Feykir - 23.06.2004, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 23/2004
Það var svo mikið keppnisskap í þeim
Þegar ritstjóri Feykis var að hefja sinn blaðamannsferil
fyrir tæpum 20 árum, þá hjá blaðinu Degi á Akureyri,
sem á þeim tíma var með útibú á Sauðárkróki, var alltíð-
ur gestur á ritstjóminni Tryggvi nokkur Guðlaugsson ffá
Lónkoti í Sléttuhlíð, sem þá var kominn vel á fullorðins-
ár og lést svo fyrir nokkrum árum. Tryggvi hafði ákaf-
lega gaman af að segja ffá og var sögumaður góður.
Stundum hafði hann líka samband án þess að vilja koma
einhveiju á prent, svona til gamans, eins þegar hann
hringdi einu sinni af sjúkrahúsinu á Króknum og var þá
að segja ffá vandræðum sínum með stofúfélagann, sem
þóttist hafa ráð undir rifi hveiju sem gagnast gæti vel við
þjóðfélagsvandanum öllum. „Hvað heldurðu að hann
hafi uppástaðið klukkan hálftólf í gærkveldi. Ekkert ann-
að en það að hann vildi endilega að ég hringdi fyrir sig í
Davíð Oddsson”, sagði Tryggvi, en hann var alla tíð heit-
trúaður Sjálfstæðismaður.
Sögumaðurinn Tryggvi Guðlaugsson í Lónkoti á leið á nýárs-
fagnað félagsmálaráðs Sauðárkróks fyrir allmörgum árum.
Tryggvi segir hér frá ungmennafélagsskemmtunum í Fljótum
og Sléttuhlíð vel fyrir miðja síðustu öld.
Pistilritari man það að
Tryggvi hafði óskaplegan á-
huga á því að koma á framfæri
frásögn af vorskemmtunum
sem haldnar vom í Fljótum og
Sléttuhlíð til skiptis um árabil,
en á þessum tíma var lítið um
skemmtanir, kannski ein eða
tvær yfir sumarið, og því þótti
þetta mikil upplyfting.
„Það var á ámnum þegar
lagning vegarins fram í Fljótin
stóð yfir og unnið að undirbún-
ingi Stífluvirkjunar, sandur og
steypumöl vom flutt á pallbíl-
um neðan úr Haganesvík. Einn
af vömbílstjórunum sem þama
var að vinna var Herbert sonur
Ásgríms á Tjömum vega-
vinnuverkstjóra.
Þegar vorskemmtun Fljóta-
manna á Ketilási var á næsta
leiti orðuðu þeir það við Her-
bert að ekki væri verra að hann
gæti smalað fólki úr Sléttuhlíð-
inni og komið með það á
skemmtunina. Hann lét þessi
boð út ganga um hreppinn og
varð uppi fótur og fit hjá ung-
mennunum. Það var svo mikið
af ungu fólki hjá okkur í Fells-
hreppi þá, að það var auðvelt
að fylla pallinn á bílnum. Á
pallinum vom engar grindur,
bara kaðlar sem fólkið hélt sér
í og svo hvert í annað, og
þannig fórum við held ég um
20 manns. Þetta leit út fyrir að
vera lífshættulegt, en Herbert
var hreint snillingur að keyra
og á leiðarenda komumst við
heilu og höldnu. Þá minnir mig
að vegurinn hafi ekki náð
lengra út eftir en að Ketilási,
ekki hafi verið búið að tengja
veginn til Siglufjarðar yfir
Skarðið sem þá var unnið að.
Raðað sér á línuna
Ég man alveg eins og það
hafi gerst í gær, að þegar við
komum á Ásinn var leikurinn
byrjaður og við rukum auðvit-
að strax til að horfa á. Við röð-
uðum okkur öll á kantinn og
fómm að fylgjast í spenningi
með leiknum. Þetta var alveg
nýtt fyrir okkur að sjá fótbolta-
leik, en þama vom Fljótamenn
að etja kappi við flokk ffá
Siglufirði. En við vomm tmfl-
uð frá leiknum af ungri og fal-
legri stúlku frá Tungu, Hulda
held ég að hún hafi heitið, og
var hún með kassa sem í vom
merki, aðgöngumiðar á
skemmtunina. Þetta vom borð-
ar í fánalitunum og það var á-
kaflega snyrtilegt að næla þetta
í barminn.”
Tryggva verður þegar hér er
komið tíðrætt um ffammistöðu
eins Fljótamannsins, Bjöms
Stefánssonar á Þverá, sem hafi
staðið sig vel í vöminni hjá
Fljótamönnum og komið í veg
fyrir að Siglfírðingar næðu að
skora mörk.
„Bjöm var snillingur á öll-
um sviðum. Hann var skiða-
maður með afbrigðum, einhver
allra besti skíðamaður sem
Fljótamenn hafa átt. Ég man
effir að þegar ég var að læra á
fíðlu á Helgustöðum hjá Gunn-
laugi, að þá var verið að æfa sig
alla daga á skíðum út á Ket-
ilási. Ég fór aldrei á skiðaæf-
ingu, var með svo léleg skiði,
æfði mig bara á fiðluna.
Bændurnir í þessu líka
En þegar fótboltaleiknum á
Ketilási var lokið, var haldið í
félagsheimilið og þar tekið til
við skemmtanir og góðgerðir.
Þegar líða tók á kvöldið og
gestimir höfðu notið veiting-
anna og skemmtidagskráin var
tæmd, tóku liprir strákar til við
nikkuspil og ekki leið á löngu
þar til dansgólfið var þéttskip-
að. Mig minnir að bílstjórinn
okkar hann Herbert hafi a.m.k.
verið einn þeirra sem spilaði
fyrir dansinum. Það vom allir
voða ánægðir og skemmtu sér
vel á þessum vorfagnaði.
Það má segja að vor-
skemmtanir Fljótamanna og
annarra sveita í nágrenninu
hafi orðið til að ýta undir stofn-
un ungmennafélags í Fells-
hreppi. Og þessi ferð okkar í
Fljótin varð til þess að strák-
amir í Sléttuhlíðinni fóm að
tala um að æfa fótbolta og
einnig var farið að nauða í okk-
ur í ungmennafélaginu að
mæta til keppni, þá aðallega af
Fljótamönnum. Það vom
mestu vandræðin hjá okkur, að
okkur gekk erfiðlega að finna
stað fyrir fótboltavöll. En þá
sagði Jón heitinn á Heiði. „Allt
í lagi strákar, þið getið fengið
túnið hjá mér.” Það var renni-
sléttur flötur fyrir neðan húsið.
Síðan var farið að æfa og strák-
amir spörkuðu alveg eins og
vitlausir menn. Ég hef hvergi
heyrt eða séð annað eins kapp
og bændumir vom komnir í
þetta líka. Ég man eftir Júlíusi
Geirssyni sem þá var á
Syðsthóli, Heiðarpiltunum sem
þá vom margir ungir menn,
Heiðdal, Stefáni og Guðjóni.
Eiður á Skálá fór aldrei í þetta,
en hann leiðbeindi strákunum
svolítið og var dómari á æfing-
um. Ég sjálfúr fór aldrei í þetta
heldur, gat það ekki. En ég
hafði gaman af að vera við-
staddur og sjá aðfarimar, þær
vom kostulegar.
Margir vildu heyra í Óla Jó
Auðvitað kom að því, að
það þurfti að halda skemmtun
til að sýna þessi ósköp, og efht
var til skemmtunar í húsinu á
Heiði nýbyggðu. Á þessari
skemmtun sem heppnaðist
mjög vel, var húsfyllir, auk
hreppsbúa, fólk utan úr Fljót-
um og alla leið innan úr Hofs-
hreppi. Svo víðfrægt var þetta
að bændumir væm famir að
keppa í fótbolta, þetta þótti al-
veg fúrðuverk. Bjöm á Þverá
var nú í markinu hjá Fljóta-
mönnum og milli strauranna
hinum megin stóð nafni hans
frá Felli. Áhorfendur höfðu
ekki síst góða skemmtun af að
fylgjast með þessum tveim
mönnum og einhveijir höfðu á
orði að þetta væm eins og bim-
ir úr dýraríkinu. Svona var
mikil keppni í þeim, þetta var
alveg eins og slagur.
Nú var ekkert með það að
þessi samskipti milli sveitanna
héldu svona áfrarn, með gagn-
kvæmum heimsóknum á vor-
skemmtanimar. Var farið að
fitja upp á ýmsu til að hafa ein-
hvem pening út úr þessu. Ólaf-
ur Jóhannesson á Brúnastöð-
um, seinna alþingismaður og
ráðherra, var þá við nám í Há-
skólanum og kom heim til
sumardvalar á vorin. Var
bmgðið á það ráð að fá Ólaf til
að halda fýrirlestur og ég man
alveg nákvæmlega eftir því að
það var á Heiði sem hann talaði
í fyrsta skiptið. Þetta varð auð-
vitað til þess að margt fólk kom
gagngert til að hlýða á Ólaf og
þess vegna kom fleira fólk á
skemmtunina en ella. Allir lof-
uðu og dásömuðu skemmtun-
ina, sem fór vel fram og ekkert
út á ölvun að setja.
Svo kom röðin næst að
Fljótamönnum með sína
skemmtun að Ketilási og
þannig gekk þetta næstu fimm
sex árin. Seinna á mikilli
skemmtun í skólahúsinu á
Skálá hélt Ólafúr aftur erindi.
Það var farið að líða dálítið á
vorið þegar þessi skemmtun
var haldin. Samgöngumar
höfðu aukist heldur og
þónokkuð gekk á. Þetta var
með seinustu vorskemmtunun-
um sem sveitamenn þama út
frá komu saman á, til að etja
kappi í íþróttum og skemmta
sér síðan saman á eftir.
Ágætu Skagfirðingar - takíó þátt !
Æ
Landsmót UMFI er á næsta leítí
Landsmótió er mót okkar allra og ég fyrir hönd Landsmótsnefndar hvet ykkur til að
leggja okkur lið og hjálpa vió hin ýmsu verkefni sem framundan eru.
Verkefnin eru bæói stór og smá og henta öllum.
Komið á skrifstofu Landsmótsnefndar að Víóigrund 5 á Sauðárkróki
eða á hina ýmsu staði þar sem skráningarblöó liggja frammi og skráió ykkur á þar
til geró eyðublöó. Einnig bendi ég á heimasíðu okkar landsmotumfi.is
þar sem einnig er hægt að skrá sig. Þin aóstoð vegur þungt og hjálpar okkur
að gera þetta mót glæsilegt sem hlýtur að vera
metnaður allra íbúa Skagafjarðar.
ySt
Q Fh. Landsmótsnefndar UMFI
sS 00 4 Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjórí
landsmdt 453 7070 * tandsmot@umfi.is
UMFÍ