Feykir


Feykir - 24.03.2004, Blaðsíða 1

Feykir - 24.03.2004, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Áform um hitaveitu bæði til Skagastrandar og í Akrahreppinn Uppi eru áform um hitaveituffam- kvæmdir bæði í Skagafirði og í Húna- vatnssýslu. Annarsvegar er hugað að því að leggja hitaveitu í Akrahrepp, sem yrði samstarfsverkefni Skaga- fjarðarveitna og Akrahrepps og hins- vegar er rætt um að legga hitaveitu ífá Blönduósi til Skagastrandar, en það mál var rætt á fundi sveitarsþ'óma stað- anna nýlega. Svo er að sjá á fundargerðum Skaga- f]arðar\'eitna að það styttist i að veitur- nar ráðist í að leggja hitaveitu um hluta Akrahrepps. Á fundi 17. febrúar sl. var farið yfir útreikninga vegna lagningar hitaveitu í Akrahreppi á milli Flugu- mýrar og Uppsala. Stjóm Skagatjarða- veitna samþykkti á íundinimi að óska eftir samningaifmdi við sveitarstjóm Akrahrepps. Á fundi hinn 2,mars sl. var farið yfir stöðu mála ásamt Krist- jáni Jónassyni endurskoðenda KPMG á Sauðárkróki, en á fundinn vom mætt- ir af hálfu Akrahrepps Agnar Gunnars- son oddviti, Þorleifur Hólmsteinsson, Þórarinn Magnússon, Svanhildur Páls- dóttir og Margrét Óladóttir. Sam- komulag liggur fyrir varðandi kostnað- arskiptingu framkvæmdarinnar. Hreppsnefhd Akrahrepps mun vinna áffam að málinu. Hreppsnefnd Höfðahrepps og bæj- arstjóm Blönduóss héldu sameiginleg- an fund i Kántrýbæ fimmtudaginn 11. mars sl. Á fundinum var fjallað um ýmis sameiginleg mál en aðalefni fundarins var kynning Wilhelms Steindórssonar verkffæðings á for- sendum þess að leggja hitaveitu ffá Blönduósi til Skagastrandar. Á vef Skagastrandar kemur ffam að umræður um hitaveitumálið hafi verið líflegar og margt í skýringum Wil- helms sem vakti áhuga á nánari skoðun á því máli. Samþykkt var að hvor sveitarstjóm skipi tvo fulltrúa til að ræða um ffainhald málsins og önnur sameiginleg hagsmunamál sveitarfé- laganna. Innbrotið á Hofsósi fyrir hálfum mánuði Rannsókn miðar vel Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki miðar rannsókn vegna innbrots á Hofsósi, sem átti sér stað fyrir hálf- um mánuði, mjög vel. Lögreglan er komin á sporið og er reiknað með að málið upplýsist að fullu innan skamms. Brotist var inn í grunnskólann á Hofsósi og stolið þaðan þrettán tölv- um. Svo virtist sem þama hefðu verið á ferð aðilar sem þekktu vel til stað- hátta, en engu að síður mun þetta mál hafa teygt anga sína út fyrir héraðið. Um helgina vom 22 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í um- dæmi lögreglunnar á Sauðárkróki. Sá sem hraðast ók mældist á 149 km. á klukkustund í Blönduhlíðinni. —ICTcH^íff chjDÍ— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Sjálfsagt finna Ieikskólabörnin á Glaðheimum fyrir því að vorið er í námd. Þau voru á gönguferð í gær, stödd við gatnamótin á Freyjugötunni á leið- inni í Ráðhúsið við Skagfirðingabraut gegnt Faxatorginu. Gönguleiðir fá styrki Ferðamálaráð úthlutaði nýlega styrkjum úr umhverfissjóði sínum fyrir þetta ár. Styrkimir skiptast í þijá verk- efnisflokka: minni verkefni, fjölsótta ferðamannastaði og uppbyggingu nýrra svæða. Fimm verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki í flokki minni verk- efha, en að þessu sinni var meginá- hersla styrkveitinganna á uppbyggingu gönguleiða. Þessi verkefhi hlutu styrki: Merking gönguleiða á Skaga milli Sauðárkróks, Blönduóss og Skagastrandar, umsækj- andi Anvest, kr. 300.000. Merking sögustaða í Vatnsdal, umsækjandi Jón Gíslason, kr. 200.000. Aðgengi að fuglaskoðunartjöm við Gauksmýri, umsækjandi Gauksmýri ehf, kr. 300.000. Merking og uppbygging gönguleiða í Kolugljúfri, umsækjandi Húnaþing vestra, kr. 300.000. Upp- bygging gönguleiða umhverfis Siglu- §örð, umsækjandi Anvest kr. 200.000. I flokkunum fjölsóttir ferðamanna- staðir og uppbygging nýrra svæða fengu engin verkefni af Norðurlandi vestra styrki í þessari úthlutun, utan að Hveravellir fengu rúma milljón í gerð salema og til að bæta aðgengi fatlara. Alvarlegt slys Rúmlega tvítugur karlmaður slasað- ist alvarlega þegar hann missti stjóm á bifhjóli sínu með þeim afleiðingum að hann keyrði á gám og hentist síðan utan í gáminn. Hjólið lenti ofan á mannin- um. Maðurinn var ekki með hjálm, en slysið átti sér stað í iðnaðarhverfmu á Sauðárkróki síðdegis á föstudag. Hinn slasaði var fluttur með sjúkra- bíl til Akureyrar og þaðan með sjúkra- flugi til Reykjavíkur. Að sögn vakthaf- andi læknis á gjörgæsludeild Landspít- alans í Fossvogi hlaut maðurinn alvar- lega höfuðáverka en þegar síðast fréttist var hann kominn á almenna deild á Landsspítalanum og er á batavegi. jfjff bílaverksfæði Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur \ Sími 453 5141 ^Bílaviðgerðir Hjólbarðavidgerdir 0 Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.