Feykir - 11.08.2004, Page 6
6 FEYKIR 27/2004
Hagyrðingaþáttur 387
Heilir og sælir lesendur góðir.
Nokkuð er nú langt á milli okkar
kynna nú um stundir, í okkar ágæta
blaði og er kannski þess vegna rétt að
byija þáttinn að þessu sinni nokkuð
hressilega með þessari gamalkunnu og
góðu vísu eftir Skagfirðinginn Friðrik
Sigfússon, sem kenndur var meðal
annars við Jaðar og Pittagerði í Skaga-
firði.
Gleði raskast vantar vín,
verður brask að gera.
Ef að taskan opnast mín,
á þar flaska að vera.
Önnur visa kemur hér, sem ég held
að sé einnig eftir Friðrik og mun vera
ort eftir hörmulegt dauðsfall á Sauðár-
króki.
Lán þó lítið höfúm vér,
og leið sé töf í heimi.
Að taka gröf af sjálfúm sér,
sýnist öfúgstreymi.
Annar Skagfirðingur, Jón Jónsson
frá Bessastöðum, mun hafa ort þá
næstu.
Lífs míns sjóð er ekki eytt,
enn er glóð á vömm.
Enn er blóðið í mér heitt,
enn er ljóð á vömm.
Sá ágæti Ólafúr Sigfússon ffá For-
sæludal, mun eitt sinn hafa ort svo til ó-
nefndrar stúlku.
Bjartur himinn hlýr og fagur,
hvelfist yfirþér.
Þú ert eins og apríldagur,
inn í desember.
Eitt sinn er Ólafúr var á heimleið í
nútíma farartæki, biffeið, yrkir hann
svo.
Okkar hjóla-efldan-jó,
öngvar þvinga skorður.
Minn er hálfú hraðar þó,
hugurinn floginn norður.
Þrátt fyrir að enn sé vonandi talsvert
eftir af sumarblíðu, er að lokum ein
ágæt haustvísa eftir Ólaf.
Sveitin laðar svefninn vær,
sólin glaða i hjúp er hnigin.
Er sem vaði máninn mær,
myrkar traðir gegnum skýin.
Ekki veit ég nein deili á næstu vísu,
en í mínum pappírum er Júlíus Sveins-
son talinn höfúndur hennar.
Þegar blessuð blómin smá,
blíðum rómi hjala.
Hörpu drottins heyra má.
huldu máli tala.
Á heyskapartímanum er tilvalið að
ri^a upp það sem Magnús Teitsson
fjallar um í næstu vísu.
Alla daga Óli minn,
er að slá i rekju.
Tilsýndar er teigurinn,
sem tíkarskinn á þekju.
Vel gerð er næsta vísa, en enginn til-
drög veit ég að henni. Höfúndur Jón
Þorkelsson (gæti verið Fomi).
Snælands blóðið hreysti hert,
hleypir glóð um kinnar.
Sýndu þjóð að sannur ert,
sonur móður þinnar.
Gæti skeð að sá ágæti guð, Bakkus,
hafi komið við sögu er Baldvin skáli
orti svo.
Lamaður, bundinn lymsku hring,
ligg á stundum grúfú.
Heimsins undir óvirðing,
upp við hundaþúfú.
Ekki veit ég um höfúnd að næstu
vísu, en tilefni hennar mun hafa verið
það, að maður að nafni Halldór, gaf tíu-
þúsund krónur til Skálholtssöfnunar.
Halldór nálgast háttamál,
halla tekur degi.
Gefúr fýrir sinni sál,
svo hún glatist eigi.
Sigurður Kristjánsson Leirhöfn,
sendi kunningja eftirfarandi kveðju.
Hvar sem bólið byggja fer,
burtu róli mæða.
Góða njólu gefi þér,
gylfi sólarhæða.
Friðrik Hansen mun eiga þessa
kunnu vísu.
Nú skal hlaupa á hendingum,
iiefja staupa gaman.
Hafa kaup á hugmyndum,
hlægja og raupa saman.
Jón Jónsson á Gilsbakka, mun hafa
ort svo til nafna síns Guðmundssonar,
er þá bjó á Silfrastöðum.
Nokkuð veit ég nafni minn,
nær þú aeyja hlýtur.
Verður banabiti þinn,
blautur hundaskítur.
Baldvin Halldórsson mun hafa ort
þessa.
Ellin herðir átök sín
enda sérðu litinn.
Ævi-ferða fotin mín,
fara að verða slitin.
Einn ágætur hagyrðingur úr Svart-
árdalnum, sem um árbil hefúr dvalið á
Sauðárkróki, Torfi Sveinsson ffá Hóli,
er nú nýlátinn. Vita þeir sem eldri em
og til þekkja að hann orti marga snjalla
vísu og einnig kvæði. Langar mig að
tileinka minningu hans lokavísuna að
þessu sinni.
Snjallan hreyfði hróðrar streng
festi geðið staka.
Yfir þessum daladreng
drottins englar vaka.
Veriði þar með sæl að sinni.
GuðmundurValtýsson,Eiríksstöðum,
451 Blönduósi, sími 452 7154.
Glefsur úr rissblokkinni
Af grallaranum Ýtu-Kela
Þorkell Halldórsson, Ýtu-Keli, á góðri stund.
Fyrir blaðamann í efhisleit
er ekkert betra en geta skrifað
um hluti sem hann þekkir að
talsverðu leyti. Nágranni pistil-
ritara til margra ára var einn af
þessum sagnaþulum, sem
minnst var á í síðasta pistli, þar
sem skemmtanagildi var sett
talsvert ofar heimildagildinu.
Þetta var hann Þorkell Hall-
dórsson, sem flestir þekktu
undir nafninu Ýtu-Keli, hann
vann sem sagt á jarðýtum hjá
Ræktunarsambandinu. Keli var
grallari og sýndi þessa hlið á
sér strax í æsku vestur í Súða-
vík, en þar kom það m.a. í hlut
Pálu Páísdóttur, síðar kennara á
Hofsósi, að reyna að fá Kela til
að meðtaka lærdóminn. En
eitthvað var Keli mistilbúinn til
þess og Pála þurfti víst stund-
um að vísa honum úr tíma.
Keli, sem var gleðimaður
talsverður, hafði ákaflega gam-
an af því að segja sögur, og
hermdi þá gjaman eftir sögu-
persónum sínum. Þeir sem
þekktu Kela vel, vissu að þetta
voru mikið til sömu sögumar
sem hann var að segja og
þreyttist seint á. Fólk kvartaði
heldur ekki undan því þó það
heyrði þær oflar en einu sinni
hjá honum.
Keli átti það stundum til að
útvega sér flösku hjá vinum og
kunningjum ef hann gerðist
„þyrstur” og skilaði í því sama
strax við fyrstu hentugleika.
Hann hafði unnið með bróður
undirritaðs á jarðýtu til margra
ára og það kom því ekki á óvart
þegar bankað var eitt kvöldið
skömmu eftir að ég flutti í
hverfið og Keli var á tröppun-
um. „Heyrðu mér fannst endi-
lega að hann Jón bróðir þinn
væri staddur hjá þér, en það er
kannski vitleysa. Áttu nokkuð
eina?”, sagði Keli og þáði boð í
bæinn og auðvitað fýlgdu þar
með nokkrar sögur. Það var
síðan milli jóla og nýárs 1986
sem vantaði opnuviðtal i Dag
og Keli var á ferðinni á rit-
stjóminni. Þá kom það strax
upp í hugann að nú væri grá-
upplagt að taka gamla ýtu-
meistarann í viðtal. Og ekki
sakaði að Keli var „þyrstur” og
til ein koníaksflaska heima.
Hún var sótt og ekki stóð á sög-
unum. Þegar kom að því að
taka myndir af viðmælandan-
um að viðtalinu loknu var ekk-
ert vandamál að fá líf í
myndefnið. Keli baðaði út öll-
um öngum og myndimar urðu
hinar líflegustu. Þeir fyrir norð-
an sáu það strax hverskyns var
og haft var á orði að þau væm
orðin dýr viðtölin á Króknum,
ef ein flaska fýlgdi með í hvert
skipti.
En hér koma fáein gullkom
úr viðtalinu við Ýtu-Kela.
Sofíð í hjónaherbeginu
Vinnufélagi minn um tíu ára
skeið var hinn ágæti drengur
Gísli Bessason í Kýrholti. Á
þessum ámm var húsakostur
svo þröngur að við þurftum að
sofa í sama rúmi. Þegar við
vomm að vinna í Garðakoti í
Hjaltadal að hausti til sváfúm
við í sama herbergi og hjónin
þar, svo vom þrengslin mikil.
Gísli átti það til að tala upp úr
svefiii, sérstaklega ef hann var
þreyttur. Eg vaknaði einu sinni
um miðja nótt og var orðið kalt,
því Gísli var búinn að rífa
sængina ofan af mér og var að
troða henni undir rúmið. Eg
spurði hvem djöfúlinn hann
væri að gera. „Ég er bara að
láta inn gráu merina hans afa”,
svaraði Gísli þá.
Ég sagði Gísla þetta morg-
uninn eftir og fór að spyija út í
þetta svar hans. Gísli sagði að
þegar hann var 12 ára hafi afi
hans átt gráa rólega meri og
hann hafi alltaf fengið að láta
hana inn í hestakofann. Merin
hafi haft það til siðs að stoppa i
dyrunum og síðan hefði þurft
að ýta henni af öllum kröftum
inn.
Það var venjan þegar við
vomm að byija að vinna á bæj-
unum og áttum kvöldvakt að
við kynntum okkur herbergja-
skipan, þannig að við vissum
hvar við ættum að sofa þegar
að vaktaskiptum kom, en
heimilisfólk hafði þá yfirleitt
gengið til náða. Svo þegar við
vomm að byija að vinna á ein-
um bænum í Blönduhlíðinni og
ég lenti á kvöldvaktinni, upp-
götvaði ég að ég hafði gleymt
að kynna mér hvar við ættum
að sofa. Þegar ég kom á bæinn
um vaktaskiptin sýndist mér að
þetta kæmi ekki að sök, þegar
ég sá bakpoka Gísla úti í einum
glugganum. Þegar ég var búinn
að þvo mér og borða i eldhús-
inu leit ég inn í herbergið og sá
ljósan hrokkinn koll ekkert
ósvipaðan Gísla, gægjast und-
an sænginni. Ég klæddi mig
varlega út fotunum og hugsaði