágu heildarinnar, hafa vit fyrir öðrum? Eða er það vegna þess að þeir vilja koma ár sinni vel fyrir borð á kostnað samborgaranna, nýta valdið til eigin þarfa og geta spriklað meira í sviðsljósinu? Ég læt lesendur alveg um það að meta hvað þeim finnst líklegast. En hvemig á góður sveitar- stjórnarmaður að vera? Það er auðvelt að svara því en nokkuð erfitt að benda á verulega lif- andi dæmi. Við skulum því ekki vera að vandræðast með þá spumingu og orða hana öðm- vísi. Hvað á sveitarstjómarmað- ur að forðast til þess að hann geti orðið góður ftxlltrúi í sveit- arstjóm? Og við sjáum það náttúmlega öll að nú er enginn vandi að svara eða benda á víti til vamaðar. Og við skulum setja svarið eða öllu heldur svörin upp á skilmerkilegan hátt. Segjurn svona í fímm tölu- liðum: 1. Sveitarstjómarmaður á að setja heildarhagsmimi ofar sér- hagsmunum. Hann á sem sagt ekki að hygla neinum á kostnað annars, hvorki sínum nánustu né öðmm, heldur hafa auga á hagsmunum almennings! 2. Sveitarstjórnarmaður á ekki að sýna hroka í samskipt- um við borgarana. Hann á ekki að tala niður til fólks og segja t.d. að það sé óttalega vitlaust. Beri hann ekki virðingu fyrir borgumnum bera þeir ekki virðingu fyrir honum. Þar gild- ir einfaldlega lögmálið um sán- ingu og uppskem! 3. Sveitarstjómarmaður á að virða þær leikreglur sem í gildi em og honum er boðið að starfa eftir. Það er lýðræðisleg skylda hans. Hann á því t.d. að sjá til þess að skilað sé ffamboðslista til kjörstjórnar áður en fram- boðsffestur rennur út! 4. Sveitarstjómarmaður á ekki að sýna valdagræðgi og yf- irgang í starfi sínu. Hann á því t.d. ekki sem leiðtogi í meiri- hlutasamstarfi að gera jafhffamt kröfú til að vera bæjarstjóri. Hófsemi er dyggð, einnig í sveitarstjóm! 5. Sveitarstjómarmaður á ekki að vinna að sameiningu við önnur sveitarfélög í trássi við kláran meirihlutavilja kjós- enda sinna. Hann á því t.d. ekki að vera í forsvari fyrir sveitahrepp ef störf hans taka miklu ffemur mið af þjónusta við næsta þétt- býlisstað! Þegar við lítum á þessi atriði fer ekki hjá því að ofúrlítill hrollur fer urn okkur. Við velt- um því nefnilega fyrir okkur hver staðan sé þar sem við þekkjum gleggst til. Og kannski er hún ekki sem glæsilegust! Margir telja að ffamgjamir menn sækist eftir kjöri í sveitar- stjómir, til að nota setu sína þar til ffekari vinninga í valdatafli. Effirfarandi vísa gæti bent til þess að þær staðhæfingar hafi við nokkur rök að styðjast: Ég sit í sveitarstjóm og sveifla mér í hring. En færi í engu fóm og fer svo brátt á þing! Tilboð frambjóðenda fyrir kosningar em oft skondin og yf- irboð off með ólíkindum. Hins- vegar virðist fómarlundin off lítil þegar til kastanna kemur. Én það er sannarlega mikiö þjónustustarf í hugsjón og trú- mennsku að vinna heilshugar að málum fyrir almenning. Þar em margir kallaðir en fáir út- valdir. Mig hefúr alltaf dreymt um að kynnast sveitarstjómar- manni sem er vakinn og sofinn í þágu samborgara sinna. Það væri stórkostlegt að hitta slíkan mann. En ég geri mér samt fúlla grein fyrir því að ég er í þessu sambandi að tala um draum - ekki vemleika. Væri ástandið á landsbyggð- inni eins og það er, ef gegnheil- ir þjónustumenn fyrir almenn- ingshagsmunum væm í sveitar- stjómum víðast hvar....hvað halda menn í þeim efnum? Ég veit að það er ljótt að segja það, en það er sannfæring mín að ef svo væri þá væri stað- an allt önnur og betri. Rúnar Kristjánsson. Frelsi í skipulagsmálum Á fúndi skipulags- og bygg- inganefndar 9. október sl. var tek- ið fyrir erindi frá íbúum austan Hásætis þar sem óskað var effir breytingu á frágangi götunnar. Breytingin felst í því að í stað gangstéttar og graseyju vildu íbú- arnir fá að malbika það svæði. Kraffur og dugnaður hefur ein- kennt þetta ágæta fólk sem þarna er á ferð og því erfitt að setja sig gegn erindi þeirra sem ég þó sá mig tilneyddan til að gera. Hér skal strax tekið fram að ég tel meirihluta skipulags- og bygg- ingamefndar hafa bmgðist en ekki að íbúar Hásætis hafi verið að brjóta lög, þeir vom einfald- lega að koma sínum skoðunum til skila. Hér togast á nokkur sjónar- mið m.a. þau sem segja að við eigum að fá að laga umhverfl okkar að okkar skoðunum og „smekk” og þau sem segja að mótuð stefna um útlit og frágang íbúabyggðar eigi að ráða for. I skipulags- og bygginganefnd er sífellt verið að fjalla um bæði þessi atriði. Við erurn ekki tilbú- in að leyfa íbúum sveitarfélagsins að setja niður gáma heim við sín hús, jafnvel þótt þeir sjáist lítt eða ekkert. Hins vegar er lítið mál að hverfa ffá áratugalangri stefnu um ffágang gatna í þéttbýli. Ég viður- kenni að ég hef áhyggjur af þess- ari sýn meirihlutans á starf nefnd- arinnar og velti því fyrir mér hvort þetta sé það sem koma skal. Er það þannig að ef verðandi í- búar Iðutúns óskuðu eftir því að sleppa öllum gangstéttum og graseyjum við götuna og malbika að öllum húsum, yrði nefndin við þeirri bón? Hvemig ætlar hún að neita slíku erindi? Á nefndar- mönnum hvílir sú skylda að lita til hagsmuna heildarinnar og miða sínar samþykktir útffá því. Hver einasta samþykkt er stefnu- mótandi og því ber að ígrunda vel allar ákvarðanir. Sé það stefna meirihlutans að vera „fijálsari” i afgreiðslum sín- um þá hljóta þeir að fylgja slíkri stefúu í hveiju því máli sem til nefndarinnar kemur, ekki þýðir að velja úr erindi eftir skoðunum eða „smekk” nefndannanna. Fulltrúar „ffelsis” hljóta því einnig að fagna þeinr sem koma með hugmyndir um nýjungar og ffamtíðarsýn þegar kemur að samþykkt skipulags fyrir Skaga- fjörð. Gunnar Bragi Sveinsson. Karl Lúðvíksson formaður og Gestur Þorsteinsson gjaldkeri Rauðakrossdeildar Skagafjarðar afhenda hnakkinn og sérbúnaðinn á Svaðastöðum. RK gaf hnakk fyrir fatlaða íbúar sambýlanna á Sauðárkróki fengu nýtt viðfangsefni og dægradvöl síðasta vetur, þegar þeim var gefinn kostur á því að fara á hestbak í reiðhöllinni í Svaðastöðum einu sinni í viku. Þetta er einnig ágætis þjálfún fyr- ir viðkomandi einstaklinga og þeir er byijað- ir í hestamennskunni að nýju í Svaðastöðum og verða í vetur einu sinni í viku eins og í fyrra. Um er að ræða samstarfsverkefhi nokk- urra aðila og Skagafjarðardeild Rauða kross- ins hefur nú lagt lóð á þessa vogarskál með því að gefa hnakk og sérbúnað til að auð- velda fótluðum hestamennskuna. Þessi bún- aður ásamt hnakknum kostaði 180.000 kr., þannig að gjöf Rauðakrossins er mjög veg- leg. Þá hefúr einnig Hestavöruverslunin Hest- urinn á Sauðárkróki gefið leðurfeiti og oliu til að bera á hnakkana. Þessi afþreying og þjálfún fyrir fatlaða er eitt af þeim verkefnum sem Hestamiðstöð ís- lands hefúr beitt sér fyrir, í samvinnu við iðju dagvist og Sveitarfélagi’ Skagafjörð, sem leggur til tímana í reiðhöllinni, en það er Reiðskóli Ingimars Pálssonar sem annast leiðsögn og leggur til hestana. Mikil ánægja er meðal fatlaðra með þessa dægradvöl og skín gleðin úr hveiju andliti þegar riðið er hring eftir hring á Svaðastöð- um.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.