Feykir


Feykir - 16.07.2003, Blaðsíða 2

Feykir - 16.07.2003, Blaðsíða 2
2 FEYKIK 25/2003 Þakkir frá Sveini Þakka góðan söng, gjafir, ljóð og heillaóskir á 70 ára afmælinu mínu hinn 27. júní 2003 í tón- listahúsinu Ymi Reykjavík. Af því tilefni eru sérstakar þakkir til: Söngsveitin Drangey, söng- stj. Snæbjörg Snæbjamadóttir Hljómabræður, söngstj. Björg- vin Þ. Valdimarsson tónskáld Karlakór Reykjavíkur, eldri, söngstj. Kjartan Siguijónsson Einsöngur og tvísöngur: Ragna Skagijörð, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Sigmundur og Gunnar Jónssynir, Kristín R. Sigurð- ard., Eiríkur Hreinn Helgason, skagfirski tenórinn Óskar Pét- ursson sem stýrði veislunni af sinni alkunnu snilld. Björk og Gylfi á Gásum, systr- um mínum, fjölskyldu minni og frændum þakka ég tilbúin veislufong og ennfremur öllum þeim 270 manns sem komu og gerðu mér kvöldið ógleyman- lega skemmtilegt. Stefán Ingi veitingamaður fær hrós fyrir hraðar glasafyllingar. Látum flakka lifúm glöð, laus frá skakkaföllum Glaður smakka góðan mjöð, gjafir þakka öllum Það em ekki skagfirsk ský er skyggja birtu manna Lengi get nú lifað í, ljósi minninganna. Sveinn Skagfjörð Pálmason. Helga Rós ásamt félögum sínum í Óperunni í Stuttgart sem ætla að syngja og spila með henni á stórtónleikunum í Miðgarði um verslunarmannahelgina. Þrír sigrar í röð Stórtónleikar í Miðgarði Tindastólsmenn hafa staðið sig mjög vel í 2. deildinni að undanfömu, hafa unnið þijá síðustu leiki og em nú komnir með 13 stig eftirtíu leiki. Tindastóll bar sigurorð að Völsungum á Króknum í gærkveldi, 2:1, með mörkum þeirra Kevin Barr og Krist- mars Bjömssonar í fyrri hálfleik. Húsvíkingarnir minnkuðu muninn undir lokin. Stólamir lögðu ÍR-inga á Króknum sl. föstudagskvöld 2:0 með glæsilegum mörkum Petrovich, þar áður sigmðu þeir KS á Siglufirði 2:1. Þann 2. ágúst n.k. verða haldnir ópemtónleikar í Mið- garði. Það er skagfirska ópem- söngkonan Helga Rós Indriða- dóttir sem syngur ásamt félög- um sínum frá ópemhúsinu í Stuttgart. En þeir em tenórinn Carsten Súss, Motti Kastón, baritón og píanóleikarinn Robin Engelen. María Ágústs- dóttir mun sjá um að kynna at- riðin. Þau ætla að flytja atriði úr þekktum ópemm s.s. Habanemna og Nautabanaarí- una úr Camien, Aríur og dúett Rodolfo og Mimi úr La Boheme, aríu rakarans úr Rak- aranum í Sevilla, trio úr Leður- blökunni, Nessun Donna úr Turandot og Una fúrtiva lagrima úr Ástardrykknum. Helga Rós mun síðan flytja nokkur íslensk lög. Helga Rós stundaði nám í Stuttgart og hefúr verið fast- ráðin við Operuhúsið í Stutt- gart síðastliðin fjögur ár. Óp- emhúsið í Stuttgart er með þekktari óperuhúsum og hlaut síðastliðið ár í fjórða sinn til- nefninguna “Ópemhús ársins” af tímaritinu “Opemwelt. Helga Rós hefúr m.a. sungið hlutverk Freyju í Rínargulli Wagners, Zerlinu í Don Giovanni og Antóníu í Ævin- týmm Hoffmanns, auk þess hefúr hún sungið sálumessu Verdi og Mozart svo og 9. sin- fóniu Beethovens svo eitthvað sé nefnt. Fyrir þá sem ná sendingum sjónvarpsstöðvar- innr ARTE verður upptaka á Rínargulli Wagners send út þann 6. ágúst kl. 19.45 að ís- lenskum tíma. Það var að áeggjan Magn- úsar Sigmundssonar hjá Ævin- týraferðum að ákveðið var að halda tónleikana og er hann að- alsfyrktaraðili tónleikanna á- samt Sveitarfélaginu Skaga- firði og Tónlistarfélagi Skaga- fjarðar. Carsten Suss tenór, hefúr sungið mjög víða. Hann hefúr sungið í Vín, Prag, Ameríku og Graz þar sem hann söng hlut- verk Tamíno í Töfraflautunni. Hann var fastráðinn bæði við ópemna í Kiel og Semperóper- una í Dresden þar sem hann söng m.a. Wenzel í Seldu brúðinni, Don Ottavio í Don Giovanni, Pedrillo í Brottnám- inu úr kvennabúrinu og Davíð í Meistarasöngvuranum frá Niimberg. í Stuttgart syngur hann Pedrillo í “Brottnáminu” og Jaquino í Fidelo eftir Beet- hoven. Motti Kastón baritón, fædd- ur í ísrael réðist að ópemnni í Stuttgart 1991 eftiraðhafa lok- ið námi frá skóla Metropolitan ópemnnar og unnið Pavarotti keppnina 1989. Hann hefúr sungið flest leiðandi hlutverk síns fags í Stuttgart, við Metropolitan ópemna, Semperóperuna í Dresden, Monpellier og víðar m.a. Greifann í Brúðkaupi Fígarós, Wolfram í Tannháuser, Germont í La Traviata, Silvio i Pagliacci, Fígaro í Rakaranum, Ottone í Krýningu Poppeu, tit- ilhlutverkið í L’Orfeo eftir Monteverdi, Marcello í Bohéme og Rodrigo í Don Carlo. Robin Engelen, píanó, er ungur og upprennandi stjóm- andi sem starfað hefúr sem undirleikari og stjómandi við ópemna í Stuttgart síðan 1999. Hann nam hljómsveitarstjóm við tónlistarháskólann í Karls- mhe hjá Wolf-Dieter Hauschild og síðar hjá Gúnther Wand. Hann hefiir starfað víða með hljómsveitum bæði sem píanisti og stjómandi s.s. Sinfóníuhljómsveitinni í Halle og Fílharmóníuhljómsveitinni í Stuttgart. Hann er einn stofn- enda hljómsveitarinnar „- Klangwerk” og aðalstjómandi hennar. Árið 2002 stjómaði hann lokatónleikum hinnar al- þjóðlegu Schönberg viku i Brússel. Næsti Feykir kemur út 30. júlí. Aðalheiður Amórsdóttir frá Sauðárkróki hefúr alla tíð verið dugleg að taka þátt í kvenna- hlaupinu og verið með frá upphafi þótt hún hafi verið stödd erlendis á kvennahlaupsdaginn. Hún var t.d. á Krit fyrir tveimur ámm og að áeggjan hennar tóku 18 konur þar þátt í hlaupinu. 21. júní sl. var Aðalheiður stötdd í Toskana á Ítaliíu og hljóp þar ásamt sínu fólki. Hún er lengst til hægri á myndinni, þá tengdadóttirin Ingibjörg Hilmarsdóttir, dætumar Ama Rún og Inga Óskarsdætur og í vagninum er litla Sigrún Hekla Sigmundsdóttir, dóttir Ömu. Hlaupið var í 40 stiga hita, hitbyrlja gekk yfír Ítalíu þessa daga. Ól láð f'réttablað á Norðurla ndi \ estra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftarverð 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.