Feykir - 19.11.2003, Side 5
40/2003 FEYKIR 5
Það þarf klókindi til að
komast ferða sinna fatlaður
í tilefhi Evrópuárs fatlaðra
ákvað stjóm Sjálfsbjargarfé-
lagsins i Skagafírði að minna á
ferlimálin. Af því tileifii var
Arsæli Guðmundssyni sveitar-
stjóra boðið að eyða hluta síð-
asta föstudags í hjólastól og var
farið í nokkrar af helstu þjón-
ustustofnunum á Sauðárkróki.
Eftir að hafa þvælst um í stóln-
um á þriðja tíma sagði sveitar-
stjórinn að þetta hefði verið
mjög lærdómsrík reynsla og
greinlega væri víða úrbóta
þörf.
Það kom sem sagt í ljós að
víða er pottur brotinn hvað
ferlimálin varðar og sumsstað-
ar er hreinlega gjörsamlega ó-
mögulegt að fara um á hjóla-
stól, eins og t.d. í Safnahúsinu,
sem er alveg vonlaus bygging
hvað það varðar, og byijuðu
vandræðin strax úti á bílastæð-
inu, þar sem úrtak úr kantsteini
er fjærst húsinu, og það úrtak er
slæmt eins og á flestum stöðum
í bænum, óvandað og óhentugt
fyrir hin smáu ffamhjól hjóla-
stólsins, enda varð sveita-
stjórinn víða að bakka upp á
gangstéttir, sem er vitaskuld
gjörsamlega ómögulegt. Þá er
það áberandi við gangbrautir
að ekki hefur verið gert ráð fyr-
ir að hjólastólafólk geti farið
beint að eða ffá gangbraut,
hreinlega eins og það ætti ekki
að fara þar um. Sumsstaðar
hefur hreinlega gleymst að
merkja bílastæði fötluðum,
eins og við sýsluskrifstofuna
og lögreglustöðina. Eins og á
mörgum stöðum er þröskuldur
og útidyrahurð, slæm fyrir
hjólastólafólk á sýsluskrifstof-
unni og hreinlega ekki hægt að
komast inn um aðaldyr á lög-
reglustöðina.
Það kom greinilega fram í
þessari för sveitarstjórans að
það þarf talsverð klókindi til að
ferðast um á hjólastólnum, eins
og t.d. þegar hann festi sig
milli borða í heimilsffæðistof-
unni í Árskóla, en Árskóli er
einn þeirra staða sem ómögulgt
að fara um innanhúss á hjóla-
stól, enda er lyffan víst í þeim
áfanga skólans sem eftir er að
byggja-
Og þó Ársæll sveitarstjóri
eiga að heita í ágætis formi, var
úthaldið farið að þijóta eftir
baráttu við skábrautir sem víða
voru með of miklum halla, erf-
iðar útidyrahurðir sem oft
þurfti að bakka inn urn og
þannig mætti áfram telja.
„Það er mjög gagnlegt að
kynnast þessum málaflokki og
nú hef ég vonadi þessi mál í
huga þegar ráðist verður í
framkvæmdir sem sveitarfé-
lagið hefiir um að segja. Það er
greinilega ekkert auðvelt að
fara um í hjólastólnum og ég
skynja nú betur hvað fatlaðir
Ársæll að fara afturábak í gegnum enn einar útidyrnar. Þóra
„lífvörður“ var ávallt til taks.
þurfa að búa við”, sagði Ársæll
sem naut aðstoðar Þóm Jóns-
dóttur ffá Óslandi, eins stjóm-
armanns í Sjálfsbjargarfélag-
inu, sem ætíð var tilbúin að
hlaupa undir bagga ef sýndist
að sveitarstórinn væri á leiðinni
á bakið í stólnum.
Þeir staðir sem farið var um
á þessum hjólastólatúr vom:
Ráðhúsið, Árskóli, Heilsu-
gæslan, Skagfírðingabúð, Vín-
búðin, Apótekið, Safnahúsið,
Landsbankinn, Pósthúsið, Hár-
greiðslustofan Kúnst og Sauð-
árkróksbakarí. Landsbakinn
skar sig nokkuð úr hvað að-
gengi fyrir fatlaða er gott, „til
fyrirmyndar“, eins og sveitar-
stjóri komst að orði.
Ársæll sveitarstjóri í góðum félagsskap þeira Báru og
Steinars í endurhæfingarstöðinni á Heilbrigðisstofnunni, þar
sem aðkoman var mjög góð. utan einna sturtudyra.
Sveitarstjóri í öruggum höndum Braga Haraldssonar hús-
varðar og Kára Maríssonar kennara, sem bera hann milli
hæða í Árskóla, í kjallarann í heimilisfræðistofuna.
að sjálfsögðu aldrei haff sig í
að fara yfir heiðina nema af
þessu tilefni. Allir vom dauð-
þreyttir en reynslunni ríkari
heldur betur. Hreyfmgin er
svo mikilvæg og því em
gönguferðimar að verða svo
vinsælar.”
Hvemig sýnist þér ffarn-
tiðin vera í ferðaþjónustunni?
„Við eigurn óplægðan
akur í hráefninu, en ef mögu-
leiki á að vera að lifa af þessu,
þurflim við að lengja tímabil-
ið, bæta við svona þrernur
mánuðum til að verði eitt-
hvað vit i þessu. Við t.d get-
um engu bætt við yfir sumar-
ið nema þá fara í fram-
kvæmdir, t.d. auka við hús-
næðið, en það strendur ekki
undir sér ef við notum það
bara tvo til þijá mánuði. Kúf-
urinn í gistingu í dag em tveir
mánuðir, frá miðjum júní
fram í miðjan ágúst. Það er
svo einfalt mál. Við þurfum
líka sífellt að skapa meiri fjöl-
breytni og fylgjast með, því
tíðarandinn breytist. Ég var
að tala um hvað göngufólkinu
hefur fjölgaó gífurlega. Ég
hef trú á að innan nokkurra
ára verði mikil aukning á
ferðafólki um Tröllaskag-
ann.”
Innritun á vorönn 2004
Innritun á vorönn 2004 lýkur 10. desember n.k.
Enn eru nokkur herbergi laus á heimavist á vorönn.
Nemendur og forráðamenn eru hvattir til að kynna sér verðlagningu
heimavista því verðmismunur getur skipt verulegum upphæðum fyrir
heimilin.
Sérstök athygli er vakin á því að vélavarðanám og nám á iðnbraut
vélsmíði (5. önn) verða starfrækt, ef næg þátttaka fæst.
Þeir sem hafa sveinspróf í vélsmíði geta sótt þetta nám með frjálsri
mætingu í samráði við brautarstjóra.
Innritun í utanskólanám fer fram samhliða.
Innritun og upplýsingar á skrifstofu skólans í sírna 455-8000 eða á
heimasíðu skólans www.fnv.is.
Skólameistari.
NOS'*4