Feykir


Feykir - 12.05.2004, Blaðsíða 3

Feykir - 12.05.2004, Blaðsíða 3
17/2004 FEYKIR 3 Athugasemd til byggðaráðs Skag. Vegna birtingar greinar í Feyki þann 5. maí 2004 um á- lyktun byggðarráðs Skagafjarð- ar um endurskoðun laga um búnaðarfræðslu og rannsóknir í þágu atvinnuveganna get ég ekki látið hjá líða að gera at- hugasemdir við þann óupplýsta málflutning og misskilning sem ályktun ráðsins greinilega grundvallast á. Verður að átelja þau vinnubrögð að frekari upp- lýsinga um málið skyldi ekki aflað áður en jafn afgerandi og afVegaleidd ályktun er sam- þykkt byggðarráð Skagafjarðar til álitshnekkis. Með þeim skipulagsbreyt- ingum sem ég hef ákveðið að hrinda í framkvæmd í mennta- og rannsóknakerfi landbúnað- arins og nú liggja fyrir Alþingi í formi tveggja lagafrumvarpa er verið að renna styrkari stoð- um undir kennslu og rannsókn- ir í landbúnaði og þar með treysta þennan undirstöðuat- vinnuveg þjóðarinnar. Verður að telja það hagsmunamál fyrir allar menntastofhanir landbún- aðarins að þær þjóni atvinnu- veginum sem best hveiju sinni. Breytingamar fela í sér samein- ingu á kröftum Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri (LBH), Rannsóknastofnunar landbún- aðarins (RALA) og Garðyrkju- skólans að Reykjum í eina öfl- uga stofnun, Landbúnaðarhá- skóla íslands. LBH og RALA hafa um árabil haft með sér náið samstarf og síðustu miss- eri starfað eftir sameiginlegri stefnumörkun. Verkefni Garð- yrkjuskólans eiga ýmislegt sameiginlegt með starfsemi þessara tveggja stofhana og því augljós ávinningur að hann skuli einnig vera felldur inn í hina nýju stofnun, sbr. nýleg á- lyktun skólanefndarGarðyrkju- skólans. Sorglegt þykir mér að menn skuli halda því ffarn að með þessum gjömingi sé verið að vega að sjálfstæði og vaxtar- möguleikum Hólaskóla. Slíkur málflutningur endurspeglar ekki hagsmuni skólans og mætti spyija hvort eitthvað annað vaki fyrir byggðarráðinu með ályktuninni. Hólaskóli er ein- hver alöflugasta stofnun land- búnaðarins og hef ég í störfum mínum lagt ofurkapp á vöxt hans og velgengni. Sú umgjörð sem sköpuð hefur verið um Hólaskóla í lögum og reglum hefur fjarri því staðið vexti hans fyrir þrifum. Hólaskóli hefur einfaldlega blómstrað og þar tala staðreyndir sínu máli. Fjár- framlög til skólans hafa farið stöðugt vaxandi og byggt hefur verið upp öflugt kennslu- og rannsóknaumhverfi á Hólum, sem stenst hvaða samanburð sem er. Hólaskóli býr við mikla sérstöðu og starfar innan landbúnaðarins á sínum sér- sviðum, sem eru hrossarækt, ferðaþjónusta og fískeldi. Þess- ari verkaskiptingu er ekki ver- ið að breyta með tilkomu Land- búnaðarháskóla íslands. Vöxt- ur sérsviða Hólaskóla er slíkur að ffamtíðannöguleikar skólans virðast glæsilegir hvemig sem á málið er litið. Því vil ég vinsamlega biðja byggðarráð um að kynna sér staðreyndir málsins betur og hverfa frá málflutningi sem virðist einungis til þess fallinn að ala á afbrýðisemi og minni- máttarkennd. Slíkt á sér engan rökstuðning því framtíð Hóla- skóla er björt. Hólamenn horfa að því ég veit björtum augum á ffamtíðina og um starfsemina á Hólum er mikil samstaða hjá þingi og þjóð og ég hef hingað til átt mjög gott samstarf við sveitarstjóm Skagafjarðar og vona að svo verði áfram. Guðni Ágústsson. Á árum áður komu sumir menn undir sig fótunum efna- hagslega með því að eignast góðan bíl. Þórður Eyjólfsson, Doddi í Stóragerði í Skaga- firði, var einn af þeim. Það var pallbílinn Stúdí beiker árg. 1942. Doddi sem ermikill bíla- áhugamaðurmissti svo afþess- um bíl og hefur lengi staðið í því að hafa uppi á einhveijum svipuðum, til að bæta við í bílasafnið í Stóragerði. Fyrir skömmu tókst honum að út- vega sér Stúdí beikar árg. '44 ffá Kanada. Hann renndi með hann á Sæmundargötuna um daginn og var þá á leiðinni austur yfir með bílinn í spraut- un til Þorvaldar á Sleitustöð- um. „Það var allt vitlaust haustið 1945 þegar ég mætti með þennan bíl upp í Skarðsveginn, Hraunadalinn fyrir ofan Al- menninga í vegagerðina hjá Lúðvík Kemp. Eg var fljótur Doddi frá Stóragerði við Stúdíbeikerinn frá lýðveldisárinu. Góður bíll sem kom fótunum undir marga að læra að dreifa vel úr hlöss- unum og þetta varð til þess að bændumir vom sendir heim ineð hestana. Þeir vom náttúr- lega ekki ánægðir með það og sumir óskaplega reiðir, og ég var hissa hvað Kemp fiillorð- inn maðurinn stóð þetta af sér. Nokkmm árum seinna þegar ég skipti um bíl, keypti Pálmi í Hagkaup þennan bíl af mér. Pálmi notaði hann mikið við að keyra út vömm í póstveslun- inni sem kom undir hann fót- unum, þannig að þessi bíll gagnaðist vel, enda olli hann byltingu í vegagerðinni í Skarðinu. Eftir þetta missti ég af bíln- um og var alveg búinn að gef- ast upp á að fínna einhvem svipaðan þegar ég fyrir tilvilj- un rakst á auglýsingu á netinu. Þetta var norðarlega í Kanada og hann var víst búinn að standa inni í skemmu í ein 20 ár og það var verið að taka til í einhverju dánarbúi. En ég er búinn að laga hann til fyrir sprautun og hann verður orð- inn algjört augnayndi þegar hann kemur frá Þorvaldi”, sagði Doddi og þama bætist einn eðalvagninn enn við glæsilegt bílasafh þeirra feðga í Stóragerði. Þess má geta að Feykir hefur fregnað að þeir feðgar Doddi og Gunnar í Stóragerði stefni að því að efna til bílasýningar í nýju skemmunni á Jónsmessunni í vor. Samvinnub&kin og KS-bókii# Tveir góðir kostir KS-bókin er með 4,50% vexti, bundin I 3 ár og verðtryggg < Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 5,0%, Ársávöxtun 5,06% Innlánsdeild-J±5~

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.