Feykir


Feykir - 30.07.2003, Blaðsíða 3

Feykir - 30.07.2003, Blaðsíða 3
26/2003 FEYKIR 3 „Erum í sókn í matvörunni“ segir Ámi Kristinsson vöru- hússtjóri Skagfirðingabúðar Sauðárkrókur tók miklum breytingum sem bæjarfélag á áttunda og níunda ára- tugnum, síðustu aldar eins og maður verður að venja sig á að tilgreina. Segja má að mesta breytingin á þessu skeiði hafi verið um mitt sumar 1983 þegar Kaupfélag Skagfirðinga tók í notkun nýjar höfuðstöðvar sínar við Artorg eitt á Sauðárkróki. Skagfirðingabúð var opnuð og verslunardeildir kaupfé- lagsins sem verið höfðu dreifðar um gamla bæinn fluttust inn í þessa nýju stór- verslun á Sauðárkróki, sem gárungarnir kölluðu reynd- ar gjarnan til að byrja með „Maggasín” og kenndu hana við fyrsta vöruhússtjóra Skagfirðingarbúðar, Magn- ús Sigurjónsson. Segja má að þessi tilflutn- ingur kaupfélagsverslananna úr Gamla bænum hafi verið orsökin fyrir því að Gamla bænum hnignaði rnjög á næstu árum. Það hafði verið mikil traffíík í veslununum við Að- algötuna og bæði kaupfélagið og kaupmaðurinn á hominu nutu góðs að samvistunum við götuna. Þess sáust glögg merki í jólamánuðinum 1983 að um- ferðin um Gamla bæinn og stemningin var ekki söm sem áður og nýir tímar voru greini- lega í uppsiglingu. Að auki var matvömbúðin við Smára- grundina, þar sem nú er ÁTVR, lögð niður með til- komu Skagfirðingabúðar. En Sveinn Guðmundsson þráaðist við og kjörbúðin var við Skag- firðingabrautina í nokkur ár eftir að Skagfírðingabúð var opnuð. Langnesingurinn Ámi Kristinsson hefur verið vöm- hússtjóri í Skagfírðingabúð síðustu fímm árin, en hann hefur starfað í versluninni í 14 ár, var lengi vel aðstoðarmað- ur Ómars Braga Stefánssonar sem tók við vömhússtjóra- starfínu af Magnúsi Sigurjóns- syrii. í stuttu spjalli sem Feykir átti við Áma á dögunum var hann fyrst spurður um hvemig áætlanir manna um rekstur Skagfírðingabúðar hafí gengið eftir, frá því verslunin var opn- uð 19. júlí 1983? „Áætlanimar vom vita- skuld miðaðar við það að í- búafjölgun sem verið hafði árin þama á undan myndi halda áfram og Sauðárkrókur t.d. vaxa upp í það að verða 5000 manna samfélag innan ekki langs tíma. Þar sem að þessi búsetuþróun heftir ekki gengið eftir er rekstur Skag- ftrðingabúðar í jámum og hef- ur verið það um árabil. Það mundi fylgja því ákaflega lítill aukakostnaður fyrir okkur þó við yrðum að þjóna talsvert fjölmennari svæði, og t.d. 5000 manna byggð hér á Sauðárkróki myndi væntan- lega þýða það að verslunin væri að skila góðri afkomu. En þetta er svona í jafnvægi hjá okkur. Það er meira að segja fyrirsjánanleg nokkur veltuaukning á þessu ári frá því síðasta og við gemm ráð fyrir að hún verði um 550 milljónir á árinu. Júlímánuður hefur t.d. verið mjög góður og slær við sama mánuði í fyrra, þrátt fyrir að þá var Landsmót hestamanna sem gaf okkur vel. Góð tíð núna í sumar hef- ur sitt að segja og við erum stöðugt að verða meira varir við ferðafólkið.” Hafa bættar samgöngur t.d. tilkoma Þverárfjallsvegar eitt- hvað að segja? „Já mikil ósköp, það telur allt í þessu. Við urðum t.d. var- ir við það fyrir síðustu jól að samgönguþátturinn hafði mik- ið að segja. Það er stundum talað um það á jólafostunni að það sé betra fyrir verslun í heimabyggð ef snjóa og ófærð gerir. Það virkar hinsvegar þveröfugt fyrir okkur, best er að greiðfærast sé um allt og þó að fólk fari af svæðinu til að versla annars staðar, þá fáum við bara annað fólk í staðinn. Samgöngumar eru orðnar þannig að það má segja að landið sé orðinn einn markað- ur.” - En hvemig gengur svo með innkaupin og áætla þau þannig að vömrýmun verði sem minnst? „Það er alltaf sama baráttan í rauninni. í matvömnni hefur þetta gengið ágætlega og þar emm við í sókn. Við emm að- allega í viðskiptum við tvö að- ila með innkaupin, Super Árni Kristinsson vöruhússtjóri Skagfirðingabúðar sem er 20 ára um þessar mundir. Gross í Danntörku og Aðföng, sem er Baugssamstaeypan. Það er aðallega í fatnaðinum sem okkur gengur ekki nógu vel. Við emm að leita leiða til að komast inn á hagstæðari innkaupamarkaði. í bamafatn- aðinum emm við t.d. ekki með nógu góð verð og þurfum að bæta okkur að þessu leyti.” - Nú hefttr Skagfirðinga- búð oft komið ágætlega út úr verðkönnunum. Hvcr er stefna verslunarinnar í verðlagsmál- um? „Við höfum markað okkur þann bás að vera samkeppnis- færir við stórmarkaði eins og Hagkaup og Nóatún og tekist það í meginatriðum.” - Em viðbrögð mikil frá viðskiptavinum? „Þau em ágæt sem þau em, en gjaman mætti heyrast meira frá þeim. Við reynum að sjálfsögðu að sinna öllum kvörtunum sem til okkar ber- ast og koma til móts við við- skiptavininn, því án þess að hafa hann með okkur gætum við lokað. Við höfiim líka notið góðs af því urn tíðina að vera með gott starfsfólk. Hér hefur verið sterkur kjami sem gott er að byggja á og sem dæmi þá em hér staifandi þrír í búðinni sem hafa verið alveg frá því Skag- firðingabúð var opnuð fyrir 20 ámm”, segir Ámi Kristinsson. Verslui&armainia- helgartilbeð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.