Feykir


Feykir - 28.07.2004, Side 4

Feykir - 28.07.2004, Side 4
4 FEYKIR 26/2004 „Þó heitt væri í kolunum var samt alltaf til staðar vinátta“ Halldór sýslumanns rifjar upp minningar frá Króknum Það er kosningakvöld á Króknum og mikill ys og þys í Bifröst þar sem talningin fer fram. Hún er reyndar ekki komin af stað, því eins og stundum hefúr gerst er komin upp deila um utankjörstaðaatkvæði, gildi at- kvæða þeirra sem kærðir hafa verið inn á kjörskrána. Það hitnar í kolunum og menn eru kornnir í ham. „Ætliði virkilega að hafa kosningaréttinn af fólki”, segir einn þeirra sem harðast gengur fram. Það stefii- ir hreinlega í átök, æsingurinn er orðinn mikill. Það er ekki laust við að grípi um sig skelfmg hjá þeim yngstu í hópnum, en á endanum tekst þó að koma ró á hlutina og byrja talningu, en það hefur einmitt oft viljað brenna við að íyrstu tölur úr kosningum berist seint frá Sauðárkróki. Yfirleitt er það þó ekki vegna deilna um gildi atkvæða, heldur hitt að tíma sinn tekur að safna saman kjörgögnum. Þetta er ein sterkasta minn- ing eins „kosningasendilsins” sem eyddi mörgum stundum æskunnar á skrifstofu flokksins á Króknum, einkum fyrir kosn- ingar. Þetta er hann Halldór Þ. Halldórsson, Halldórs sýslu- manns Jónssonar og Aðalheið- ar Onnsdóttur. Þessi fjölskylda er reyndar öll farin ffá Sauðár- króki, ef undan er skilinn frændinn Jón Onnar Onnsson, sem enn er búsettur á Króknum og stundar þar skriftir og grúsk, kemur m.a. vikulega með þátt- inn á „Á sagnaslóð” í útvarpið, En Halldór yngri fór reyndar ekki langt, býr á Siglufirði eins og Ingibjörg systir, en stundar nú um stundir nám í Viðskipta- háskólanum á Bifröst, steínir að því að ljúka þaðan prófi í viðskiptalögfræði næsta vor, og síðan líklega mastersprófi í lögffæðinni í framhaldi af því. Halldór lærði reyndar stjóm- málaffæði við HI áður. „Þetta er sterkasta minning- in frá því þegar var að sniglast í kringum kosningamar. Þama var ég ekki nema átt eða níu ára gamall. Og maður man auðvit- að eftir heitum umræðum ffá stjómmálafundum. Það vom ffamsóknarmennimir sem vom aðal aðalandstæðingamir, Stebbi Dýllu og Marteinn, og svo vom náttúrlega Guttormur og Guðjón Ingimundar áberandi í fomstunni. En þó það væri heitt í kolnum þá var samt alltaf til staðar vinátta og pabbi var t.d. mikill vinur þessara manna, enda lagði hann alltaf mikið upp úr því að meta fólk ekki út frá pólitík. Þó það væri þannig þá hætti manni samt til að draga fólk í dilka, þannig að maður fór að reikna út hvað þessi og þessi kysi. Það vom á- kveðin framsóknarheimili, kommaheimli og þannig. Eg komst snemma í snert- ingu við pólitíkina þar sem pabbi og mamma vom bæði í henni. Faðir minn ákvað að hafa heimilið alltaf opið fýrir fólki, svo að menn vom nánast að koma á öllum tímum, bæði útaf þessu stjómmálavafstri og líka vandamálum sínum, því pabbi var fulltrúi hjá sýslu- manni á þessum tíma, auk þess að eiga sæti í bæjarstjóm. Það var því talsvert ónæði á heimil- inu flesta daga af þessum sök- um. Það var mikið af eftir- minnilegu fólki sem vom fasta- gestir eins og t.d. Björg á Vatni sem kom flesta daga held ég og það var jafnan leyst úr vanda- málum hennar í forstofúnni”. Traffík á kjörbúðarplani Hvað, þið bjugguð á Skóla- stígnum? „Jú norðan við kjörbúðina. Maður sat oft út við gluggan og fylgdist með umferðinni á kjör- búðarplaninu. Þangað kom fólkið úr sveitinni lika, einStaka menn komu ríðandi á hestum og bundu þá við hestasteininn sem var nyrst við bílastæðið. - Veistu kannski hvað varð um hestasteininn?”, spyr Halldór Feykismann, en hann vissi það ekki og þvi er kannski best að senda þessa spumingu áffam til lesenda Feykis. „Þetta var mjög skemmtilegt að hafa hestasteininn þama, setti sinn svip, og mannlífsflóran var oft skemmtileg við kjörbúðina, þama komu menn saman til að spjalla um daginn og veginn, þekktir karakterar úr bænum og sveitinni.” Leikfélagarnir þrír á Skólastígnum fvrir nokkrum árum: Halldór Halldórsson, Helgi Bragason og Alfreð Guðmundsson. Lítill árgangur - En í hvaða árgangi varst þú nú? „Ég er í '64 árgangnum. Það má m.a. nefna Áma Malla, Guðbrand, Daníel Sighvats, Gisla Sig., Ómar Bjama, Ástu Pálma, Katí Ýtu-Kela, Gunn- laugu Hartmanns, Heiðu Reyn- is og fleiri. Annars var þetta fremur fámennur bekkur, og aldrei nema ein bekkjardeild upp allan bamaskólann. Mér er sagt að ástæða þess hafi verið sú að árið á undan hafi verið faraldur af rauðum hundum, en það getur verið skaðlegt fýrir fóstur og því hafi fólk haldið aftur af sér í bameignum þetta ár. Aðalleikfélagarnir voru í fýrstu Helgi Bragason, sem nú vinnur í KB banka fýrir sunn- an, og Alli Munda, sem var reyndar tveimur ámm eldri en við. Seinna vom það svo Gísli Sig. Ægir Ásbjöms og Ómar Bjama. Aðalleiksvæðið köll- uðum við Bámna, sem var sunnan við bílaverkstæðið að húsinu hjá Alla Munda og var kennt við samnefnt hús við Freyjugötuna þar sem bræð- umir Mundi, Kiddi og Svavar bjuggu. Þama hafði verið skilinn eftir gamall ketill úr skipi, sem okkur fannst líkjast eldflaug og við trúðum því að sá tími kæmi að við gætum skotið þessari eldflaug á loft. Margir leikir vom í kringum þetta og síðan var Qaran þama neðan við líka vinsæll leikvöllur. Svo var ein- hvem daginn ýtt vegi út í fjör- una og ég man að það var mik- ið áfall þegar það gerðist. Ann- ars var mikið um boltaleiki, fallin spýta og fleiri leiki. Og veiðiskapurinn auðvitað. Þama neðan við var útfall og stund- um fískaðist þar mikið. Alli Munda t.d. mokaði upp eitt vorið var langt atkvæðamestur, það gerði væntanlega keppnis- skapið sem hann hafði nóg af. Seinna vomm við Helgi Braga og Ómar mikið í körfúbolta heima hjá Alla, enda hann sá eini í hverfmu sem var með körfuboltaspjald heima. Annars var Krókurinn nokkuð svæðisskiptur á þess- um ámm fannst mér. Það var Útbærinn, þar sem bjó annað fólki og við höfðum ekki mikil samskipti við, og í suðurbæn- um vom Eiki Sverris, bræður hans og félagar, og við sóttum lítið þangað, þó þeir væm með sinn Wembley leikvöll, sem mig minnir að hafí fýrst verið þar sem saumastofan Vaka er núna en færðist síðan upp fýrir Borgina.” Sigló og Krókur ólíkir En hvað er langt síðan þú flutt- ir til Siglufjarðar? „Það em níu ár síðan og það var í raun bara tilviljun að ég kom hingað. Þá byrjaði ég á Skattstofúnni hjá Boga. Ég vann síðan í sparisjóðnum í nokkur og endaði síðan affur á Skattstofúnni. Það var mjög gott að vinna hjá Boga Sigur- bjömssyni. Hann er mikill embættismaður en veit samt vel hvar á að draga mörkin.” - Hvað með samanburð á þessum stöðum, Siglufirði og Sauðárkróki? „Ég hef ekki nema gott eitt um báða þessa staði að segja og hef liðið vel á báðum stöð- um. Það var fræbært að alast upp á Króknum og ég sé núna kannski best hversu mikið frjálsræðimaðurbjóvið. Þess- ir staðir em þó ótrúlega ólíkir. Mér finnst án þess að ég sá að hnjóða í Krókinn, að Siglu- fjörður er opnari staður og að því leyti skemmtilegri. Það held ég að stafi af því að sjáv- arútvegurinn hefúr alla tíð ver- ið hér uppistaðan, hér snýst líf- ið um fisk og aflabrögð, og það vom útlendir athafnamenn sem vom upphafsmenn sjávarút- vegs- og viðskiptalífs hér, til að mynda Norðmennimir á síld- inni. Á Króknum hefúr þetta byggst meira á landbúnaðin- um, verslun og þjónustu við sveitimar og það er ekki fýrr en á seinni ámm sem útgerðin og fiskvinnslan verður stór þáttur. Pólitíkin er líka afar ólík og héma á Sigló em vinstri flokk- amir í því hlutverki sem fram- sókn hefúr verið á Króknum í gegnum tíðina” Þú náðir þér í konu eftir að þú komst til Siglufjarðar? „Já hún heitir Hanna Bjömsdóttir og kemur út Kópavoginum eins og systir hennar Sigríður, sem bjó um tíma í Stóm-Brekku í Fljótum, kona Reynis Pálssonar sem kom mikið við sögu í kringum Miklalax á sínum tíma. Hanna á fjögur böm frá fýrra hjóna- bandi og það elsta var að út-

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.