Feykir


Feykir - 03.11.2004, Blaðsíða 2

Feykir - 03.11.2004, Blaðsíða 2
2 Feykir 38/2004 Vinstrihreyfingin grænt framboð__ Tekjustofnar sveitar- félaganna verði styrktir Kjördæmisþing Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs var haldið að Staðarflöt í Hrútafirði 30. október síðastliðinn. Þingið skorar á Alþingi að breyta nú þegar í stað lögum þannig að tekjustofiiar sveitar- félaganna verði styrktir svo að þau geti staðið undir nauðsyn- legum rekstrarverkefnum og eðlilegri uppbyggingu og greitt starfsfólki sínu góð laun. Þingið bendir á að stöðugt hefur hallað á sveitarfélögin í fjárhagslegum samskiptum við ríkið. Koma verður tekju- grunni sveitarfélaganna miðað við núverandi verkefni í lag áður en rætt er um frekri verkefnaflutning til þeirra. Fundurinn hvetur alþingi til að samþykkja tillögu þing- manna vg urn aukna tekjufærslu frá ríki til sveitar- félaga. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra ísævintýri FNV FNV hefur hlotið styrk frá Ungt fólk í Evrópu sem nemur um 500.000.- íslenskum krónum. Styrkurinn er veittur vegna samnorræns verkefnis sem fengið hefúr nafiiið fsævintýri og fjallar um hvernig sjálf- símynd einstaklinga og þjóða birtist í verkum þjóðskálda þessara landa. Auk FNV taka tveir finnskir og einn danskur menntaskóli þátt í verkefninu, en þessir skólar hafa starfað saman frá árinu 1997 og hafa nemendur úr þessum skólum hist árlega síðan 2001. Að þessu sinni munu nemendurnir hittast í suður Lapplandi, nánar tiltekið í Kemi í lok janúar næstkom- andi. Leiðari SVÓT Er skammstöfun fyrir greiningaaðferð og stendur fyrir styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri. Undanfarin ár hafa ráðgjafar allra greiningadeilda keppst við að svótgreina. Eftir þá liggja svótskýrslur í skúffum fyrirtækja og atvinnu- þróunarfélaga. Þar með vitum við styrkleika okkar og veik- leika, ógnanir og tækifæri. Síðan ekki söguna meir. SVÓT er gott svo langt sem það nær. Okkur á lands- byggðinni, sem höfum upplifað jafn róttækar breytingar á þjóðlífi og atvinnulífi og raun ber vitni, okkur nægir ekki bara svótið. Við þurfum hreinskilið mat á stöðunni. Hvar stöndum við eftir hlutafélagavæðingu, einkavæðingu, borgarvæðingu, stofnannavæðingu og hnattvæðingu? Engar töfralausnir. Búið að prufa svoleiðis. Miklu frekar jafna aðstöðu til að keppa við aðra landshluta, aðra heints- hluta. Markaðsþjóðfélagið þrífst á samkeppnni. Við erum jafn góð og hin og betri í því sem við gerum best. Við þurfum að meta stöðuna rétt og fá tækifæri til að keppa. Jöfn tækfæri. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miövikudögum Feykir Utgefíindi: Feykirhf. Skrifslofa: Aðalgötu 21, Sauðárkróki Blaðsljórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Símar4S57100 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson PéturIngi Björnsson Sintar. 4535757 Netlöng: feykirwkrokur. is Askriftarverð: 2W krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Póstfang: Box 4,550 Sauðárkrókur Setning og umbrot: Hinirsömusf. Prentun: Hvítt& Svartehf. Upplýsirtgatækni í dreifbýli, Bændasamtök íslands og Síminn eru á fundarferð um landið undir kjörorðinu "Samtal við Bændur" og héldu m.a. fund með bændum i Miðgarði í Varmahlíð á dögunum. Myndina tók Jón Baldur Lorange. NPP - verkefni um háhraðatengingar í dreifbýli Leiðbeiningamiðstöðin og Skagafjörður sækja um Leiðbeiningamiðstöðin á Sauðárkróki, Upplýsin- gatækni í dreifbýli (UD), Sveitarfélagið Skagafjörður, Byggðastofnun, Síminn og Póst- og fjarskiptastof- nun eru meðal umsækjenda í sameiginlegu verkefni þjóða í Norður Evrópu til Noður-slóðaáætlunar Evrópusambandsins (NPP). Ber verkefnið heitið BIRRA sent stendur fyrir Broadband in Rural and Remote Aria. Verk- efhið snýst m.a. um að bera saman aðferðir við að koma á háhraðatengingum í dreifbýli og verður re>Tislu aðildarþjóða safiiað saman ef af því verður. Hvort verkefnið verður stvrkt skýrist síðan fyrir árslok þegar NPP hefur farið yfir umsóknir. Byggðastofnun er tengiliður við NPP á íslandi og er UD fyrir aðili að NPP - verkef'ni er nefnist RuBIES eða Rural Business Information Exchange system. Menningarkvöld Nemendafélags FNV Gilsbungur sigraðu í Body-Paint Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra stóð fyrir Menningarkvöldi síðastliðið miðvikudagskvöld á sal Bóknámshúss FNV. Dagskrá kvöldsins samanstóð meðal annars af tónlistaratriðum ffá nemendum, atriði frá start's- braut FN’V og svo var haldin Drag-keppni, þar sent nemendur skólans kepptu um titilinn Drag drottn- ing FNV. Hápunktur kt'öldsins var liins vegar hin sívinsæla Body-Paint keppni (líkamsmálun). Þegar upp var staðið reyndist sigurhópurinn vera Gilsbungur og voru þær stöllur vel að sigrinum komnar. Góð mæting var á Menningarkvöld líkt og fyrri ár enda um fiábæra skemmtun að ræða Rakel og Sandra sungu frumsamið lag eftir Brynjar og Sólborg var módel sigurvegaranna i Bodypaint-kepp- Andra Má. Brynjar þenur gitarinn. ninni en þemað var Eden. Feykismynd: Inga Birna Siggi tók þátt i dragsjóinu. Arnar og Nikki voru hégómastrumpur og kraftas- trumpur í Bodypaint-keppninni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.