Feykir


Feykir - 03.11.2004, Blaðsíða 8

Feykir - 03.11.2004, Blaðsíða 8
Fevkir Óháð fréttablað M á Norðurlandi vestra 3. nóvember 2004 :: 38. tölublað :: 24. árgangur 0She| 1 Sími: fO*1 453 6666 VlDEQ i Sími: 453 6622 Flugsmalar komu færandi hendi Bjórinn kom af himnum ofan Bændur á Tyrfingsstöðum á Kjalka urðu fyrir þeirri skemmtilegu lífsreynslu á dögunum, að flugvél varpaði til þeirra bjór þar sem þeir voru við girðinga- vinnu þar á túninu. Bændurnir Grétar Geirsson og Sigurður Mars voru í óða önn að girða íyrir hross þegar vél kom í lágflugi framan Austurdal, flaug í hring yfir þeim og varpaði út plastpoka, sem reyndist innihalda tvo bjórbauka. Skýrðist málið þegar Stefán Hrólfsson, bóndi á Smálandi og gangnaforingi í Austurdal, kom að skömmu seinna og spurði eftir “póstinum”. Kornst sendingin með skilum í hendur Stefáns og nokkru síðar hringdi áhöfn vélarinnar í Grétar og útskýrði málið. Voru þar á ferð þekktir smalamenn, “Gíslarnir” svo kölluðu, þeir Gísli Rúnar Konnráðsson og Gísli Frosta- son. Flugstjóri í ferðinni var Leikfélag Blönduóss______________ Haldið upp á 60 ára afmæli Leikfélagsins Síðastliðið laugardagskvöld var mikið fjör í félagsheim- ilinu á Blönduósi en þá hélt leikfélagsfólk upp á sextíu ára afmæli Leikfélags Blönduóss. Um áttatíu manns mættu í fagnaðinn en veitingastaðurinn Við árbakkann sá um veislu- föng. Leikfélagar skemmtu síðan sér og öðrurn ffarn eftir kvöldi eins og þeim einum er lagið með söng og leiklestri. Þá voru sýndir bútar úr kvikmyndinni “Gildran”, senr nokkrir félagar LB léku í fyrir nokkrum árum. Sigurður H. Þorsteinsson, garnall og traustur liðsmaður félagsins og fyrrum formaður, Sigurður Frostason en allir eru þeir ffá Frostastöðum í Blöndu- hlíð. Erindi þeirra var að leita effirlegukinda úr lofti, sem bar þann árangur að smalamenn náðu fO kindum í eftirleit þar fremra. Hafði verið ákveðið að færa Stefáni Hrólfssyni hress- ingu á bakaleiðinni. Þess má til garnans geta að þetta er ffáleitt í fyrsta skipti sem þeir félagar gleðja fólk með því að varpa brjóstbirtu til jarðar. Þannig munu koníaks- fleygar hafa fallið af himnum ofan bæði við Merkigil og Hildarsel í Austurdal undan- farin haust. Hvorki hafa orðið slys á mönnum né skepnum og innihaldið komist til skila, enda koníakið á plastfleygum. var gerður að heiðursfélaga Leikfélags Blönduóss. Sigurður færði félaginu að gjöf hópmynd sem tekin var árið 1954 af leik- urum í Skugga-Sveini. Þá bárust félaginu blórn- vendir og afmæliskveðjur og fbrseti bæjarstjórnar, Valgarður Hilmarsson, færði félaginu 60 þúsund krónur frá Blöndu- óssbæ. Þegar hefúr verið ák\æðið að verja þeim peningum til kaupa á þráðlausum míkra- fónum, sem eiga áreiðanlega effir að koma sér vel. Heimild: www.huni.is Snorri Evertsson samlagsstjóri kátur með nýju súrmjólkina. Mjólkursamlag KS Nýja súrmjólkin fékk frábærar viðtökur Mjólkursamlagið á Sauðákróki er að setja nýja súrmjólk á mark- aðinn og var hún sérstaklega kynnt á Bændadögunum í Skagfirðingabúð fyrir skömmu. Þar var einnig kynntur hinn \'insæli Mosarella ostur sem fengið hefur nokkur verðlaun á undanförnum misserum. „Ég er afar ánægður með þær móttökur sem súr- mjólkin hlaut þarna. Þetta er fyrsta alvöru kynningin sem hún fer í og viðbrögð fólks voru svo sannarlega jákvæð'' sagði Snorri Evertsson forstöðumaður mjólkursam- lagsins. Snorri sagði að þessi nýja afurð sé blönduð með bláberjamúsli. Hún er búin að vera í vinnslu hjá samlaginu í rúmlega ár en er nú að fara til verslana í sölu. Þess má geta að auk mjólkurvöru voru ýmsar kjötvörur, framreiddar á ýmsa vegu, kynntar á Bænda- dögunum. Þá vakti nýr upp- skriftabæklingur um elda- mennsku á kjöti líka verð- skuldaða athygli. ÖÞ. Bókasafn Húnaþings vestra_ Bangsadagur Haldinn var Bangsadagur á Bókasafni Húnaþings vestra, síðastliðinn miðvikudag en síðan árið 1998 hafa bókasöfn á IMorðurlöndum haldið Bangsadaginn hátíð- legan. Það er einkar viðeigandi að tengja bangsa og bókasöfn á þennan hátt því bangsar eru söguhetjur margra vinsælla barnabóka. Auk þess eru bangsar eitt vinsælasta leikfang sem framleitt hefur verið og fle- stir eiga góðar minningar teng- dar uppáhalds bangsanum sínum. Einnig eru bangsar tákn öryggis og vellíðunar í huga okkar á sama hátt og bækur og bókasöfn eru vonandi. Dagurinn sem bangsavinir hafa valið sér er 27. október, afmælisdagur Theodore (Teddy) Roosevelt fyrn'erandi Bandaríkjaforseta. Á Bókasafn Húnaþings vestra mætti lifandi Bangsi, krökkunum til mikillar gleði. Bangsi, sem heitir fullu nafiii Björn Sigurðsson, býr á Hvammstanga og er þúsund- þjalasmiður. I áratugi hélt hann árlega upp á affnæli sín og bauð jafnan öllurn krökkum í þorp- inu í affnælisveisluna. Heimild: www.forsvar.is Ferðastúdentar Bingó! Hið árlega bingó ferða- stúdenta verður haldið í Bóknámshúsi FNV 3. nóvember kl. 20:00. Veglegir vinningar eru í boði fyrir þá sem kaupa spjald og styrkja í leiðinni ferðalag braut- skráningarnema Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem farið verður í vor. Spjaldið kostar 500. krónur. Allir eru hvattir til að mæta og hrista bingó-vöðvann! Flísar -flotgólf múrviðqerðarefni toyota :: tryggingamiðstöðin :: kodak express :: bækur og ritföng :: Ijósritun í lit bókabúðin gormar og plöstun :: fleira og fleira BOKABUÐ BRYBcJARS - 3119 í TjolSKjlcþnoi BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUÐÁRKRÓKUR SlMI 453 5950 FAX 453 5661 bokabud@skagafjordur.com

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.