Feykir


Feykir - 12.05.2004, Page 6

Feykir - 12.05.2004, Page 6
6 FEYKIR 17/2004 Hagyrðingaþáttur 382 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman er að byija þáttinn að þessu sinni með fallegri vísu eftir hinn snjalla ferðagarp og góða hagyrðing, Hallgrím Jónasson. Ljúfi hljómur lækjarmál leyst úr dróma klaka heyri ég óm úr okkar sál í hans rómi vaka. Önnur vísa kemur hér eftir Hall- grím. Mörgum verða minnisstæðar myndimar frá bamæskunni, meðan em endurvæðar æskuslóðir hugsuninni. Þá kemur næst vísa sem mig langar lil að biðja lesendur að gefa mér upp- lýsingar um ef þeir kunna hana. Held ég að hún muni vera ættuð úr Skaga- firði og er trúlega ort í tilefni af stóraf- mæli. Lifðu heill við svanasöng á sólskinsbjörtum leiðum, ævin verði aldrei löng inni á þessum heiðum. Þrátt fyrir að mig gmni að þessi á- gæta vísa Theódóm Thoroddsen hafi áður birst í þættinum, er gaman að rifja hana upp og gæti þá kannski glatt þá sem yngri em og hafa áhuga á vísnagerð. Þegar landsins þoma mið og þijóta vinatryggðir. A ég veröld utan við allar mannabyggðir. Gísli skáldið frá Eiríksstöðum yrkir svo um góðan reiðhest. Flýgur leið sem ör af álm á flugskeið að vana, út þú breiðir ægishjálm yfir reiðhestana. Önnur vísa kemur hér eftir Gísla. Lifnar vonin ljúf og mild lækki mótgangsandinn. Ertu sál mín eitthvað skyld öldunum við sandinn. Þungt hefur verið yfir skáldinu er hann yrkir svo. Veikur þrái ég draumadvöl daginn má því skyggja. Næturbráin byrgir svöl blóm sem dáin liggja. I þeirri næstu sem vel á við þann tíma sem nú fer í hönd er skáldið með aðra sýn. Úti þó að allt sé kalt á ég nóg af vonum. Leysi snjóinn lifnar allt líður að gróindonum. Að lokum ein vísa í viðbót eftir Gísla, sem vel á við í dag (4. maí) þeg- ar þessi þáttur er í smíðum, en versta hríðarveður hefur verið í mest allan dag. Þraut er norðra þrælatak við þýðan sumarblæinn. Sárt er mér að sjá á bak sól um miðjan daginn. Hinn kunni hagyrðingur og grinisti Birgir Hartmannsson á Selfossi mun vera höfúndur að þessari. Mynd ég gref úr minjasjóði mýkt í skrefi, leik við taum. Þetta stef úr lifsins ljóði ljóma veftir fagran draum. Staddur á hestamannamóti tók Birg- ir eftir sérstaklega hárprúðri stúlku sem sýndi einn gæðinginn. Af því tilefni varð til eftirfarandi vísa. Gaman fmnst oss fljóðið sjá fáksins örva gæði. I sama takti til og ftá taglinu slá þau bæði. Eitt sinn er hestamenn á Selfossi voru á heimleið eftir að hafa drukkið jónsmessukaffi í Þjórsárveri, en leiðin er um 15 km löng, orti Birgir. Hvað sem öllum eyktannörkum leið. Einar sat á pelavönum fola, enda treindist átta tíma reið út að Selfossi frá læknum Vola. Að lokum þessi vísa Birgis sem ort var þegar hann gekk fram hjá tjaldi kunningja síns á hestamannamóti. Hér mun tíðkað taumaskak talsvert skrítið, og sumir fá að taka á bak fyrir lítið. Pétur Jónsson frá Eyhildarholti yrk- ir svo um pólitíska stöðu síns tíma. Stöfnum vendir stjómarknör stýrt er af hendingunni. Fólk með blendið bros á vör bíður í lendingunni. Páll Guðmundsson frá Holti á Ásum yrkir á meðan allra veðra er von. Bítur kjúkur kyljan hörð kælir búki þínum, Ennþá stijúka él um jörð jötun lúkum sínum. Mig langar að biðja lesendur að senda þættinum efni sem þeir kynnu að hafa í fórum sínum. Þakka ég jafhffamt fyrir það sem nú nýlega hefur borist. Gott er að leita til Páls frá Ilolti með lokavísuna. Sá sem rúm í hjarta hefur hann á jafnan ráð á skjóli. Kotið bestan greiða gefúr gakktu ffam hjá höfúðbóli. Veriði þar með sæl að sinni. GuðmundurValtýsson, Eiriksstöðum, 451 Blönduósi, sími 452 7154. Félagsþjónusta Skagafjarðar í samvinnu við göngudeild SÁÁ Varla fyrirfmnst sá maður á jarð- kringlunni, svo fúllkominn, að hann hafi ekki einhvem tíma bmgðist annað- hvort sjálfúm sér eða öðmm, einu sinni eða oftar. Það fylgir vanlíðan því að bregðast. Það fólk sem þarf að líða fyr- ir þetta, jafnvel á hveijum degi, er fólk- ið sem hefúr ánetjast áfengi eða vímu- efnum. Hver kannast ekki við það að hafa heyrt kunningja sinn tala umþað eða jafnvel sjálfan sig, að það sé þessi skömm sem fylgi því að vera fúllur á þeim tíma sem maður helst af öllu vildi vera með sjálfúm sér. Það er þetta að bregðast, jafnvel sjálfúm sér. Það er sjálfsagt ein af þessum vöggu- gjöfúm sem mörgum láist að þakka, einmitt það að lenda ekki í þessum vanda sem óregla leiðir af sér og eyði- leggur lífið fyrir viðkomandi einstak- lingi og bitnar ætíð á hans nánustu. Þeg- ar ritari þessa pistils var á leiðinni um bæinn í síðustu viku, að dreifa Feyki til blaðbera og á sölustaði, í leiðindaveðri, þar sem gekk á með blautri hríð og hagléli á víxl, þá kom út úr dimmunni gamall kunningi reikull í spori. Hann sagðist vera orðinn of seinn og þyrfti að komast niður í bæ, í bankann og á rak- arastofúna. „Geturðu nokkuð skutlað mér niður í bæ, ég væri þér mjög þakk- látur”, sagði maðurinn. Og auðvitað var ekki nema sjálfsagt mál að aka honum í bæinn sérstaklega þegar veðrið var svona og hann illa búinn, og þegar hann var sestur inn í bílinn þá leyndi áfengis- lyktin sér ekki. Það var talað um hvað maður væri nú alltaf góður drengur, og þetta venjubundna drykkjutal um það að allir væm að dæma alla án þess að hafa efni á því. Hann sagðist hafa feng- ið sér frí í dag, til að koma ákveðnum hlutum í verk. Sá gmnur læddist að mér að hann væri að skrökva, og sjálfsagt liði honum ekki vel með það að vera fúllur í dag. En svona er það, að þegar bukkus er búinn að ná tökunum, þá em menn alltaf að bregðast sér og sínum. Félagsþjónusta Skagafjarðar er í samvinnu við SÁÁ á Akureyri að bjóða upp á viðtöl og aðra göngudeildarþjón- ustu sem hægt er að veita á staðnum og inni á Akureyri. Þetta byggist á því að einu sinni í mánuði kemur Hörður J. Oddfríðarson ráðgjafi til Sauðárkróks og er með viðtalsþjónustu í Ráðhúsinu. Næsti viðtalstími verður þriðjudag- inn 18. maí kl. 14-18. Tímapantanir em í Ráðhúsinu. „Þessi þjónusta er bæði fyrír al- kohólista, hvort sem þeir hafa farið í meðferð eða ekki, þurfa á því að halda eða ekki. Hugmyndin byggir á því að það er alltaf verið að reyna að auka þjónustuna án þess að þurfa að leggja fólk inn á spítala, þetta er svona angi af því. Auðvitað em þessir viðtalstímar ekki síður fyrir aðstandendur þeirra sem em í vanda með áfengis- og vímuefna- neyslu. Eg er búinn að koma í tvígang á Krókinn og það hefúr gengið mjög vel. Þessir tímar hafa verið nýttir og svo hef- ur fólk komið í ffamhaldi af því inn á Akureyri og sótt sér meiri þjónustu. Fólk er ekki ennþá búið að fá allar upp- lýsingar um þessa þjónustu, þetta er svona að byrja og fer vel af stað. Fólki virðist líka það að geta sótt þessa þjón- ustu nær heldur en fjær. Á göngudeild SÁÁ á Akureyri er öll almenn viðtalaþjónusta virka daga frá kl. 9-16 nema á þriðjudögum 8-12. Síð- an er hópstarf, eftirfylgni og meðferðar- hópar, s.s. kvennahópur á mánudögum klukkan fimm og karlahópur á mið- vikudögum kl. fimm. Blandaður hópur á fimmtudögum kl. fjögur, stuðnings- hópar frá mánudegi til fimmtudags kl. 11-12, unglingahópur (17:00 til 18:00 á Hörður J. Oddfríðarson. fimmtudögum. Fræðsludagskrá er hald- ið úti, alla miðvikudaga kl. 18,15 er fyr- irlestur og annan mánudag i hveijum mánuði kl. 18,15 er sérstakur fyrirlestur fyrir foreldra þeirra unglinga sem eiga við þennan vanda að striða. Einn mánu- dag í mánuði kemur læknir frá Vogi með fyrirlestur og svo fyrsta mánudag í mánuði er kynningarfúndur um SÁÁ. Svo hef ég verið með námskeið, bæði helgamámskeið og einstaka sinnum í miðri viku líka. Námskeið fyrir alko- hólista í bata var um síðustu helgi og námskeið um meðvirkni verður 22.-23. maí. Þá hef ég verið með námskeið við spilafíkn einu sinni. Þess má svo að lok- um geta að þessi námskeið verða haldin aftur næsta haust og ffam eftir vetri.”

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.