Feykir


Feykir - 16.07.2003, Blaðsíða 5

Feykir - 16.07.2003, Blaðsíða 5
25/2003 FEYKIR 5 Vegna breytileika veið- innar koma flestir aftur Eins og fram kom í Feyki nýlega, var nýjasta hefti „Napp och Nytt„ alþjóðlegs tímarits, útgefið af framleiðanda hinna þekktu Abu veiðivara, að stórum hluta helgað Norðurlandi og að drýgstu hluta Norðvestur- landi. Meðal staða sem fengu allgóða úttekt var Miðijarðaráin. Við grípum niður í þenna kafla. Þreytan fer að segja til sín og það er ffekar ffamlágur hópur sem rennur í hlað við Laxahvamm, veiðihús Lax-ár ehf. við Miðfjarðará. En hlýtt og glatt viðmót Finns hressir okkur og við emm fljótt búin að skipta um fÖt og tilbúin að fara í kvöldveiði í Vesturá, eina af ánum sem renna út í Miðfjarðará. Vatnakerfí Miðfjarðarár er 110 kílómetra langt en aðeins em leyfðar 10 stangir á svæð- inu. Það þýðir að hver veiði- maður hefur um 10 kílómetra svæði til að veiða og það er kannski skýringin á vinsæld- um árinnar. Önnur ástæða fyr- ir vinsældum hennar er að ám- ar sem renna í Miðfjarðará em mjög ólíkar, þar að auki em yfir 200 hylir í ánni sem skap- ar mikla breidd í laxveiðinni. Núpsá sem liggur milli Vestur- og Austurár, er lítil á með mjög stríðum straumi, þar sem fískurinn liggur í litlum hylj- um. Austurá er á hinn bóginn þekkt fyrir stórkostlegt gljúfúr- svæði þar sem veiðimaður verður að kliffa til að komast niður að vaminu. Vesturá er lengst þessara þriggja áa og rennur neðar saman við aðal- ána. Það er Vesturá sem gefúr mest af laxi af sér. Finnur keyrir ffemst þegar bílalestin keyrir meðfram Vesturá. Það tekur ekki nema um tíu mínútur að komast á efri svæðin. Veiðihúsið er miðsvæðis og ekki tekur lang- an tíma til að komast í ein- hvem af 200 hyljunum. Johan er eins og venjulega fyrstur að setja saman stöng og hjól og tilbúinn að veiða í hyl 37 á svæði sem kallast Orustuhylur. Ekki líður á löngu fyrr en hann hefúr „snert” fisk í hylnum. Gunnar Sólnes á Akureyri gat svarað því hvemig maður gerir þegar lax tekur fluguna. Ög þess vegna er Johan nú með aukalykkju á línunni þeg- ar hann er að veiða. Þegar maður finnur að fiskurinn er á þá á maður ekki að taka á móti heldur einungis draga línuna rólega inn og síðan lyffa stöng- inni. Og þá er fiskurinn fastur á. Það hljómaði ekki svo erfítt þegar Gunnar sagði frá „laxa- lykkjunni”. Það er erfiðast að taka ekki á móti og þá gildir að vera svalur. Það er orðið mjög ffamorð- ið þegar ég og Marie tökum okkur hlé við bílana. Johan hefur skipt um flugu og er að byrja upp á nýtt efst í hylnum. Finnur hnippir i mig og vill að við fömm upp í hyl sem er lengra upp með ánni. Finnur vill endilega að við veiðum lax. Og þá gerist það. Johan sleppir lykkjunni með fingmn- um og lykkjan minnkar með hverjum snúningi þegar hann dregur línuna inn. Þegar Iínan er komin inn lyffir hann stöng- inni rólega og fiskurinn er á. Hér er um skólabókardæmi að ræða. Þetta er góður fiskur og baráttan reynir mjög á flugu- stöng Johans fyrir línu 5. En hann þreytir laxinn eins og hann hafi ekki gert neitt annað allt sitt líf. Þetta er sami mað- urinn sem eyddi tveimur vik- um á íslandi fyrir nokkmm ámm aðeins til að veiða einn lax. En þá var það líka versta laxveiðiárið í 120 ár. Það er mjög ánægður Johan sem stendur þama við ána og við emm einnig glöð yfir að geta loksins krýnt ferðina með einum laxi. En það er samt ó- trúlegt að okkur hafi tekist að að landa laxi á þeim skamma tíma sem við höfúm haft á hveijum stað fyrir sig. En góð- ur veiðimaður er líka stundum heppinn. Og svo á nú Finnur mikla hlutdeild í þessu, það er jú hann sem sýndi Johan hvar hann ætti að renna. Þakka þér fyrir Finnur. Þegar við emm alfur komin að Laxahvammi mæta okkur hinir laxveiðimennimir á svæðinu og spyrja hvemig dagurinn hafi gengið hjá okk- ur. í herberginu þar sem vöðl- umar em hengdar upp til þerr- is, er kátína í mönnum og allir passa vel upp á að heilsast og kynna sig. Manni finnst maður vera velkominn í hópinn þó að flestir þama hafi minnst 30 ára meiri reynslu en við í laxveiði. Kvöldverðurinn er sameig- inlegur fyrir alla gesti veiði- hússins og þegar við komum situr þegar þónokkur hópur veiðimanna við langborðið í matsalnum. Þeir ræða reynslu dagsins. Flestir virðast þekkja vel Miðfjarðará og ólíka hylji hennar því þeir kinka kolli þegar einhver segir ffá „stóra steininum við slakkann rétt við enda hylsins”. Og það em margir sem koma affur til Mið- fjarðarár, ár eftir ár. Sumir hafa verið í meir en 20 skipti og búa og veiða hér. Þeir hafa reynt aðra staði á Islandi en vegna breytileika veiðinnar héma koma þeir gjaman affur. Maturinn sem var borinn ffam þetta kvöld er mjög ólík- ur þeim pylsum sem við grill-' um, þegar við emm við veiðar í Mörrum ánni. Kokkurinn kemur ffá hágæða veitingastað í Reykjavík og hann hefúr meir að segja unnið sem kokk- ur í Gautaborg í Svíþjóð. Sama hvað hann hefúr gert áður, maturinn er alveg ffábær. Hestamenn! Gúmmí í básana fæst hjá Bjarna. Einnig mikið úrval af grillum. Verslun Haraldar Júlíussonar Afoiælishlboð fimmtudag ■ föstudag ■ laugardag 4<7% ÆÍfr:f:rf ^rSSr r?T nrr ím^rT.rwriTrTT 25% afsláttur af grillkjöti ...... frá ICjötviifiisiii ICS 20% mfsláttyr nf •• geisladiskum, DVD, myndbandsspólum og tölvulelkjum Kjötvinnsla KS grillar fyrir viðskiptavini frá kl. 1 5 á föstudag SltaafÍKðinciab.úð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.