Feykir - 24.03.2004, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 11/2004
Hagyrðingaþáttur 379
Heilir og sælir lesendur góðir.
Þar sem vorveður hefur nú ríkt marga
síðustu sólarhringa þegar þessi þáttur er
skrifaður er tilvalið að byrja á þessari
ágætu vísu eftir Stefán frá Hvítadal.
Þér sem hefúr þunga borið
þráða gleðifregn ég ber,
bráðum kemur blessað vorið
bráðum glaðnar yfír þér.
Ólína Jónasdóttir hugsar í svipaða
átt er hún yrkir svo.
Allir strengir óma af þrá
eftir sól og gróðri.
Ég hef lengi lifað á
léttu vetrarfóðri.
Bjöm S. Blöndal í Grímstungu mun
hafa ort þessa.
Ekkert gengur auðnu nær
auðs upp fengur rættur.
Sami er ég drengur sem í gær
sár - og engu bættur.
Önnur vísa kemur hér sem ég held
að sé einnig eftir Bjöm.
Því var oft við ólánsströnd
auðnu brotið farið.
Og þá sem réttu hlýja hönd
hef ég frá mér barið.
Meðan núverandi stjórarsamstarf er
við líði má vel rifja upp þessa vísu
Sveins Bjömssonar bónda í Hvammi í
Dölum.
Aumt nú gerist aldarfar
einkavæðing hér og þar.
Illa þokkuð er og var
íhaldsstjóm og ffamsóknar.
Þá kemur næst sléttubandavísa eftir
Jóns Jónsson frá Eyvindarstöðum.
Mjallaskelli fræin fá
fjalla svella hlíðar.
Skallar velli góa grá
gallar hrella tíðar.
Illt tíðarfar hefúr verið er Jón orti
svo.
Grillir víða varla spönn
vill nú prýði skakka.
Fyllir hríð í óðaönn
illvíg, hlíðarslakka.
Ein snjöll hringhenda í viðbót eftir
Jón.
Skini hallar, ljós fær lent
ljúft að fjallabaki,
daggarfall í reifar rennt
rós á vallarþaki.
Ein húnvetnsk vísa kemur hér í við-
bót og er höfúndur hennar Angantýr
Jónsson.
Viljans besta vinarhönd
veganesti býður.
Þó að bresti þankans bönd
þegar mest á ríður.
Það mun hafa verið Böðvar Guð-
laugsson sem setti saman eftirfarandi
fúndargerð.
Ragur er að ijúfa þögn
og reifa mál á fúndum.
En gæti sjálfsagt gapað ögn
gáfúlegar stundum.
Trúlega hefúr það verið í tengslum
við kosningar sem Indriði á Fjalli orti
svo.
Ekkert gott um Odd ég hermi
eitt er samt,
sína lofar hann upp í enni
öllum jafnt.
Ekkert gott sér Oddur temur
eitt er samt,
engan svíkur hann öðmm ffernur
allajafnt.
Affur skal leitað til húnveskra hag-
yrðinga og mun það vera Vilhjálmur
Benediktsson ffá Brandaskarði sem er
höfúndur að þessari.
Oft mér hugljúft yndi bar
ómþýð ljóðahending.
Hún í eijum vetrar var
vöm og þrautalending.
Nokkuð bjart hefúr verið ffamund-
an er Villi orti svo.
Undið glaða árgeislar
að oss laða kunna.
Eyðir skaða ótíðar
einmánaðar sunna.
Ein vísa kemur hér enn eftir Vil-
hjálm.
Efla margt til unaðar
inn við hjartarætur,
miklu skarti merlaðar
mánabjartar nætur.
Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á
Skálpastöðum mun hafa ort svofellda
lýsingu á samferðamanni.
Um hans galla yfirleitt
ætla ég að þegja.
Þá er því miður ekki neitt
eftir til að segja.
Um sveitunga sinn einn yrkir Þor-
steinn svo.
Nú er margt í heimi hart
holdsins artir brenna.
Helgi í Snarta hár og smart
hyggur djarft til kvenna.
Langar mig svo til að hvetja lesend-
ur að mmska nú aðeins og vera svo
væna að senda þættinum nýjar eða
gamlar vísur, sem ég gæti þá birt smá-
saman eftir þörf hveiju sinni. Gott er að
leita þá til Þorsteins á Skálpastöðum
með lokavísuna.
Þeir sem sækja messu mest
og mjög um trúmál þrefa.
Öðmm hafa sjaldan sést
syndir fyrirgefa.
Veriði þar með sæl að sinni.
GuðmundurValtýsson,Eiríksstöðum,
451 Blönduósi, sími 452 7154.
Undir Borginni
Sérhagsmuna
græðgin grimm
Hinar mjög svo afgerandi hrókering-
ar innan valdakerfís viðskiptalífsins að
undanfömu, hafa sýnt ólíklegustu
mönnum ffam á þörfína á skýrum leik-
reglum. Ætla mætti að skynsamlegast
hefði verið af stjómvöldum að byija á
þvi að setja fastar leikreglur, áður en
boltinn var gefinn upp fyrir markaðs-
leikinn og góssið gefið úr nkisbúinu, en
af einhveijum ástæðum fórst það fyrir.
Stundum getur leikgleðin greinilega
orðið svo mikil að allt fari í handaskol-
um. Þannig fer ekki síst þegar menn
telja sig hafa baktryggingar fyrir því að
þeir hafi allan völlinn til einkanota, og
þá getur reyndar líka auðveldlega svo
farið að sparkað sé í ranga aðila. Og þá
gerist hið sérkennilega, að þeir sem
vom upphafsmenn að leiknum, fara að
dæma hina fyrirsjáanlegu ffamvindu
hans með gagnrýnum hætti. Þeir hinir
sömu ættu auðvitað að snúa gagnrýn-
inni að eigin verkum, ef þeir vilja vera
sjálfúm sér samkvæmir. En það er
kannski ekki talin nein sérstök þörf á
þvi!
Það fer ekki leynt að það er mikil
græðgi fyrir hendi í þjóðfélaginu, eink-
um innan hópa í viðskiptalífinu, sem
virðast telja sig hafa fengið skotleyfi til
flestra hluta.
Öll er græðgin óþjóðleg,
undan trausti grefúr.
Hún í mörgu á versta veg
valdið tjóni hefúr!
Margföldunarstuðull eðlilegrar sam-
skiptaþróunar í þjóðfélaginu er allur að
fara úr skorðum því flest tekur núorðið
afgerandi mið af því að skila hagnaði i
hlöður sem em fleytifúllar fyrir. Hinar
reikningslegu forsendur breytast svo á
vcn'i veg þegar menn em ekki lengur
jafnir fyrir lögunum og vald peninganna
er í síauknum mæli látið segja til um
manngildið:
Sérhagsmuna græðgin grimm
greinilega í skiptum sést.
Tvisvar sinnum tveir em fimm
og tíu þegar lætur best!
Allt er metið til verðs í flaumiðu
markaðshyggjunnar og sumir virðast
tilbúnir að selja úr sér sálina ef einhver
vill kaupa. Og eitt er víst, að það er
sama hversu aum sálin er, það verður
alltaf einn kaupandi fyrir hendi:
Ýmsir hóflaust auðinn tigna,
ergist hugsun gróðasjúk.
En þeim er nær að salta en svigna
er selja líf úr eigin búk!
Það þarf kunnáttu Sæmundar fróða
og Kolbeins Jöklaskálds til að forðast
allar þær Kölskasnömr sem flækjast
fyrir fótum manna í dag í þjóðfélagi þar
sem gullkálfúrinn er sannarlega kominn
á gamla stallinn sinn:
Landsins vættir sitja í sorg,
sígur gengi byggða.
Stundað er urn bæi og borg
brottkast þjóðardyggða!
II.
Nýlega var merkilegt opnuviðtal í
Mogganum við þekktan bæjarstjóra úti
á landi. Þar talaði viðkomandi um nauð-
syn þess að nota ágóða af farsælum at-
vinnurekstri til uppbyggingar heimafyr-
ir. Auðvitað var þetta mjög gáíúleg nið-
urstaða hjá manninum en þó hefúr
sennilega sumum þótt margt orðið
breytt frá fyrri tið. ísfirðingar ýmsir
hefðu því getað hugsað með sér „bragð
er að þá bamið finnur“.
En alltaf er samt gott að heyra og
finna að menn séu að þroskast og taka
framfömm. Og sannarlega er það rétt-
lætismál að hinar dreifðu byggðir og
íbúar þeirra fái að njóta þess sem
ávinnst og sjái afraksturinn ganga til
vaxandi uppbyggingar heimafyrir:
Fljótt i gegnum gæfúskil
gullvæg áhrif streyma,
ef menn nota arðinn til
uppbyggingar heima!