Feykir


Feykir - 08.01.2003, Blaðsíða 6

Feykir - 08.01.2003, Blaðsíða 6
I I 6 FEYKIR 1/2003 Hagyrðingaþáttur 352 Heilir og sælir lesendur góðir. Gott er að byija þáttinn á vísu sem þættinum barst og ort var rétt áður en jólahátíðin gekk í garð. Birtist okkur brátt á ný blessuð himin sólin geymi ykkur góð og hlý gleðistund um jólin. Meinleg villa var í vísu Valdimars Benónýssonar sem birtist í síðasta þætti. Rétt er hún þannig. Andi þinn á annað land er nú fluttur burt frá mér. Bandað hef ég bleikan gand ber hann mig á eftir þér. í upphafi þessa þáttar langar mig til að leita til ykkar lesendur góðir með upplýsingar og þá kannski sér- staklega Skagfirðinga. Til er kunn sögn um skafl sem myndaðist í flestum venjulegum vetr- um norðan í Mælifellshnjúk. Líkist hann hestsmynd í lögun og er í gam- alli sögn talið að þegar skaflinn eða hesturinn var á vordögum kominn í sundur um bógana, þá átti að vera orðið fært fyrir ríðandi menn suður Stórasand. Þessu til staðfestingar er eftirfarandi vísa sem mig langar til að fá nánari upplýsingar um frá lesend- um. Hvítan hest í hnjúkinn ber hálsinn reyrir klakaband, þegar bógur þíður er þá er fært um Stórasand. Alltaf er gaman að riija upp vísur eftir okkar ágæta Rósberg. Kunn er nú reyndar visa hans er gerð var er brunnur sá þomaði er stendur í ná- grenni Hóla í Hjaltadal og kenndur er við Guðmund biskup góða en hann mun hafa vígt hann. Þáverandi skóla- stjóri, Haraldur Ámason frá Sjávar- borg á að hafa staðið við bmnninn, er vísan var gerð. Allt er mælt á eina vog enda Halli þunnur, þjóðarstoltið þrotið og þorrinn Gvendarbrunnur. Tilefni næstu visu, sem einnig er frá Rósberg, er þegar Kaupfélag Skagfirðinga lagði á það sérstaka á- herslu í auglýsingu að þetta haustið væm ágætir möguleikar að fá gott verð fyrir sviðahausana. Skuldir vaxa skeijalaust skjót em ráð í vændum. Kaupfélagið hyggst í haust hausa taka af bændum. Þrátt fyrir að ekki hafi ennþá, sem betur fer, komið neinn vetur, er undir- ritaður farinn að hlakka til vorsins. Vegna þeirrar hugsunar er gaman að birta hér næst ágæta vísu eftir Sverri Magnússon í Effa-Ási í Hjaltadal sem ég held að hafi orðið til er hann var á heimleið frá Suðurlandi og stoppaði við minnismerki Stephans G. og horfði yfir Skagatjörð. Allt er hér í æðra veldi. Yndisleikinn stendur vörð. Á sólargylltm sumarkveldi er sé ég yfir Skagafjörð. Gott er að halda sig enn um sinn við þá ágætu sveit Skagaijörð. Nýlega rak á fjöm mína vísu sem ort mun hafa verið af Skagfirðingi. Væri gam- an að heyra frá lesendum ef þeir vita þar deili á. Tildrög hennar munu þau að kýr veiktist á ónefndum bæ í Skagafirði og var Guðmundur sem oft var kallaður dýri fenginn til að skoða kúna. Kunni hann engin ráð við henn- ar sjúkleika og var þá þrautaráð bónda að leita til Jónasar Kristjánssonar læknis. Taldi hann að tugga stæði í kúnni og rak kefli í kok hennar. Við þá aðgerð læknaðist kýrin og mun þessi atburðarás hafa orðið tilefrii eft- irfarandi vísu. Jónas skýr fékk angri eytt á þeim svíra fundi. En Gvendur dýri gat ei neitt og gamla kýrin stundi. Þrátt fyrir að nú sé hávetur eftir almanakinu hvarflar hugurinn að vísu sem gerð var i göngum. Vom þá gangnamenn með gleðskaparkvöld í Bugaskála. Snillingurinn Gissur Jóns- son i Valadal virti fyrir sér mannlífið á kvöldvöku gangnamanna og orti svo til eins ferðafélagans. Lífs er hlátur léttur þinn laus við grát og trega. Nú er kátur Krossi minn kenndur mátulega. Gaman er að geta haldið sig enn um sinn við snilld Skagfirðinga. Á siðustu ámm séra Hjálmars á Alþingi var hann formaður landbúnaðamefnd- ar. Hinn snjalli Erlendur Hansen á Sauðárkróki mun vísa til þess starfa Hjálmars er hann yrkir svo. Kveður burtu kvöldsins húm karlinn morgun glaður. Hefur mikið hjartarúm Hjálmar sauðamaður. Þá langar mig til að spyija lesend- ur hvort þeir viti eftir hvem þessi ágæta vísa sé? Alla þina kæm kosti kveð ég nú við dauðans hlið. Man er lífsins leikur brosti ljúfast okkur báðum við. Gott væri að fá eitthvað af efni frá ykkur lesendur góðir. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 540 Blönduósi, sími 452 7154. Gunnari Braga Frá fundi um virkjunarmál í Skagafirði. Það hefur blasað við í nokkum tíma að Framsóknar- flokkurinn hefur valið sér höf- uðandstæðing í íslenskri pólitik. Nú er það ekki lengur Sjálf- stæðisflokkurinn eins og var á mínum uppvaxtarámm. Innan- héraðs em forystumenn Sjálf- stæðisflokksins bara bláeygir sakleysingjar sem láta Vinstri græna teyma sig í blindni en á landsvísu em þeir traustir bræð- ur að baki Halldórs Ásgríms- sonar, vamarmálaráðherra, í stríði hans gegn meintum hryðjuverkamönnum heimsins. Nei, nú er höfuðóvinurinn Vinstrihreyfmgin grænt fram- boð. Þar á bæ em menn „á móti ffamtíðinni!” segir formaðurinn Halldór og bregst ekki rök- hyggjan. „Eintómir þvergirð- ingar”, segir varaformaðurinn Guðni, glaðbeittur að vanda og uppábúinn í nýju fötin keisarans en allsber undir. Og í Feyki þ. 11. des. 2002 þylur oddviti ffamsóknarmanna í Skagafirði, Gunnar Bragi Sveinsson, þetta sama stef en læst vera að skrifa um virkjun Héraðsvatna við Villinganes. Það væri að æra óstöðugan að fara ofan í þessa ritsmíð Gunnars Braga lið fyrir lið. Enda augljóst að hér helgar til- gangurinn meðalið. Eg drep aðeins á nokkur atriði. 1. Landsvirkjun fékk árið 1982 heimild til að virkja við Villinganes. 15 ámm síðar hafði það fyrirtæki ekki enn nýtt sér þann rétt og þótt aðrir virkjunarkostir fysilegri. Þá kom hins vegar upp áhugi hjá Rafmagnsveitum ríkisins að virkja við Villinganes. Rökin vom þau að orkan ffá Lands- virkjun væri svo dýr að mun hagkvæmara væri fyrir Rarik að ffamleiða eigin orku til sinna viðskiptavina. Á þessum tima var ekkert rætt um orkusölu til iðjuvera enda áætlaður fram- leiðslukostnaður á raforku ffá Villinganessvirkjun mun hærri en orkufrekur iðnaður, sem og Steinullarverksmiðjan á Sauð- árkróki, greiðir fyrir orkuna frá Landsvirkjun. Heimamenn stukku á þessa hugmynd. Viðræður hófiist við fulltrúa Rarik. Til að gera langa átakasögu stutta tókst heima- mönnum að lokum að stoffia félagið Norðlensk orka ehf. sem ásamt Rarik stofnuðu svo 30. april 1999 hlutafélagið Héraðs- svarað vötn ehf. Heimildin um virkjun við Villinganes var síðan flutt ffá Landsvirkjun til Héraðs- vatna ehf. Á meðan þessu öllu vindur fram gerist það hins vegar að siglingar á Jökulsánum verða sífellt vinsælli. Fólk hér ffemra horfir á rútukálfa fara ferð eftir ferð fram Lýtingsstaðahrepp hinn foma, hlaðna bátum og farþegum sem síðan sigla niður ámar. Allir dásama þessa upp- lifun sem eitthvað einstætt. Siglingamar em á örskömmum tíma orðnar mikilvægur vaxtar- broddur í ferðaþjónustu héraðs- ins. Það taka að renna á ýmsa tvær grímur. Fólk spyr sig: „Er verið að spilla einhveiju með virkjun á þessum stað?” „Hver gefur okkur rétt til þess að eyðileggja þá möguleika sem e.t.v. felast í þessum sigling- um?” Þessi breyting á afstöðu margra til áformaðrar Villinga- nesvirkjunar gerðist ekki á einni kosninganótt eins og margir ffamsóknanrienn vilja láta fólk halda og er ekki bundin við fé- laga í Vinstrihreyfmgunni grænu framboði. Lýstu Sjálf- stæðismenn því ekki yfir fyrir síðustu kosningar að þeir væm andvígir Villinganesvirkjun? Og tæpu ári fyrr, 7. ágúst 2001, fjallaði hreppsnefnd Akra- hrepps um Villinganesvirkjun vegna umsagnar til skipulags- stjóra rikisins. Bókaðar vom at- hugasemdir í fimm liðum og í sjötta lið segir: „Af ffaman- sögðu er eðlilegt að sú spuming vakni hvort með virkjun sé meiri hagsmunum fómað fyrir minni.” Umsögnin var sam- þykkt samhljóða í hreppsnefnd Akrahrepps. Mér vitanlega var aðeins einn „vinstri grænn“ í þeirri hreppsnefnd sem þá sat en sennilega ekki færri en tveir framsóknarmenn. Um það vil ég þó ekkert fullyrða því hreppsmál ræddum við aldrei á flokkspólitískum gmnni. Þetta vom fáeinar sögulegar staðreyndir sem mér þykir rétt að Gunnar Bragi kunni skil á. 2. Svo er það Steinullar- verksmiðjan. „.... en það er einmitt þannig fyrirtæki sem gæti nýtt orku virkjunarinnar til hagsældar fyrir Skagfírðinga alla.”, segir Gunnar Bragi og gefur í skyn, eins og víðar í greininni, að bátasiglingamar á Jökulsánum séu helsta hindmn- in á vegi iðnaðamppbyggingar i héraðinu! Hve lengi eiga ábyrgir aðilar að komast upp með svona mál- flutning? Lengst af frá því Steinullarverksmiðjan komst í

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.