Feykir


Feykir - 11.08.2004, Qupperneq 4

Feykir - 11.08.2004, Qupperneq 4
4 FEYKIR 27/2004 „Andstæðurnar eru eins miklar og frekast getur orðið“ Kári Steinsson segir frá þátttöku á lands- mótum og ýmsu fleiru Mikið hefur verið að gerast á Króknum í sumar og þar standa upp úr tvö landsmót ungmennahreyfmgarinnar. Hefur því borið vel í veiði fyrir þá sem unna íþróttum og starfi ung- mennafélagshreyfmgarinnar, bæði ungra og gamalla. Eldri íþróttamenn og ungmennafélagar hafa ekki látið mótin fram hjá sér fara og væntanlega hefur þeim verið hugsað til þeirra breyttra tíma og aðstæðna sem nú eru og frá því þeir vom að keppa á landsmótum. Meira að segja veðrið var gjaman ekki eins gott í þá daga og á mótunum núna í sumar. I Feyki er nú tekinn tali maður sem þekkir þessar andstæður og þótt kom- inn sé á níræðisaldur fylgist með af miklum áhuga og tekur reyndar ennþá þátt í félagslífinu og samfélaginu af þeim krafti sem margir yngri gætu verið stoltir af. Þetta er hann Kári Steinsson sem útskrifaðist á sínum tíma sem íþrótta- kennari frá Laugarvatni en fór svo að vinna á skurðgröfúm og ílengdist þar. Kári er Feykismanni eftirminnilegur ffá því hann var að vinna á skurðgröfú í Fljótunum og er einna skemmtilegasti skurðgröfúmaðurinn í minningunni. Þar ber hæst sú minning þegar systkinin á Austari-Hóli voru að fara í réttimar og búið að grafa mjóan skurð milli túnanna næst bænum, á leiðinni til Reykjabæjanna þar sem réttin var. Einn úr hópnum var með einhveija dynti og vildi ekki fara með, en þá fór Kári að glettast og fylgdi okkur á leið. Þegar kom að skurðinum tyllti hann fæti á sinnhvom skurðbanninn og syngjandi handlangaði hann hópinn yfír. Þá vom allir komn- ir í gott skap og leiðin greið í réttimar. „Ég er fæddur í Neðra-Ási í Hjaltadal 2. apríl 1921, ólst þar upp í hópi sjö systkina og þar af vom tvennir tvíburar. Við vomm yngstir ég og tví- burabróðir minn Bjöm sem dó 1980 úr þessum ættgenga sjúk- dómi kransæðastíflu. Bamaskólanámið var ekki langt eins og gerðist hjá flest- um á þessum tíma, það var far- skóli, kennt til skiptis á bæjun- um. Bjöm bróðir fór í Hóla- skóla, en ég ákvað að fara aðra leið í námi þótt ég væri vel hneigður til búskapar og ólst upp við þessi fomu vinnubrögð öll og var mjög sáttur við það. En það má náttúrlega segja það líka að þegar ég hugsaði til þess að fá jarðnæði, þá fannst ekkert sem mér líkaði, því varð ekkert út því að ég færi að búa. Ég fór að Laugarvatni í alþýðu- skólann fljótlega eftir barna- skólanám. 1 ffamhaldi af því fór ég svo í íþróttakennaraskól- ann að Laugarvatni, sem var einkaskóli Bjöms Jakobssonar í tíu ár, en ég var í síðasta ár- gangnum áður en hann var gerður að ríkisskóla. í „umferðarkennslunni“ Eins og þá var títt fór ég ný- útskrifaður í umferðarkennslu, sem þá var kölluð, út um land- ið, bæði þar sem vom sund- laugar og léleg aðstaða til í- þróttakennslu. Unr áratug var ég á hinum og þessum stöðurn að vetrinum. Leikfimi hafði jafnvel lítið verið kennd á þess- um stöðum og frjálsar íþróttir og sundið vom undirstaðan út um sveitimar og þorpin. Ég var um tíma austur á Homafirði, Norðfirði og Reyðarfirði, og í Þingeyjarsýslunni talsvert, mest í Mývatnssveit, Bárðardal og Fnjóskadal. Og líka vestur í Dölum, á Laugum í Sælingsdal og vestur á ísafirði. Þar var ég reyndar kominn í fasta stöðu, en þá kom upp aðsteðjandi mál heima fyrir, sem varð þess valdandi að ég fór heim í Skagafjörð aftur, en fékk fyrir mig góðan mann fyrir vestan. Með bikar í hnakktösku En á sumrin var ég jafnan að vinna hjá ræktunarsam- bandinu á skurðgröfúm og það varð minn starfsvettvangur að miklu leyti um þrjátíu ára skeið. Ég var að vinna út um sveitir í Skagafirði og Húna- vatnssýslu á sumrin og fyrstu árin hjá útgerðarfélaginu var landað upp úr skipunum með víragröfu. Þegar þessu tímabili lauk fór ég svo að vinna í sund- lauginni og starfaði þar í 12 ár.” Og þú varst eitthvað í íþrótt- unum þegar þú varst ungur og kepptir á landsmótum? „Já ég keppti hér heima í sundi og í lengri hlaupum. Mér er það t.d. mjög eftirminnilegt þegar ég fór ríðandi heiman frá Neðra-Ási fram í Varmahlíð til að taka þátt í héraðsmótinu í Kári Steinsson er mikill áhugamaður um íþróttir, söng og fleira, sundi og á heimleiðinni geymdi ég Grettisbikarinn í hnakktöskunni. Það var ekki ó- notaleg tilfinning. Sá ekki laugarbakkann Ég keppti á tveimur lands- mótum. Það fyrra var á Hvann- eyri 1943, mót sem skráð er á spjöld sögunnar kannski sér- staklega fyrir það hvað veður og aðstæður vom slæmar til keppni og mótshalds. Brautim- ar þungar og sundlaugin ekki upp á marga fiska, mórauður pollur með sex gráðu heitu vatni. Ég keppti í tveimur sundgreinum á mótinu, 100 og 400 nretra bringusundi. Varð annar í báðum sundunum á eft- ir Sigurði Þingeyingi, en var reyndar dærnur úr leik í lengra sundinu þar sem ég hafði ekki snert bakkann samtímis með báðum höndunr í einhveijum ferðunum og það var ástæða fyrir því. Laugin var svo mórauð að ég sá ekki bakkana. Þegar ég kom svo upp úr kaldri lauginni var að hefjast 3000 metra hlaupið og þar náði ég vitaskuld engum árangri. Guðjón Ingimundar keppti líka í sundi man ég, fyrir Skagfirð- inga, og sigraði ömgglega í skriðsundinu. Andstæðurnar miklar Ég var svo líka með á Laug- um í Reykjadal 1946. Þar var líka synt í kaldri tjöm, en þá var ekki eins kalt og á Hvanneyri, enda sólskin og blíða. Ég náði þar ágætis árangri, ekki mikið síðri en á Hvanneyri. En ansi em nú andstæðum- ar miklar þegar maður ber sam- an t.d. Hvanneyrarmótið og rnótið sem hér fór ffam í sum- ar. Þær em eins miklar eins og ffekast getur orðið. Veðrið var afskaplega óhagstætt í Borgar- firðinunr og mótið þar bam síns tíma. Menn gengu að því þegjandi og hljóðalaust, þekktu ekki betri aðstæður, en þó man ég að Reykhyltingar kvörtuðu yfir kulda, enda höfðu þeir heita laug til að synda í. Éinn sundmaður þeirra, Birgir Þor- gilsson, ofkældist hastarlega og fékk lungna- og bijósthimnu- bólgu. Hann lá veikur í þrjár vikur á Hvanneyri, aðrir sluppu betur. Almennt var undirbúningur fyrir keppni á þessum tíma rniklu minni en í dag. Það var lítið hugsað fyrir því að þjálfa, víða var það þannig. Búnaður var líka mjög af skornum skammti. Hér í Skagfirði var varla til nema eitt sett af kúlu, kringlu og spjóti. Ég man að ég fór út um héraðið til félaganna eitt surnar og á æfingunum fengu menn að prófa þennan búnað. Æfingamar í sjálfú sér vom ekki rnikið meira. Það má segja að það bæri enginn af öðrunr hvað undirbúninginn snerti. En svo þjálfaði ég og stjóm- aði leikfimiflokki sem sýndi út á Eyri á lýðveldisdeginum 1944. Þetta var 50 manna flokkur, margir höfðu æfl fim- leika hjá Guðjóni og aðrir stundað leikfimi í alþýðuskól- unum. Auk staðæfinga vom sýnd stökk af dýnu og æfingar á hesti. Þetta gekk mjög vel og var ágætis sýning, menn kunnu þá dýnustökk og fleira, en það sést ekki núna að þessar æfing- ar séu stundaðar í skólum.” Mest farið fótgangandi En þú sagðir ffá því áðan þegar þú fórst riðandi á héraðs- mót í sundi. Hvemig var t.d. að fara á milli þegar þú varst í íþróttakennslunni? „I þessum kennsluferðum fór ég t.d. að vetri til frá Reykjavík, með Laxfossi upp í Borgames, og ætlaði þaðan með rútinni norður á leið. Þeg- ar til kom fór rútan ekki, því það var ófært vegna snjóa. Ég fékk þá far með mjólkurbílnum upp að Reykholtsafleggjara og gekk þaðan uin kvöldið upp að Dalsmynni. Þetta var seinni part vetrar, líklega í febrúar, og daginn eftir gekk ég vestur Bröttubrekku, gisti á Sauðafelli í Dölunum næstu nótt og kom svo á þriðja degi að Sælings- dalslaug. Svona var þetta, það var ekki um að ræða bílaferðir. Ég gekk t.d. úr Mývatnssveit í Bárðardal og þaðan í Fosshól, þar sem ég fékk far með Sigga Lúter þaðan, en hann var fræg- ur bílstjóri og dansari og stjóm- aði t.d. görnlu dönsunum í Sæluvikunni. Hann þótti úr- ræðagóður bílstjóri og var sagður hafa notað jámkarl fyrir bremsu þegar þær vom ekki til staðar.” Lítið sofið á dagvöktum En víkjum nú að þessu 30 ára tímabili sem þú varst við- loðandi skurðgröflimar? >rJá ég þekkti víða til í Skaga- firði og ekkert síður í Húna- vatnssýslu. Það var ýmisleg sem var sagt og gert en maður flutti það ekki á milli bæja. Það var t.d. talsvert um landamerkja-

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.