Feykir


Feykir - 12.05.2004, Blaðsíða 4

Feykir - 12.05.2004, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 17/2004 „Við hvern stað og bæ sem leggst í órækt eða eyði skreppur landið saman og þjóðin verður fátækari“ Jón Bjarnason annar frá vinstri á Hólahlaði ásamt nokkrum þingmönnum Norðurkjördæmanna, Kristjáni L. Möller, Guðjóni A, Kristjánssyni og Jóhanni Arsælssyni. Einn skeleggasti baráttumaður landsbyggðarinnar og þessa kjör- dæmis inn á Alþingi um þessar mundir er án efa Jón Bjamason. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart þeim sem þekkja til starfa Jóns og kunnastur er hann fyrir hvemig hann reif Hólastað upp á sínum tíma. Mig minnir að það hafi verið Dúddi heitinn á Skörðu- gili sem sagði það einvem tíma við þann er þetta ritar, að Jón Bjama- son sé tvímælalaust mesti dugnað- arforkur að koma málum áfram, sem nokkru sinni hafi komið í Skagafjörð, það sanni starf hans á Elólum. Gott ef það var ekki e nmitt þegar verið var að vígja nýju fjárhúsin, sem Dúddi sagði þetta, á sömu stemnings stundu og hann dró Halldór Blöndal þáver- andi landbúnaðarráðherra með sér afsíðis í eina króna til að gefa hon- um að súpa úr fleyg sínum. Þegar Feykismaður hitti Jón Bjama- son og átti við hann spjall á dögunum, kom okkur saman um að ræða ekkert um stjórnmálaástandið að sinni og ekki í neinu að víkja að því argaþrasi sem ríkir í þinginu þessa daga. Strandamaður í báðar ættir „Ég er fæddur í Asparvík i Stranda- sýslu, sem er nánar tiltekið í Kaldra- neshreppi nokkru fyrir noraðan Hólmavík og Bjamarljörð. Ég er Sírandamaður í báðar ættir og af því að mönnum er hugleikið galdrasetrið á Ströndum, þá em margir góðir „galdra- menn” í mínurn ættum, bæði hagleiks- menn, alþýðulæknar og sjósóknar. Móðir mín, Laufey Valgeirsdóttir er fiá Norðurfirði og móðurfólk mitt býr í Ámeshreppi og víðar. Faðir rninn var Bjami Jónsson, fæddur á Svanshóli i Bjamarfirði, og var náfrændi Guðjóns Ingimundarsonar á Sauðárkróki, sem lést nýlega. Fjölskyldan lifði að stómm hluta af þvi sem fékkst úr sjónum. Þegar kom ffamundir 1950 varð rnikill aflabrestur í Húnaflóanum, sennilega fyrir ofveiði togara hvarf fiskurinn af miðunum. Þar með var brostinn búskapur fyrir svo stóra fjöldskyldu sem við vomm, þá vom í heimili 14-15 manns, en við systkinin orðin níu. Faðir minn fór að svipast eftir bújörð og komust á snoð- ir um að stórbýlið Bjamarhöfh á Snæ- fellsnesi væri til sölu. Þetta varð til þess að við ákáðum að flytja ffá Asparvík. Það var vorið 1951, þegar ég var sjö ára. Bjamarhöfn var í raun heil kirkjusókn sem hafði farið í eyði og sameinast í einni bújörð. Fað- ir minn tók reyndar hákarlabátinn sinn, Síldina sem nú er til sýnist i Bjama- höfn, með sér til hinna nýju heimkynna og þar stunduðum við veiðar á sel, grá- sleppu og fleiru, samhliða búskapnum, áffam var byggt á sjósókninni. I kennslu og búskap Þegar ég lauk námi í búnaðarhá- skólanum í Ási í Noregi 1970 fór ég að kenna á Hvanneyri jafnffamt því að við hjónin hófum búskap í Bjamar- höfn, á móti foður mínum og bróður, Ég brann í skinninu að sýna það í verki sem ég hafi lært af bókum. Þá ríkti mikil bjartsýni meðal bænda, geysileg- ur kraftur var í framkvæmdum og fé- lagslífi í sveitum á þessum tíma. Við byggðum fjárhús fyrir liðlega 700 fjár, stórar votheyshlöður og ræktuðum tún og engi. Þetta vom góð ár. Á þessum ámm vom miklar hrær- ingar í skólamálum og kröfúr um menntun jukust, áherslur breyttust og margar skólastofnanir fjömðu uppi, svo sem héraðs- og húsmæðraskólar sem höfðu verið dreifðir um landið. Sömu örlög virtust einnig bíða einna elstu menntastofnunar bænda, Hóla- skóla, sem sýndist eiga erfitt með að svara kröfúm tímans. Svo fór að árið 1979 var tekin pólitísk ákvörðun að leggja skólahald af á Hólum í nafni hagræðingar og spamaðar. Ég hafði kornið heim að Hólum sem unglingur á skólaferðalagi vorið 1958, með Ólafi Hauki Ámasyni sem þá var skólastjóri í Sfykkishólmi. Atvikin höguðu því svo til að síðan kem ég ekki aftur heim að Hólum fyrr en vorið 1981 og þá sem nýráðinn skólastjóri. Úrslitatilraun á Hólum Mörgum Norðlendingum hugnaðist það illa að sjá skólahald á Hólum leggjast niður i annað sinn og skipuð var skólanefnd undir forystu Gísla Pálssonar á Hofi í Vatnsdal, og þeir sem þá tóku á voru ekki á því að láta Hóla fara í eyði baráttulaust. Ríkis- stjóm Gunnars Thoroddsen komst til valda 1980 og þingmenn Norðurlands- kjördæmis vestra vom mjög áberandi innan hennar og réðu bæði landbúnað- ar- og fjármálaráðuneyti, Pálmi Jóns- son og Ragnar Amalds. Þeir vildu gera úrslitatilraun að bjarga skólanum og þannig atvikaðist það að ég var ráðinn. Ég tók við hreinu borði, ef svo má að orði komast, engir nemendur og öllu starfsfólki hafði verið sagt upp og ég ásamt því fólki sem ráðið var til starfa hafði tækifæri til að byggja skól- ann aftur upp frá gmnni. Ég var mjög lánsamur með fólk frá byijun. Kona mín Ingibjörg Kolka, sem er fædd á Blönduósi og Húnvetningur í aðra ætt, og bömin, og þessi hópur sem ráðinn var til starfa ásamt nemendunum, myndaði eins og eitt stórt heimili og á þeim gmnni var skólinn byggður upp að nýju. Á handahlaupum Skagfirðingar tóku mér vel ffá bytj- un, en mér var ljóst að margir vom vantrúaðir á að endurreisn Hóla væri möguleg og gilti þá jafnt með ná- granna mína og kerfisliðið fyrir sunn- an. Og auðvitað gekk maður undir manns hönd til að segja mér hvemig ég ætti að haga mér svo að vel færi í Skagafirði. Ég átti að vera með hesta- kerm aftan í bílnum til að falla inn í umhverfið en það skipti ekki máli hvort það var hestur í kerrunni. Eftir annríkt sumar heppnaðist að setja skólann haustið 1981 með 27 nemendum sem var góður árangur miðað við svo stuttan fyrirvara, skólinn var fúllsetinn. Það var reyndar allt unn- ið á miklum handahlaupum að ná þess- ari skólasetningu en hún skipti miklu fyrir Hóla, það var stóratburður að skólahald var hafið að nýju, Ég var bú- inn að semja mjög andríka og fallega ræðu fyrir athöftiina, en eitthvað var ég á sprettinum þannig að þegar ég kom í stól Hóladómkirkju hafði ég gleymt henni heima, svo það sem ég flutti var allt annað en ætlað hafði verið, en það fór samt allt mjög vel. Það var saga og helgi Hólastaðar sem leiddi mig þangað og jafhframt löngunin til að efla þá sýn og samfélag sem mér stendur næst. Við hvem stað og bæ sem leggst í órækt eða eyði þá skreppur landið saman og þjóðin verð- ur fátækari. Þessi sama sýn og sömu gildi voru leiðarljós mín á Hólum jafnt sem við búskapinn í Bjamarhöfn. Þess- ar sömu hugsjónir drifú mig svo í ffamboð fyrir Vinstri græna eftir nærri 20 ára starf á Hólurn. I öngþveiti nútímans, þjóðfélagsróti og gengdarlausri peningjahyggju er mikil nauðsyn á að standa vörð bæði um manngildið og náttúruna og beijast fyrir því samfélagi sem við viljum búa okkur og niðjum okkar, en sú barátta er í sjálfú sér eilíf. Bernskuminningar Asparvík liggur fyrir opnu hafi og þótti nú ekki góð bújörð, en faðir minn var útvegsbóndi og lífsbjörgin kom úr hafínu. Veður gátu komið ofl skyndi- lega inn Húnaflóann, og ef að heyrðist hár hvinur í lofti þá var okkur krökkun- um smalað inn í hús og öllum hurðum lokað. Og jafúan innan nokkurra mín- úta var brostin á blindhríð, þetta gat skollið á eins og hendi væri veifað. Mér er líka minnissætt uppboðið í Asparvík, áður en við fluttum þaðan. Það var ekki hægt að taka alla búslóð- ina með og við fómm með standferða- skipinu Skjaldbreið ffá Drangsnesi til Bjamarhafúar. Ég ntan eftir uppboðinu heima á öllum þeim búsáhöldum og munum sem við gátum ekki tekið með okkur. Það vom handgerðir pottar, pönnur og amboð, sem afi hafði smíð- að en hann var einstakur hagleiskmað- ur. Þetta var selt fyrir lítið og ég man hvað við systkinin vomm döpur að sjá allt þetta ókunnuga fólk vera að gramsa í eigum okkar og hafa þær með sér á brott. Kýmar vom boðnar upp og fannst okkur það sárast, þar á meðal

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.