Alþýðublaðið - 09.12.1919, Page 4

Alþýðublaðið - 09.12.1919, Page 4
4 ALfÝÐUBLAÐIÐ Sunnudaginn 14. des. næstk. halda verkalýðs- félögin í Rvík skemtun i MriUsiu, og í sambandi við skemtunina tombólu. Reir, sem gefa vilja muni á tombóluna, geta meðal annars komið gjöfunum til formanna verka- lýðsfélaganna, Dagsbrúnar, Hásetafélagsins, Verka- kvennafélagsins og Prentarafélagsins. lánar auglýsí síflar. -- DnÉtóiinpeMn. cftíŒið má spara með því að verzla við cJfíaupfélacj vorfiamanna, Laugaveg 22 A. Sími 728. líka eftir því, að lögunum hafði einu sinni á æfl hans verið hlítt. Nokkur „störmenni“ höfðu komið til þess, að eftirlíta námurnar og þá haíði grandgæfllega verið fylgt skípunum laganna. En nú voru mörg ár síðan, og verkfærið var nú flutt í buitu þangað sem eng- inn vissi, og síðan hafði ekkert heyrst um það. Sama mátti segja um varúðar- reglurnar við gasi. Námurnar í Norðurdalnum virtust vera mjög gasþrungnar. I gömlum, hrörlegum göngunum var engu iíkara, en öllum fúleggjum heimsins hefði þar verið hrúgað saman. Og meira að segja var þetta brennisteins- þrungua vetni ósaknæmast af loft- tegundunum, sem námumennirnir gátu búist við. Það var hið ótta- lega mýrar- eða holu-loft, sem var þeflaust og þyngra en ioftið. Ef höggvið var í mjúkt, smitandi kol, gat auðveldlega hent, að maður hitti á holu fulia af þessu lofti, geymir, sem í miljónir ára hafði beðið reiðubúinn eftir fórnar- lambi sínu. Maður gat auðveldlega fallið í svefn við vinnu sína, og væri vagnfyllírinn ekki við hend- ina, var maðurinn dauðans matur. Ekkert gat bjargað honum. Og svo var eldloftið, hræðilega, sem herjað gat heila námu og drepið menn í tuga og hundraða tölu. Til þess að komast hjá þessum slysum, var hafður „eldvörður", en hann átti að fara um námuna og líta eftir hvort loftdælurnar störfuðu, sem skyldi, og eftir því hvort sprengiloft væri nokkuð í göngunum. Eldvörðurinn átti að ganga, um snemma á morgnaná, og lögin kváðu svo á, að enginn mætti hefja vinnu fyr en hann hefði lokið athugunum sínum. En ef að eldvörðurinn svaf nú yfir sig, eða var fullur? Hvað þá? Það dugði þó ekki að tapa þús- undum dala af þeirri ástæðu! Svo að það kom ósjaldan fyrir að verkamönnunum var skipað til vinnu og þeim rent niður bölv- andi og nöldrandi, en áður en margir tímar liðu, lágu kannske margir þeirra með höfuðverk og báðu að þeir væru dregnir upp. Og vanalega fengu þeir ekki leyfi til þess, því þá var óttast, að hinir yrðu hræddir, og viidu líka koma upp úr námunni. (Frh.). Dm daginn op vegii. Verkalýðsfélögln hór í bæ efna til skemtunar og hlutaveltu næst- komandi sunnudag. Allir fólagar verklýðsfólaganna, og aðrir, sem vilja vel verkalýð bæjarins, ættu að styrkja þetta eftir föngum, og koma gjöfum sínum sem fyrst til formanna félaganna. Evöldskemtnn verður haldin í kvöld til ágóða fyrir leikhússjóð- inn. Aðallega verður skemtunin fólgin í danssýningu, fjölbreyttri mjög. Einnig verður þar til skemt- unar upplestur og eftirhermur. Enskur togari, sem kom hór inn í gærmorgun rak upp að skonnortu og iá þar allan daginn með orgi og óhijóðum. Hann hafði gefið of mikið út af keðjunni og akkerið festist ekki í botni, fyr en hann rakst á skonnortuna. Blaðið var í gærdag ekki bor- ið út, nema að nokkru leyti, vegna þess, að það kom heldur seint út, og drengirnir treystust ekki vegna illveðurs að fara með það. í dag verður bætt úr þessu og blaðið í gær borið út með blaðinn í dag. Frjáls verzlun. í síðasta kafla greinarinnar með þessari fyrirsögn í Alþbl. hefir slæðst inn þessi leiða prentvilla í 2. dálki, 5 línu að neðan: kunnáttubönA, en átti auðvitað að vera kynnisbbná. Auglýsing-ar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Ouö- geir Jönssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ______Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.