Feykir


Feykir - 17.09.2003, Side 2

Feykir - 17.09.2003, Side 2
2 FEYKIR 31/2003 „Héraðsmót Skagfírðinga“ Lítið hefur farið fyrir al- mennum töðugjaldahátíðum í Skagafirði á þessu sumri og má kannski segja að þáttaskil hafi orðið hvað það varðar núna í haust. í hugum flestra var ábyggilega héraðsmót framsóknarmanna aðaltöðu- gjaldahátíðin fyrrum, haldin um langt árabil ævinlega helg- ina í kringum 25. ágúst, ef pistilritara bestur ekki minni. En síðan gerðist það að hesta- menn settu brennureið sína einmitt á þessa helgi, siðsum- ars árið 2000. Þetta varð til þess að aðsóknin snarminnk- aði á héraðsmótið og fram- sóknarmenn ákváðu að reyna ekki framar að keppa við brennireiðina, og breyttu um form með sína héraðshátíð, þannig að hún hefur ekki ver- ið svipur hjá sjón frá því áður var. En núna brá svo við að engin brennireið var haldin, enda Fákaflugið um miðjan á- gúst á Vindheimamelum, þátt- takan hafði minnkað á brenni- reiðinni og hestafólki fannst það helst til stutt gaman að þurfa að hætta sinni dagskrá um miðnætti, en þar sem ald- urdrefing var mikil í brenni- reiðinni fékkst ekki leyfi fyrir lengri samkomutíma. - En kannski eru fleiri á- stæður fyrir því að breinnireið- in verður, ef að líkum lætur, ekki lífseigt fyrirbrigði í Skagafirði, líklega sú helsta að í upphafí var ekki lagt upp með að þessi samkoma skilaði fjármunum til félaga eða mótshaldara. Þetta var trúlega of umfangsmikil samkoma til þess að hún yrði haldin ár eft- ir ár án fjárhagslegrar afkomu. En nú er það spumingin hvort að Skagfirðingar ættu ekki að reyna að koma af stað framtíðar töðugjaldahátíð, sem yki á fjölbreytnina í við- burðum í héraðinu á sumri hverju. Það mætti kannski hugsa sér að endurvekja hér- aðsmótin, og þá ef til vill í nýrri mynd. Einhver var að tala um að þar sem samkomu- lagið væri orðið svo gott milli framsóknar og sjálfstæðis á landsvísu og það vom einmitt þessi félagasamtök sem stóðu fyrir héraðsmótunum fyrruin, að þeir gætu bara sameigin- lega, jafnvel með tilstyrk fleiri, haldið sameiginlegt hér- aðsmót, „héraðsmót Skagfirð- inga”. Og þá mætti vel hugsa sér að ekki yrðu einungis um kvöld- eða nætursamkomu að ræða, heldur yrði einhver hestaatriði að deginum og jafnvel íþróttakeppni yngra fólksins, til að kynslóðabilið yrði nú brúað á héraðsmóti. Þessar vangaveltur em sett- ar á blað til umhugsunar, því sjálfsagt em margir ekki sáttir við það að almennar töðu- gjaldahátíðir, síðla ágústmán- aðar, skuli kannski heyra sög- unnni til í Skagfirði? Frá Brennireið Skagfirðinga. Strandvegurinn að verða klár Miklar ffamkvæmdir hafa staðið yfir við Strandveginn á Sauðárkróki í sumar. Þær vom unnar í samstarfi Sveitarfélags- ins Skagafjarðar og Vegagerð- arinnar. Verktaki er fyrirtæki Rögnvaldar Ámasonar, Norð- urtak ehf á Sauðárkróki og undirverktaki við frárennsl- islagnir Vélaleiga Símonar Skarphéðinssonar. Helstu verkþættir við framkvæmdina em gerð sjóvamargarðs alls um 1200 m að lengd, fram- lenging á ffárennslislögnum og uppfylling svæðisins innan gijótgarðsins. Heildarkostnað- ur við ffamkvæmdimar á þessu ári nemur liðlega 100 milljón- um króna. Dæluskipið Perlan vann að dýpkun Sauðárkrókshafhar og í hagræðingarskyni var samið um að dæla alls 30.000 rúmmetmm af sandi inn fyrir gqótgarðinn til uppfyllingar. Nokkmm erfiðleikum var bundið að koma dæluskipinu að garðinum og því tók lengri tíma að fylla á svæðið af þeim sökum. Astæðan var gmnn- sævi ffaman við garðinn en skipið gat aðeins komið að garðinum á flóði í mjög kyrru veðri. Aðrir verkþættir við ffamkvæmdimar gengu einnig vel og vom verktakar á undan áætlun þrátt fyrir mikið um- fang verksins. Sem dæmi má nefna að í gijótvömina fóm um 35.000 rúmmetrar af grjóti, sem að stærstum hluta var sótt í Flatatungunámu á Kjálka. Auk gijóthleðslu var ekið um 40.000 rúmmetmm af efni í fyllingu innan gijótgarðsins og ffamlengdir um 250 metrar af ffárennslislögnum. Innan fárra ára er fyrirhug- að að leggja sniðræsi innan við grjótgarðinn en það verður safnræsi fyrir allar útrásir sem nú liggja beint í sjó ffam. Safh- ræsið verður liður í að draga úr mengun við ströndina og til að mæta þeim kröfum sem gerðar em um ffárennslislagnir í þétt- býli. Gerð sniðræsis innan við gijótgarðinn hefur ekki verið tímasett að hálfu sveitarfélags- ins, enda er um að ræða mjög kostnaðarsama ffamkvæmd og henni mun fylgja mikið rask innan nýja gijótgarðsins. Af þessum sökum var í upphafi verks ekki fyrirhugað að færa Strandveginn úr núverandi legu götunnar, þar sem grafa þarf að nýju í ffamtíðargötu- stæði Strandvegarins við ffá- gang sniðræsis. Þar sem sú framkvæmd hefur ekki verið tímasett að hálfu sveitarfélagsins hefúr Vegagerðin þrátt fyrir allt, á- kveðið að færa Strandveginn í nýtt vegstæði innan við grjót- garðinn. Vegagerðin mun síðar þurfa að mæta þeim kostnaði sem fylgir greftri í götustæðið þegar lagning sniðræsis verður ákveðin. Við ákvörðun Vega- gerðarinnar um að leggja í þann fómarkostnað sem fylgir færslu götunnar, var fyrst og ffemst horft til þess að auka umferðaröryggi um Strand- veginn með því að færa götuna ffá húsabyggðinni og einnig að rétta af legu götunnar. En vegna fyrirsjáanlegs graftrar í götustæðið innan fárra ára verður ffágangur Strandvegar- ins miðaður við bráðabirgða- ffágang, sem hefúr í för með sér að gatan verður lögð með tjömbundinni klæðningu í stað malbiks og notast verður við bráðabirgðatengingu inn á göt- una á norðurenda svæðisins. Það mun síðan ráðast af ffam- kvæmdafé á næsta ári hvort að hafist verður handa við ffá- gang reiðvegar og göngustígs sem lagðir verða milli götunn- ar og gijótgarðsins. Nú þegar hefúr strandlengja Króksins batnað til muna og þegar að framtíðarfrágangi svæðisins innan garðsins verð- ur að fúllu lokið, er óhætt að segja að bylting til batnaðar hafi átt sér stað við sjávarsíðu bæjarins. Þessi fféttagrein var skrifúð að stærstum hluta af Jóni Magnússyni starfsmanni Vega- gerðarinnar. Áskrifendur góðir! Munið að greiða seðlana fyrir áskriftargjöldunum. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Sítnar: 453 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. og feykir@simnet.is Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Áskriftarverð 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.