Feykir


Feykir - 19.02.2003, Qupperneq 7

Feykir - 19.02.2003, Qupperneq 7
6/2003 FEYKIR 7 „Mér finnst gott að hafa verið til“ Ekki alls fyrir löngu kom út ný ljóðabók frá hendi Kristjáns Amasonar skálds frá Skálá. Bókin ber heitið „Mér fírmst gott að hafa verið til”. Áður hafði Kristján gefið út ljóðabók- ina ,^Fjöllin sál og ásýnd eiga”, sem út kom 1994. Kristján Armason er Borg- firðingur að ætt, fæddur 14. mars 1929 að Skarði í Lunda- reykjadal, en ólst upp með for- eldrum sínum til 17 ára aldurs á Stálpastöðum í Skorradal. Þá flutti fjölskyldan að Kistufelli í Lundareykjadal, þar sem Krist- ján átti heima til ársins 1975, er leið hans lá til Skagafjarðar að bænum Skálá í Sléttuhlíð, þar sem hann hefúr átt heima síðan. Kristján hefúr fengist við að yrkja frá bamæsku. Síðustu tvö árin hefúr hann verið vistmaður á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. í hinni nýju ljóðabók sem er 136 bls. að stærð, em ljóð af fjölbreyttum toga. Ljóðunum er skipt niður í þtjá meginflokka. Fremst em ljóð af ýmsu tagi, þá eftirmæli og afmælisljóð, og aft- ast stökur. Kristján frá Skálá kemur víða við í ljóðum sínum og vel- ur sér margs konar yrkisefúi. Hann hefúr skýra sýn á samtíð- ina og fellur misvel þar sem þar er að gerast, bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi. Við okkar samtíð hefúr hann ýmis- legt að segja. í ljóðinu Aldamótaþula yrkir hann svo: „Öldin mín í kvi kví” hafðu það á hreinu, hvemig á að fara að því að fara ekki úr neinu. Og hefúr þar væntanlega í huga keisarann í hinu þekkta ævintýri Andersens, sem ekki reyndist vera í neinu. Samúð Kristjáns er ætíð með þeim, sem minni máttar em, þeim sem líða og þjást saklausir fyrir illsku heimsins, ekki síst bömum, hvort sem em hér heima, í Palestínu eða annars staðar. Hann yrkir oft um þá sem sæta þungum örlögum og deyja ungir. Hann yrkir um ungu stúlkuna frá Nepal sem dmkknar í íslenskri sundlaug, þýsku feðgana sem fórast í flug- slysi við Homafjörð og sjólið- ana í kafbátnum Kúrsk á botni Barentshafs, sem ekki áttu aftur- kvæmt. Sums staðar örlar þó á kímni í ljóðum hans, eins og t.d. í ljóðinu af Hákoni Haraldar- skáldi, sem ort er undir fomum bragarhætti, en undirtónn þó vissulega alvarlegur, eins og í flestum ljóðum Kristjáns. Bemskustöðvamar í Borgar- firði og fólkið, sem hann ólst upp með þar, eiga sinn trygga sess í hjarta hans. Eitt fegursta ljóð bókarinnar er kvæðið Móð- urminning, og hug sinn til bemskustöðvanna birtist Ijóðið ,,Á Kistufelli”. Annars er Krist- ján yfirleitt bam vorsins, hann yrkir viða um vorið og gróand- ann. Það em oft hans bestu ljóð. Framtíð manns og heims og hin hinstu rök tilverunnar em Kristjáni hugleikin. Þrátt fyrir allt sem miður fer, er hann trú- maður, trúir á Guð og hið góða í hverri sál. I ljóðinu Drottinn allra manna yrkir hann: - Offnetnað forðumst áfram þó að miði. Ennþá við stöndum, böm á myrku sviði. Ljósið þitt, Jesú, lýsi oss daga og nætur, lítum til hæða, rísum glöð á fætur. Sem fýrr segir er annar hluti bókarinnar minninga- og tæki- færisljóð. Þar er að finna að mínum dómi einhver bestu ljóð bókarinnar, því óvíða tekst skáldinu betur upp en á því sviði. Þar er m.a. ljóðið um Halldór Laxness látinn, eitthvert magnaðasta ljóð sinnar tegund- ar í íslenskri tungu. Og svo hvert af öðm, ljóðið um Stefaníu á Hrauni, Þórð i Haga, Guðmund á Egilsá og Karlakórinn Heimi 70 ára, svo aðeins nokkur séu nefúd. Kristján frá Skálá hefúr síð- ustu árin átt við erfiða vanheilsu að stríða. Það hefúr þó ekki hindrað hann í að sinna skáld- gyðjunni, þegar kraftar leyfa. Auk þess að yrkja á móðurmál- inu hefúr hann gert nokkuð að því að semja ljóð á dönsku og ensku og unnið til viðurkenn- ingar í alþjóðlegri ljóðakeppni á enskri tungu. Ljóðabók Kristjáns er fagur vitnisburður um gott skáld og óvenjulegan mannvin. Ljóðin hans gera okkur öll að betri manneskjum. Eg hvet sem flesta til að verða sér úti um bókina og lesa hana. Það er í henni hlýr vortónn, sem auðgar hvem mann. Þrátt fýrir allt og allt finnst skáldinu „gott að hafa verið til”. Ólafur Þ. Hallgrímsson. Smáauglýsingar Ýmislegt! Dvergkanína fæst gefins ásamt húsi. Upplýsingar í síma 453 6384 eða 869 9059. Spilavist! Spilakvöld í Höfðaborg á Hofsósi fimmtudaginn 20. febrúar og fimmtudaginn 27. febrúar kl. 21,00. Verðlaun og kaffiveitingar. Mætum eld- hress að vanda. Félag eldri borgara Hofsósi. Húsnæði! Til leigu 3ja herbergja íbúð við írabakka i Reykjavík, til 1. ágúst nk. Upplýsingar í síma 453 5609. Herbergi til leigu niðri í bæ. Upplýsingar í síma 453 5774 og 895 5774. Til leigu nokkrir básar í hesthúsi í Flæðigerði á Sauðárkróki. Upplýsingar í síma 453 5558. Intersport deildin Tindastóll - Haukar fimmtudagskvöld kl. 19,15 Einn mikilvægasti leikur vetrarins fyrir baráttunni um úrslitasæti! Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Sérfræðingakomur í febrúar og mars: Tímapantanir í síma 455 4000. 17.02 - 21.02 Shree Datye, skurðlæknir 24.02 - 28.02 Valur Þór Marteinsson, þvagfæraskurðlæknir 03.03 - 07.03 Anna M. Helgadóttir, kvensjúkdómalæknir 10.03 - 14.03 Sigurður Albertsson, skurðlæknir 17.03 - 21.03 Haraldur Hauksson, æðaskurðlæknir 24.03 - 28.03 Hafsteinn Guðjónsson, þvagfæraskurðlæknir Stólarnir góðir Tindastólsmenn stóðu sig frábærlega vel í fýrrakvöld þeg- ar þeir náðu að knýja ffarn sigur í ljónagryfjunni í Njarðvík, 93:88, eftir að hafa verið fjómm stigum undir eftir þriðja leik- hluta og tveimur stigum undir í hálfleik. Clifton Cook átti ffábæran leik fýrir Stólana, skoraði 42 stig, þar af niu þriggja stiga körf- ur. Michail Andropov átti einnig mjög góðan leik, skoraði 22 stig og þá var Kristinn Friðriksson fýmadijúgur með 21 stig. Tindastóll er nú í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig, jafh- mörg og Njarðvík en betri stöðu í innbyrðisviðureignum. Næsta lið fýrir ofan em Haukar með 24 stig, en Haukamir koma einmitt í heimsókn á Krókinn annað kvöld, fimmtudagskvöld. Gott hjá stelpunum Stelpumar í 2. flokki Tinda- stóls í knaattspyrnu stóðu sig ffábærlega vel á íslandsmótinu sem ffam fór í Árbænum um helgina. Þær höfnuðu í öðm sæti, töpuðu fýrir Breiðabliki í úrslitum 0:3. Tindastóll vann Fylki 3:0, Stjömuna 3:1, og gerði jafntefli við Breiðablik 3:3 í fýrsta leik mótsins. Inga Bima skoraði 5 mörk, Hera Birgisd. 2 og Vala Margeirs 1 .Þjálfari er Ása Sverrisdóttir. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir gíróseðlunum fyrir áskriftargjöldunum. Skagafjörður Sveitarfélagið Skagaíjörður Sveitarfélagið Skagafjörður úthlutar á ári hverju töluverði fjármagni í formi styrkja til félagasamtaka, einstaklinga og ýmissa annara aðila. Fræðslu- og menningarnefnd ásamt Félags- og tómstundanefnd auglýsa eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2003 til: Menningarmála ÍÞróttamála Æskulýðsmála Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins og Þar er hægt að fá allar frekari upplýsingar. Með umsóknunum skulu ma. fylgja upplýsingar um umsækjanda og ábyrgðarmann, fyrir hvað styrkurinn er hugsaður, önnur fjármögnun og ársskýrsla viðkomandi umsækjanda. Umsóknum skal skila á skrifstofu Sveitarfélagsins í Ráðhúsinu á Sauðárkróki fyrir lO.mars 2003

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.