Feykir


Feykir - 12.05.2004, Blaðsíða 2

Feykir - 12.05.2004, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 17/2004 Skagfirðingar á móti eldri norðlenskra kóra Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði tók þátt í ijölmennu kóramóti eldri borgara sem haldið var í Siglufjarðarkirkju sl. laugar- dag. Auk Skagfirðinganna sungu „Sólseturskórinn” á Húsavík, Kór félags eldri borgara á Akureyri, „Mímis- kórinn” kór eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrisey og heimamenn á Siglufirði í Vor- boðakómum. Hver kór söng allt að sex lög og væntanlega hefur þetta velfullorðna söngfólk komið mörgum á óvart, enda var söngurinn yfir það heila mjög góður. Sólseturskórinn á Húsaavík reið á vaðið og þeir hafa alltaf verið músíkkalskir Þingeyingamir. Akureyring- amir komu næstir með sinn fjölmenna kór og nokkra kunna stórsöngvara í sínum röðum, Dalvíkingamir komu þamæst og réðust ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur. Skagfirðingamir voru næstsíðastir og greinilegt að Pál Szabo er að gera góðu hluti með kórinn. Söngurinn hreint með ágætum, margar góðar raddir, og ekki ónýtt að hafa jafnmagnaðan einsöngv- ara og Þorberg Skagfjörð Jós- epsson sem nýtur sín greini- lega vel í kómum og söng lag- ið „Þökk fyrir bömin” með miklum ágætum. Síðastir vora síðan Vorboðamir frá Siglufirði, fámennasti kórinn, en var samt mjög skemmti- legur á að hlýða, undir stjóm „öldungsins” Sturlaugs Krist- jánssonar, eins og Sveinn Bjömsson formaður kórsins orðaði það. Kaupfélag Skagfirðinga Verkstæðin verði undir sama þaki Fiskar í Bamabóli í undirbúningi er að koma fyrir á sama stað öllurn þjón- ustuverkstæðum KS. j máli kaupfélagstjóra á aðalfúndi á dögunum kom frarn að með því gefist færi á betri þjón- ustu við viðskiptavini og ekki síst auknum sveigjan- leika á síbreytilegum tímum. Vonir standa til að á næstu vikum náist samkomulag við skipulagsyfirvöld varðandi lóðamál og annað er málið varðar. Rekstur þjónustuverk- stæða gekk misvel á árinu. Gott gengi var á Vélaverk- stæðinu, hinsvegar var vera- legt tap á rekstri bifreiða- verkstæðis. Rekstur flutningafyrir- tækisins Vörumiðlunar gekk vel á árinu og vora heildar- tekjur rúmar 200 milljónir. Skipaafgreiðsla KS og Vöra- miðlun hafa verið samrekin frá síðasta ári og til skoðunar er að koma Vörumiðlun fyrir með sína starfsemi ásamt Skipaafgreiðslunni á einn stað. Það er talið gefa meiri möguleika til samnýtingar og bættrar þjónustu við við- skiptavini. Rekstrartekjur Element vora 153 milljónir á síðasta ári sem er nokkur aukning frá fyrra ári, en reksturinn var erfiður eins og almennt í greininni. Kór félags eldri borgara í Skagafirði syngur í Siglufjarðarkirkju. Sfldarminjasafnið á SigluJSrði Hlaut evrópsk s afnaverðlaun „Þetta er gríðarlegur heiður og auglýsing fyrir safnið og styrkir stöðu þess á alla lund. Ekki er hægt að hugsa sér betri opinbera viðurkenningu á safn- starfi. Það er ótrúleg gæfa að lenda í svona stöðu, en það var Safnaráð íslands sem útneftidi Síldarminjasafnið í þessa keppni”, segir Örlygur Krist- finnsson forstöðumaður Síld- arminjasafhsins sem um helg- ina vann til evrópsrkra safna- verðlauna. Það er félagsskapurinn Eo- uropian Musium Forum sem í 30 ár hefúr staðið fyrir verð- launaviðurkenningum til evr- ópska safna. Verðlaununum er skipt í þijá flokka. í fyrsta flokki, þar sem um fomminja- söfú er að ræða, hlut spánskt safú aðalverðlaun, fomminja- safnið í Alicante. í næsta flokki sem nær meira yfir minja- og sögusöfú hlaut Síldarminjasafn- ið gullverðlaun og í þriðja flokknum sem eru verðlaun á vegum Evrópuráðsins, komu verðlaunin í hlut heilsugæslu- safnsins Edime í Tyrklandi.. Uppbygging Síldarminja- safnsins hefúr verið ótrúleg frá upphafi. Um þessar mundir er m.a. verið að byggja upp báta- húsið, þar sem Týr SK mun skipa öndvegi, en þar á undan var byggt bræðsluhús, sem er saga síldarverksmiðjanna, fyrstu stóriðju íslendinga. Vorboöakórinn undir stjórn Sturlaugs Kristjánssonar söng einnig vel. Síðasta vetradag bar vel í veiði hjá bömunum á Bama- bóli á Skagaströnd. ísak Karl 6 ára og pabbi hans, hann Tryggvi komu með nokkuð af veiðinni á Amari HU-1 í leik- skólann til að sýna bömunum. Fiskamir voru af mörgum stærðum og gerðum. Þorskur, skata, skötuselur, gulllax, háf- ur og pétursskip komu upp úr pokanum ásamt fleiri fúrðu- dýrum. Vinsælastur var háfúr- inn, hann var svo stór og skrýtinn, en skötuselurinn var samt ljótastur. Eins og myndinber með sér var þetta vinsæll viðburður. Það eru þauElmar Jóhann og Linda Rún sem eru að skoða einn fiskinn. L. ói táó fréttablað á Norðurla ndi \ estra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftarverö 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box4,550 Sauðárkróki. Símar:453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.