Feykir


Feykir - 11.08.2004, Blaðsíða 1

Feykir - 11.08.2004, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Nv vél í vinnslulínuna í sláturhúsi KS Leysir fimm flánings- menn af hólmi Þessa dagana er verið að stilla og prufukeyra ný tæki í fláningslínunni í sláturhúsi KS á Sauðárkróki og koma þessi nýju tæki til með að leysa fimm fláningsmenn af hólmi og em starfsmenn því orðnir fáir við fláninguna. Endurbætt vinnslulína í sláturhúsinu hefúr fækkað starfsfólki við sjálfa slátmnina úr 47 í 23 á örfáum ámm. Agúst Andrésson slátur- hússtjóri segir að húsið sé nú orðið það best vædda af öllum sláturhúsum í landinu og þótt víðar væri leitað. Þá geri aukin tækni vinnuna við slátmnina léttari. Sláturhús KS er það fyrsta í landinu sem fær þessi nýju fláningstæki sem framleidd em í Bretlandi og hafa mtt sér til rúms þar, en hugbúnaðurinn er kominn frá Nýsjálendingum sem stranda einna ffemstir í sauöfjárslátrun í heiminum. Þessi nýja vél sker af fætur og flettir gæmnni ffá bringu, bóg- um, hnakka og baki, en fyrir var búnaður sem togaði gæm af læmm. Búnaðurinn verður prófað- ur núna fyrir helgina og í næstu viku mun sumarslátmn byija. Að sögn Agústs sláturhússtjóra er áætlað að slátrað verði 90- 100 þúsund dilkum í haust, eða svipuðu magni og á síðasta hausti, en þá jókst sauðfjár- slátmn vemlega hjá KS. Sala á dilkakjöti hjá KS hefur gengið mjög vel á þessu verðlagsári og stefiair í að birgðir verði að- eins 4% þegar haustslátmn byijar. Óvenjumikil síld fyrir öllu Norðurlandi Óvenjumikið hefúr verið um síld fyrir Norðurlandi í sumar og hafa síldarvöður sést allt vestur ffá Gjögri úti fyrir Eyjafirði og inn á Fjótagmnn. Um síðustu helgi sáust þrír hvalir inni á Siglufirði og em þeir taldir hafa verið að elta síldina. Síldargöngur fyrir Norðurlandi hafa ekki verið rannsakaðar í langan tíma, en Sveinn Sveinbjömsson físki- ffæðingur hjá Haffannsóknar- stofnun segir að samkvæmt upplýsingum og ffegnum að dæma sé síldargengd hér við land meiri núna í ár en undan- farin ár og um nokkurt skeið. Ragnar Sighvatsson sjó- maður á Sauðárkróki segir að þessar ffegnir komi sér ekki á óvart, þetta sé einmitt sá tími sem síldin sé mest við Norður- landið og á sama tíma í fyrra lánaði hann Hofsósingum síld- amet, og þeir fengu þá hálft Ragnar Sighvatsson. tonn í einu af vænni síld skammt undan bryggjusporðin- um. „Það er vitað mál að uppeld- isstöðvar síldarinnar em hér meðal annars inni í fjarðarbotni og alltaf mikið af smásíld inni á firðinum. Þegar ég var að dytta að bátnum mínum í júníbyijun sá ég smásíld vaðandi héma fyrir utan. Það var tilkomumik- il sjón þó hún væri ekki stærri en svo að passaði að beita henni á krókinn”, sagði Ragnar Sig- hvats, en bætti því við að þó svo að síldin myndi reynast í ein- hveiju veiðanlegu magni nú fyrir Norðurlandi myndi lítið þýða að leyfa veiðamar, því stóm nótaskipin mundu þurrka þetta upp á skömmum tíma. Fjör á unglinga- landsmótinu Það var mikið líf á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Sauðárkróki um verslunannannahelgina, en talið er að það hafi sótt um tíu þúsund manns. Nánar er vikið að mótinu á þriðju síðu blaðsins í dag. Myndimar tóku ljósmyndarar vefsíðunnar Skagafjodur.com. —KTeH£»lt chjDI— Aöalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA ÆlI bílaverksfæði Sími 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur \ ^Bílaviðgerðir 0 Hjólbarðaviðgerðir Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.