Feykir


Feykir - 23.06.2004, Blaðsíða 2

Feykir - 23.06.2004, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 23/2004 Fjölskylda Guðjóns Ingimundarsonar var mætt við vígslu stúkunnar að Sigurði Guðjónssyni undanskyldum, er átti ekki heimangengt. Frá vinstri talið Sigurbjörg, Hrönn, Svanborg, Ingimundur, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Birgir og Ingibjörg. Lengst til hægri er Gísli Gunnarsson sem veitti sætunum í stúkunni móttöku fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagaíjarðar. Mynd Valgeir Kárason. Útivistarstígur við Gauksmýrl Sundlaug Sauðárkóks Stúkan frá Guðjóni tekin í notkun Síðasta miðvikudagskvöld var athöfii í Sundlaug Sauðár- króks í tengslum við héraðs- mót UMSS sem fram fór þetta kvöld. Þá var formlega afhent gjöf ffá Guðjóni Ingimundar- syni og fjölskyldu, sæti í áhorf- endastúku sundlaugarinnar. Það var Ingibjörg Kristjáns- dóttir ekkja Guðjóns sem af- henti gjafabréfið til staðfest- ingar gjöfmni, Sigurbjörg dóttir þeirra flutti ávarpsorð og Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjómar færði fram þakkir fyrir hönd sveitarfé- lagsins Skagafjarðar. Guðjón Ingimundarson, lést á síðasta vetri, og entist því ekki aldur til að sjá þessa gjöf sem hann var búinn að undirbúa, verða að veruleika, en eins og fram kom í máli þeirra Sigurbjargar og Gísla átti sundíþróttin hug hans all- an og var ffamgangur sund- laugarbyggingarinnar á Sauð- árkróki sérstakt baráttumál hans. Auk þess sem aðstaða áhorfenda við sundlaugina batnar verulega með nýju sæt- unum sem alls eru 220, er ný- búið að mála sundlaugina og mun hún því skarta sínu besta þegar að sundkeppni lands- mótanna kemur. Guðjón Ingimundarson var forstöðumaður Sundlaugar Sauðárkróks frá byggingu hennar 1957 til 1986 og sund- kennari í Skagafirði 1940- 1990. Guðjón vann gífurlega mikið og fómfúst starf í þágu íþróttamála í Skagafirði og þó einkum sundíþróttarinnar. Þá átti Guðjón um árabil sæti í bæjarstjóm Sauðárkróks og í stjóm Ungmennafélags Islands. Hann var af lífi og sál áhuga- maður um íþróttir og félagsmál sem þeim tengdust. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var tekinn í notkun fyrsti á- fangi útivistarsígs fyrir hreyfi- hamlaða við Gauksmýrartjöm í Húnaþingi vestra. Gauksmýrartjöm er endur- heimt votlendi með fjölbreyttu fúglalífi rétt sunnan þjóðvegar- ins. Þar er mikið um endur, gæsir og álftir. Einnig hafa sést þar lómahjón, rauðhöfðapar, flórgoðapör, húsendur ásamt kríu, óðinshana og fleiri al- gengari tegundum fugla. Fuglaskoðunaraðstaða, hús með kiki og fúglabókum hefúr verið útbúin. Með tilkomu úti- vistarstígs fyrir hreyfihamlaða stendur þessi náttúruperla öll- um opin. Það em Ferðamálafélag Vestur-Húnavatnssýslu og landeigendur á Gauksmýri sem standa saman að þessari fram- kværnd. Margir aðilar styrktu gerð stígsins: Pokasjóður, Eignarhaldsfélag Brunabótafé- lags Islands, Össur. Ferðamála- ráð styrkti pallagerð við fúgla- skoðunarhús, Umhverfis- og landbúnaðarráðuneyti og land- eigendur sáu um endurheimt tjamarinnar. Friðlýsingarsjóður Nátturuvemdarráðs hannaði fuglaskoðunaraðstöðuna. Hönnun og lagningu útivistar- stígs annaðist Flosi Eiríksson. Auglýsið í Feyki Deilt um keisarans skegg? Þegar ffarn líða stundir og sagnfræð- ingar fara að rýna í Islandssöguna, þá verða væntanlega þetta ár og liðin miss- eri með þeim sérkennilegustu hvað ým- iss mál varðar. Þar ber væntanlega hæst sú ákvörðun Forseta íslands að nýta málskotsréttinn, heimild i stjómar- skránni sem ekki hefúr verið nýtt áður í 60 ára sögu lýðveldisins. Ljóst er að þessi ákvörðun forsetans er mjög umdeild, en væntanlega kemur í ljós í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu réttmæti þess mats hans að samhljóminn hafi vantað milli þingsins og þjóðarinn- ar um fjölmiðlafrumvarpið, en áfram kunna menn að deila um það hvort þetta frumvarp hafi verið nógu stórt mál til vísa því til ákvörðunar þjóðarinnar. Ymislegt í sambandi við þetta ferli alltsaman er sérkennilegt. Til að mynda það sem örlað hefúr talsvert á í ýmsum málum á undanfömum árum, sú tilhney- ing ráðandi manna, að ef að lögin þókn- ast þeim ekki, eins og t.d. málskotsréttur forsetans, þá þurfi bara að breyta lögun- um. Reyndar má kannski líka velta því fyrir sér hvort okkar háa Alþingi sé nægjanlega í takt við tímann, svo sem með fyrrgreindu ljöhniðlafrumvarpi, hvort að ekki hafi verið tímabært fyrir löngu síðan að setja slíkt ffumvarp, þar sem að svo virðist sem almenningur sé þeirrar skoðunar að lagasetning um eignarhald á fjölmiðlum sé nauðsynleg, þó svo að sýnist að komandi þjóðarat- kvæðagreiðsla muni fyrst og ffemst ekki snúast um það atriði, heldur hvort frum- varpið sjálft gangi of langt í þá veru, eður ei. Reyndar halda margir því ffam að atkvæðagreiðslan muni að stómm hluta snúast um það að kjósendum fysi að hegna stjómarflokkunum fyrir ofors í ffamgangi málsins. Og síðan sá fyrrverandi forseti ís- lands Vigdís Finnbogadóttir ástæðu til að minna á sig, með að afþakka það að afhenda viðurkenningar í Grímunni, uppskemhátíð leiklistarfólks, af þeirri á- stæðu að það væri ekki viðeigandi að blanda forsetaembættinu við þessa há- tíð, sem kostuð væri að Baugi, þó svo að hún (Vigdís) væri ekki andstæð því fyr- irtæki. Og jafhffamt var því komið á ffamfæri að hún hefði ffekar látið kjósa um Kárahnjúkavirkun en Qölmiðla- ffumvarpið. Sú kosning hefði kannski orðið til að sameina þjóðina enn betur en ella, en að margra áliti em nú fram- kvæmdimar á Austurlandi prófsteinn á það hvort að unnt sé að snúa byggðaþró- uninni við á nýjan leik, og hreinlega bjarga landsbyggðinni. Mörgum lands- byggðamanninum lieföi sjálfsagt ekki þótt það snyðugt að ljölmennið í Reykjavík heföi getað komið í veg fyrir þessar ffamkvæmdir? - Svona má velta hlutunum fyrir sér. Það er spuming um það hvort að menn séu að deila um keisarams skegg eða hvað? Áffam virðist vera talað út og suður og haldið áffam með þá gesta- þraut sem sagnffæðingar framtíðarinnar munu glíma við. Og á 17. júní, 60 ára lýðveldisafmælinu og afinælisdegi Jóns Sigurðssonar forseta sem lýðveldis- stofnunin er jafnan kennd við, þá eyðir forsætisráðherra megintíma hátíðarræðu sinnar í það að fjalla um heimastjóm- arafmæli og þátt Hannesar Hafstein í ffelsisbaráttu þjóðarinnar. Kannski það sé vegna þess að menn séu orðnir leiðir á því á 17. júní að ræða um Jóns Sig- urðsson sem sagði það sem oft hefúr verið vitnað í „Vér mótmælum allir”. En er nokkuð leyfilegt að vera leiður á slíku á lýðveldisdeginum? ÞÁ. b. Ól íáð fréttablað á KIR Morðurlandi vcstra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftarverð 210 krónur lwert tölublað með Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvitt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.