Feykir


Feykir - 30.07.2003, Blaðsíða 8

Feykir - 30.07.2003, Blaðsíða 8
Fréttablaðið á Norðurlandi vestra 30. júlí 2003,26. tölublað, 23. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill ©s Sími: 453 6666 VlE Sími: 453 6622 „Metafli“ Arnars í Barentshafínu Togarinn Amar HU 1 kom til heimahafnar á Skagastönd fyrir helgina úr Barentshafí með góðan afla. Veiðamar gengu með afbrigðum vel og afli var reyndar svo góður að það var eingöngu hraði á vinnslunni sem stýrði því hve mikið var tekið inn fyrir á hverjum sólar- hring. Upphaflega var áætlað að togar- inn kæmi til heimahafnar í á- gústmánuði og túrinn gæti tekið um 40 daga. Þessi góðu afla- brögð urðu hins vegar til þess að Amar var einungis 22 daga í veiðiferðinni þrátt fyrir rúmlega fjögurra daga siglingu hvora leið á miðin. Það tók því ekki nema um 13 sólarhringa að veiða 720 tonna kvóta sem skipið hafði í Barentshafi. Veið- in var því um 33 tonn á úthalds- dag en var í raun rúmlega 55 tonn á þá daga sem skipið var að veiðum. Aflaverðmæti Am- ars em áætluð um 117 milljónir króna. Þá segir Skagstrandarvefurinn frá því að undanfarið hafi verið góð aflabrögð hjá krókabátum sem gerðir em út frá Skaga- strönd og gæftir með miklum á- gætum. Vikuna 18.-25. júli var landað 235 tonnum úr 51 bát. Þeirn bátum sem stunda veið- amar frá Skagaströnd hefur far- ið fjölgandi og föstudaginn 25. júli töldust þeir vera 58 en þá var bræla og allir bátar í höfh. Vel gengur með Strandveginn Framkvæmdir við Strand- vegnn á Sauðárkróki ganga mjög vel og nú er dýpku- narskipið Perla komin til að dæla upp úr höfhinni. Perla mun dæla úr Sauðárkrókshöfn 30 þúsund rúmmetrum af efni sem mun nýtast til uppfyllingar við Strandveginn. Áætlað er að dýpka við viðlegukant niður á 8,5 metra þannig að stærstu skip hér í strandsiglingunum ættu að geta athafnað sig í Sauðárkrókshöfn. Þessa dagana er unnið að því að færa grjótgarðinn fram neðan Strandvegarins gengt Hegrabrautinni og er nú að síga á seinni hlutann við færslu garðsins, sem er talsverð frá fyrri legu. Garðurinn er nú byggður upp á þann hátt að hann brýtur ölduna mýkra en áður og því er gert ráð fyrir að stórlega dragi úr því að sjávar- löðrið berist inn yfir bæinn, en stórlega hefur borið á því eins og húseigendur neðarlega í bænum kannast mjög vel við. Unnið að lagningu syðsta hluta grjótgarðsins. Vel sótt „Matur og menning“ Mikill mannfjöldi kom á hátíðina „Matur og menning” sem haldin var á Blönduósi um næst- síðustu helgi 18.-19. júlí. Heimamenn og brott- fluttir héldu upp á kaupstaðaafmæli staðarins fyrri dag hátíðarinnar og var þá m.a. framborin heilmikil afmælisterta. Varðeldur var niður við ósa Blönda um kvöldið í dásamlegu veðri eins og þessi dagur skartaði. Með hátíðinni var m.a. verið að kynna og leggja áherslu á atvinnustefnu bæjarins, að Blönduós verði leiðandi í matvælaframleiðslu. Og ekki verður annað sagt en sú kynning hafi tekist ffábærlega. Gestir á laugardeginum urðu fleiri en aðstandendur hátiðarinnar höfðu gert sér grein fyrir. Segja má að boðið hafi verið upp á margrétta máltíð, svo sem kjöt ffá Sölufélaginu, fisk ffá Norðurströnd og rækjurétt ffá Særúnu. Tvö þúsundasti gesturinn fékk matarpakka í vinning en eftir það komu Qölmargir og fengu sér að borða og er giskað á að gestir hafi verið á fjórða þúsund, að sögn Matthíasar Imsland markaðs- og kynningarstjóra hjá Blönduósbæ. Fljölmargt var einnig til skemmtunar á hátíð- inni, m.a. Bylgjulestin fyrri hluta dags og um kvöldið var dansleikur með Landi og sonum, þar sem húsfyllir var og allt ætlaði um koll að keyra þegar kántríkóngurinn Hallbjöm Hjartarson birt- ist á sviðinu um miðnættið. Matthías Imsland segir að miðað við þessi viðbrögð sé mjög líklegt að haldin verið hátíð i svipuðu formi að ári, enda Blönduós mjög vel í sveit settur að taka á móti gestum. Margt í boði um helgina Mikið verður að gerast á Norðvesturlandi um verslun- armannahelgina og úr mörgu að velja fyrir ferðafólk. Það er kántrýið á Skagaströnd, klassíkin í Skagafirði og Síldarævintýrið á Siglufirði. Þá er hátíðin „Ein með öllu á Akureyri”, þannig að búast má við mikilli umferð, sér- staklega ef vel rætist úr með veður, en veðurspá hefur verið að batna fyrir Norðurland hvað helgarveðrið varðar. Skagstrendingar em á fullu við að undirbúa útitónleika sem verða á pallinum við Kántribæ á laugardagskvöld- ið, þar sem m.a. gamla góða Brimkló kemur fram eftir langt hlé. í Miðgarði i Skaga- firði verða klássískir tónleikar og þar mun Helga Rós Ind- riðadóttir frá Hvítgeyrum syngja ásamt félögum sínum í Operunni í Stuttgart í Þýska- landi. Ljóst er að mikil stemnig er fyrir þessum tón- leikum enda ffábært tónlistar- fólk á ferðinni. Gömlu góðu Hljómar, Miðaldamenn og Von eru meðal hljómsveita sem spila á Síldarævintýrinu á Siglufirði en þar verður margt til skemmtunar. Þá verður vænt- anlega eins og um verslunar- mannahelgar um áraraðir gömludansaball á Ketilási á laugardagskvöld. bM KitKjiJTaw A <Aombie,<TQ^ >> Bókabúð Brynjars BÓKABÚB hefur opnar é nýjum stað, Kaupvangstorgi 1 ð Sauðárkróki BRmJAES

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.