Feykir


Feykir - 23.06.2004, Blaðsíða 8

Feykir - 23.06.2004, Blaðsíða 8
23. júní 2004,23. tölublað, 24. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill ©s Sími: 453 6666 VlE Sími: 453 6622 likilvægt skólamannvirki Grunnskólinn Hofsósi Sparkvöllurinn verður Frá vígslu Bjarmaness. Mynd/Ágúst Þór Bragason. Endurgerð Gamla skólans lokið Af þeim 12 sparkvöllum sem úthlutaðir voru til Norður- lands í sparkvallarátaki KSI á dögunum, kemur trúlega eng- inn sér eins vel og sá sem Hofs- ósingar eiga að fá, en hann kemur til með að nýtast mjög vel sem skólamannvirki, enda ekkert íþróttahús á Hofsósi og aðstaða sú til íþróttakennslu sem notast hefúr verið við í fé- lagsheimilinu íremur bágborin. í skólaslitaræðu á dögunum kvaðst Bjöm Bjömsson skóla- stjóri vonast til að farið yrði í að undirbyggja sparkvöllinn í sumar, þannig að unnt yrði að leggja gervigrasteppið á síð- sumars eða í haust. Af umræð- um á sveitarstjómarfúndi ný- lega að dæma er ekkert útlit fýr- ir að sparkvöllurinn komi á Hofsós á þessu ári, það verður væntanlega ekki fýrr en á því næsta, en sparkvallarátak KSI nær einmitt í þessum áfanga til þessa og næsta árs. Það var Grunnskólinn á Hofsósi og ungmennafélagið Neisti sem sóttu um sparkvöll- inn í sameiningu, en einnig var sótt urn völl á Hólum, sem ekki fékkst i þessum áfanga. Ekki var sótt um neinn völl á Sauðár- króki núna, en þar er lítill gervi- grasvöllur við Árskóla, sem er ákaflega vel nýttur. Bjöm Bjömsson skólastjóri á Hofsósi segist fastlega reikna með því að þegar farið verði í völlinn á Holfsósi, verði lagðar hitalagnir undir völlinn, þannig að seinna meir þegar hitaveita verði komin á Hofsós verði hægt að koma upp sjálf- bræðslukerfi í vellinum. „Ég trúi því að það sé bara tíma- spursmál hvenær heitt vatn finnist héma í nágrenninu og því verði veitt hingað. Það er t.d. verið að bora við Kýrhot núna”, sagði Bjöm Bjömsson. Sem kunnugt er em það sveitarfélögin sem sjá um að út- búa undirlag fýrir sparkvellina, en grasteppið er gefið að KSI og mun þegar þar að kemur fara flokkur um landið sem leggur grasteppið á sparkvellina. Ekki em til peningar fyrir þessu á fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fýrir þetta ár, en miklum peningum er veitt á þessu ári til undirbúnings Landsmóts UMFÍ og dregur það að sjálfsögðu úr möguleik- um ti! frmkvæmda á þeim svæðum sem ekki tengjast mótshaldinu. Gamli skólinn á Skaga- strönd, Bjarmanes, var vígð- ur eftir endurbyggingu sl. laugardag 19. júní. Fjölmenni var viðstatt vígsluna, en það var Lárus Ægir Guðmunds- son sem afhenti Adolf Bernd- sen oddvita Höfðahrepps lykla að húsinu. Fram kom í máli manna við vígsluna að með endurgerð Bjarmanes hafi verið unnið þrekvirki í varðveislu gamalla húsa á Skagaströnd. Endurbætur við Gamla skól- ann hófúst vorið 2003 og á því ári var húsið allt gert upp að utan en á þessu ári hefúr verið unnið að endurbótum innan- dyra. Það er Trésmiðja Helga Gunnarssonar sem hefúr annast verkið. I Bjarmanesi verður í sumar rekið menningarkaffihús sem hlotið hefúr nafnið Kaffi Við- vík, eftir veitingastofú sem rek- in var á Skagaströnd á næstsíð- ustu öld, frá 1860 vel á þriðja áratug, samkvæmt upplýsing- um Magnúsar Jónssonar sveit- arstjóra. Það verða þær Sigrún Lárusdóttir, Dagný Sigmars- dóttir og Kristín Kristmunds- dóttir sem standa að rekstri Kaffi Viðvíkur. Samhliða vígslu hússins var sett upp sýning á ljósmyndum Guðmundar Kr. Guðnasonar um mannlíf á Skagaströnd. Endurbætumar á Bjarmanesi vom kostaðar af Höfðahreppi. Húsnæðið er ætlað fýrir fjar- námsmiðstöð að vetrinum, Námsstofúna. Flísar - flotgólf múrvlðgerðarefni Aðalsteinn J. Maríusson Sími: 453 5591 853 0391 893 0391 Frá skemmtun hjá Grunnskólanum á Hofsósi. Jónsmessuhátíð á Hofsósi um helgina Hofsósingar halda sína Jónsmessuhátíð um næstu helgi, en hátíðin er orðin árleg- ur viðburður. Hún hefst við Vesturfarasetrið síðdegis á föstudag þegar opnuð verður sýning handverkshópsins Fléttunnar. Jónsmessuganga verður síðan ffá Höfða út í Þórðarhöfða undir leiðsögn Friðriks bónda og að lokinni þéttri dagskrá á laugardag lýk- ur Jónsmessuhátíðinni með stórdansleik Upplyftingar í Höfðaborg. Meðan göngufólk er úti í Höfðanum er knattspymuleik- ur á Hofsósi og boðið verður síðan upp á kjötsúpu í Höfða- borg fýrir þreytt göngufólk. Dagskráin á laugardagsmorg- un hefst svo í hesthúsahverfinu þar sem Svaðakonur efna til kvennareiðar og þar er hægt að fá leigða hesta. Um hádegis- bilið er komið að bömunum, sem smalað verður á heyvagn og haldið í Ævintýralandið, þar sem farið verður í leiki og ævintýrapersónur koma í heimsókn. Um þijúleytið verður vígslu- hátíð í Stóragerði þar sem opn- að verður formlega samgöngu- minjasafn þeirra feðga Þórðar og Gunnars. Upp úr miðjúm degi hefst síðan grillveisla við Höfðaborg, þar sem einnig er útimarkaður og fleira. Á laugardagskvöld, fýrir Upplyffingarballið, verður kvöldvaka í Höfðaborg með söng, glensi og gríni. Félagar úr Leikfélagi Hofsós sína gamanþátt, Rögnvaldur hinn gáfaði verður með uppistand, ræðumaður kvöldins og sitt- hvað fleira verður til skemmt- unar. Þannig að greinilegt er að fólk ætti að geta skemmt sér vel á Jónsmessuhátíðinni á Hofsósi. toyota :: tryggingainiðstöðin :: kodak express :: bækur og ritföng :: ljósritun í lit :: gormar og plöstun :: fleira og fleira bókabúdin BOKABUÐ BRYNcJARS BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUÐÁRKRÓKUR SlMI 453 5950 FAX 453 5661 bokabud@skagafjordur.com - -fipjr ana í ^joisKíioltinnj'.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.