Feykir - 08.01.2003, Qupperneq 4
4 FEYKIR 1/2003
Kirkjan þjónaði fjölbreyttu hlutverki í bænum
Vígsla Fjölnis undirbúin í Dómkirkjunni á liðnu hausti. Með honum á
myndinni eru sr. Kristján Björnsson fyrrum prestur á Hvammstanga og
herra Karl Sigurbjörnsson biskup.
Á jólaföstunni var haldið upp á
110 ára afinæli Sauðárkrókskirkju
með hátíðarguðsþjónustu í
kirkjunni, þar sem m.a. starfandi
sóknarprestur sr. Fjölnir Ás-
bjömsson fléttaði ágripi úr sögu
Sauðárkrókskirkju inn í préd-
ikunina. Tilmæli hafa borist um að
birt væri eitthvað af því sem
Fjölnir mælti í kirkjunni, og hér á
eftur koma kaflar úr því.
Saga Sauðárkrókskirkju er ekki bara
saga kirkjunnar heldur er hún líka saga
allra þeirra sem hér eiga sína kirkju og
þar er Drottinn alltafnálægur. Kirkja er
neínilega ekki bara hús heldur líka allir
sem þangað koma og eiga þar samfélag
með Guði og náunganum. Þess vegna
minnist ég orða heilagrar ritningar
þegar ég lít yfir sögu kirkjunnar:
„Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða
smiðimir til einskis.“
Guð var sannanlega með hinum
unga söfnuði sem ákvað hér fyrir 110
ámm að reisa kirkju. Hann gaf þeim
ffamsýni, dug og samtakamátt til að
lyfta því grettistaki sem til þurfti. Þegar
þéttbýli tók að myndast á Sauðárkróki
sóttu Króksarar kirkju i Fagranesi eða
Sjávarborg en hvorugt var ýkja
fysilegur kostur. Fagranes langt í burtu
og ef farið var að Sjávarborgarkirkju
þurfti að ösla fuamýrar með tilheyrandi
óhreinindum.
Heimildir frá 19. öld geta þess að
Króksarar hafi verið tregir til að sækja
Sjávarborgarkirkju og það án lögmætra
ástæðna. Kirkjan á Sjávarborg var lítil
og oft var þar tekist á um sæti, hinir
nýju höfðingjar af Króknum fengu ekki
sæti sem þótti við hæfi ef þeir fengu þá
nokkuð sæti yfir höfuð. Sjávar-
borgarkirkja rúmaði aðeins um 60 í sæti
og það var um það bil sá fjöldi sem bjó
á Sauðárkróki um 1880. Kirkjubygging
á Sauðárkróki varð því nauðsynleg, hún
var staðfestingu á tilveru samfélagsins
og nærvera Guðs á hinum unga
þéttbýlisstað.
Kirkjan sem byggð var hér á
Sauðárkróki ber þess vott að
ffumheijamir sáu fyrir sér að staðurinn
myndi vaxa og eflast um ókomin ár.
Kirkjan skyldi rúma 350 manns þó að
söfnuðurinn hefði ekki náð þeirri tölu -
langt í frá, það var einnig verið að
byggja fyrir komandi kynslóðir. Við
framkvæmdina var Þorsteinn
Sigurðsson yfirsmiður en Ludvig Popp
kaupmaður hér á Sauðárkróki mun þó
hafa ráðið mestu um gerð kirkjunnar.
Kirkjubyggingin var dýr fram-
kvæmd og ýmsir lögðu þar lóð á
vogarskálamar svo kirkjan mætti rísa.
Áðumefndur Ludvig Popp og kona
hans gáfu kirkjunni 250 krónur í tilefni
af silfurbrúðkaupi sínu sem var mikið
fé, ýmis félög gáfli hagnað af
uppákomum svo sem leiksýningum og
hlutaveltum og sagt er að allir
bæjarbúar hafi látið eitthvað af hendi
rakna, foreldrar gáfu jafhvel peninga í
nafhi ungra bama sinna svo að allir, háir
sem lágir, legðu eitthvað af mörkum.
Þegar farið var að huga að
kirkjubyggingu kviknaði sú spuming
hvar henni skildi valinn staður. Var
henni valinn staður syðst í bænum og
skildi hún standa við torg og þar ætti
einnig að byggja sjúkrahús og skóla.
Skipulag þetta var að erlendri
fyrimiynd, götur miðbæjarins áttu að
vera breiðar eins og í borgum en ekki
þröngar eins og víða í þorpum, þessi
framsýni í skipulagi bæjarins á mikinn
þátt í þeirri bæjarmynd sem við lifum
við í dag þó ekki hafí allar þessar
hugmyndir náð að standast tímans tönn.
Hafist var handa við kirkjubygg-
inguna á vordögum 1892 og var henni
lokið fyrir jól sama ár, á þessum
ótrúlega skamma tíma tókst að reisa
timburkirkju sem þótti ein sú
glæsilegasta sinnar tíðar og þykir enn
hin mesta bæjarprýði. Sérstaklega þótti
lýsingin inni í kirkjunni góð, veglegir
olíulampar á lofti og veggjum og sömu
olíulampamir bera okkur birtu sína enn
þann dag í dag en em nú raftengdir.
Kirkjan var vígð þann 18. desember
1892. Þegar vígsludagurinn rann upp
var vonskuveður og gekk á með
byljum. Tittnefiidur Ludvig Popp sem
var sérstakur velunnari kirkjubygg-
ingarinnar lá þá rúmfastur. Hann hafði
gert ráðstafanir til þess að vera borinn til
kirkjunnar en vegna veðurs var það
ekki hægt. Frú Popp var hins vegar
borin til kirkjunnar til þess að geta notið
vigsluathafnarinnar. Og hvílík stund
það hefur verið þegar bæjarbúar komu
saman til að sjá þann mikla ávöxt sem
erfiði þeirra hafði skilað í nýrri
kirkjubyggingu, bjartri og glæsilegri og
sálmurinn „Indælan, blíðan” hljómaði
en það var fyrsti sálmurinn sem sunginn
var í þessu húsi, hann er enn sunginn
hér 110 ámm síðar.
Eftir vígsluna þjónaði kirkjubygg-
ingin fjölbreyttu hlutverki í bænum.
Fyrst og fremst var hún guðshús en þar
sem hljómurinn í kirkjunni þótti
einstaklega góður var hún einnig notuð
til tónleikahalds. Nú til dags þykir
sjálfsagt að haldnir séu tónleikar i
kirkjum enda má segja að öll sú tónlist
sem sprettur upp í hjarta mannsins sé að
einhverju leyti lofgjörð til skaparans.
Fyrir rúmum hundrað ámm gerðu þó
kirkjuleg yfirvöld athugasemdir við
veraldlegt tónleikahald i guðshúsi.
Segja má að Króksarar hafi verið á
undan sinni samtíð í þessu máli sem og
mörgum öðmm því að þeir létu þessar
athugasemdir sem vind um eyru þjóta
og héldu áffarn að syngja í kirkju sinni
eins og þeim líkaði best.
Þó að kirkjan hafi verið byggð vel
við vöxt á sínum tíma hafa verið gerðar
á henni nokkrar endurbætur og segja
má að hún hafi stækkað með
söfnuðinum. Var hún þó nánast óbreytt
til ársins 1957 þegar tum hennar var
rifinn og endurbyggður, um leið var
aukið við kirkjuhúsið og steyptur
kjallari undir viðbygginguna. Það var
Stefán Jónsson, arkitekt frá Sauðárkróki
sem teiknaði breytingamar. Arið 1971
var kirkjan endurbætt mikið einkum
innanstokks. Fyrir 100 ára afmæli
kirkjunnar var hún endurbyggð að
miklu leyti og hún lengd um rúman
hálfan fjórða metra til vesturs. Þær
ffamkvæmdir hófust siðla sumars 1989
og var kirkjan endurvígð 9. desember
1990 af herra Ólafí Skúlasyni,
þáverandi biskup yfir íslandi. Gamla
sjúkrahúsið við hlið kirkjunnar var
keypt 1965 og því breytt í
safnaðarheimili og var það fyrsta
salnaðarheimilið hér á landi.
Kirkjugarðurinn á Nöfunum var
vígður fljótlega eftir vígslu kirkjunnar
eða 7. júlí 1893. Meðal þeirra fyrstu
sem þar var jarðaður var Ludvig Popp
en hann hafði andast nokkmm
mánuðum áður og verið jarðsunginn að
Sjávarborg. Ósk hans var að fá að hvíla
í kirkjugarðinum á Sauðárkróki og var
hann því sóttur og lagður til hinstu hvílu
nyrst og austast í garðinum. Af
Nöfunum er fallegt útsýni yfir bæinn og
nágrenni, þar hvíla nú sælir margir
Króksarar og bíða upprisudagsins.
Mér hefur verið tíðrætt um þetta
kirkjuhús og sögu þess enda emm við
öll ákaflega stolt af kirkjunni okkar, hún
er merkilegt hús sem tengist sögu
Sauðárkróks og íbúum kaupstaðarins,
lífs og liðnum, órjúfanlegum böndurn.
En við skulum ekki gleyma því að
kirkja er ekki aðeins kirkjuhús heldur
einnig hinir lifandi steinar, það er að
segja fólkið: -fólkið sem sækir kirkjuna
hvort sem er i gleði eða sorg, -fólkið
sem ber hag kirkju sinnar fyrir bijósti
og lætur sér annt um hana, -fólkið sem
leitar Guðs í samfélagi við meðbræður
sína og systur og hefur Jesú Krist að
leiðtoga lífs síns. Það er kirkjan okkar,
það er Sauðárkrókskirkja.
Megi kirkjan okkar halda áfJam að
vaxa og dafna í fJamtíðinni. Megi hún
með Guðs hjálp halda áfJam að skipa
mikilvægan sess í hjörtum allra
Sauðárkróksbúa og Guð gefi að hún
verði ætíð það athvarf sem
Sauðárkrókssöfnuður vill að hún sé.
Heimild: Kristmundur Bjamason.
1992. Sauðárkrókskirkja og formæðra
hennar. Sagakirkjumálaogkennidóms
í Fagranesprestakalli foma. Sóknar-
nefnd Sauðárkrókssóknar.
Kirkjukór Sauðárkróks syngur ásamt undirleikurum á minningarhátíð í
kirkjunni um Eyþór Stefánsson tónskáld.