Feykir


Feykir - 03.11.2004, Blaðsíða 7

Feykir - 03.11.2004, Blaðsíða 7
38/2004 Feykir 7 a-babbl Nafn: Sigurður Örn Agústsson. Árgangur: 1970. Fjölskylduhagir: Afar góðir ■ oftast nær. Starf / nám: COO Creditinfo Group Ltd. /Eraðlæra. Bifreið: Á 5 ára gamlan Opel Vectra á íslandi og nota almennings- samgöngur erlendis. Hestöfl: Já takk. Þau gefa lifinu gildi -þaðer þessi lífrænt ræktuðu.... Hvað er í deiglunni: Sigra sjálfan sig og svo heiminn....það verður léttara! Hvernig hefurðu það? Eins og oftast gott. Er allhress bara. Hvernig nemandi varstu? Líflegur. En þú gætir fyrirhitt ein- hverja sem myndu segja að ég hafi verið "skæruliði" - jafnvel stundum með óknytti. Ekki trúa þeim! Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Þá; allt dótið og fólkið. Nú; tvímæla- laust myndin. Alveg frábær mynd, maður er í sérsaumuðu leðurvesti og með svart leðurbindi. Toppiði það! Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Róiegur og vitur og skemmtilegur. Hefði kannski átt að stefna á eitt- hvað raunhæfara? Hvað hræðistu mest? Eigin takmarkanir og reyni því endalaust að vinna á þeim. Hver var fyrsta platan sem þú keyp- tir Ieða besta)? Fyrsta platan var með Kötlu Maríu en kandídatar í þá bestu eru U2 Joshua Tree, Steeltown með Big Country eða Doolittle með Pixies. Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Næsta lag bara - og fer léttmeð. Hverju missirðu helst ekki af í sjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? Homer Jay Simpson er enn besta sjónvarspefnið. Maður er dauður, þátturinn hans Hannesar var líka alveg met. Besta bíómyndin? Shawshank Redemption er nú ansi ofarlega. Svo mæli ég með stærðfræðitryllinum Pí- allir að leigja þá snilldar- mynd - og hafa svo samband og þakka mér greiðann. Bruce Willis eða George Clooney /Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Þetta eru alveg lamaðir kostir, en ég vel Bruce - hann er sköllótt gamalmenni sem á undir högg að sækja. Búinn að tapa Demi til ofvaxins unglíngs og þarf á þvi að halda að á hann sé trúað. Gwyneth af því að ég hef engan áhuga á tölvuleikjum. Hvað erí morgunmatinn? Kornfleks og stundum hunangs- seríós. Uppáhalds málsháttur? Maður kennir ekki DAUÐUM hundi að sitja. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Við Hómer eigum margt sameigin- legt, en Dilbert erlika snillingur. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? Glóðaristað Kornfleks er algert sælgæti. Annaðhvort það eða að kunna á síma... Hver er uppáhalds bókin þín? Ætli það gæti ekki verið Andvökur Stephans G. Efþú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...til Galapagos. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Dómharka. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Almenn leiðindi og illkvittni. Hvaða iþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á ? Vinur minn Eyjólfur er fyrirmyndar- iþróttarmaðurog toppdrengurí alla staði. Dómara nefni ég þrjá: Pálma Sighvats, þvi að þegar ég var í Tindastól var gott að hafa dómara sem ekki tapaði á heimavelli! - Helgi Árnason skólastjóri á Blönduósi er afar góður dómari - sem leikmaður og sama má segja um snillinginn Hermann Arason. Frábær dómari / leikmaður. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Búðardalurinn er nú betri - Death to Disco og það allt. Maður er svo mikill sveitamaður í sér. Enda er "sveitamaður" hrósyrði - og allir í N V kjördæmi að upplagi sveita- menn. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Afi minn. Allir hinir skipta litlu sem engu máli. Allavega snerta þeirmig ekki mikið. Hefði samt verið sniðugt að hitta JFK þegar hann var upp á sitt besta. Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Fótbolta, hest (og meri) og konu og hæfi svo bara bestu kynbótarækt- un sem sögur fara af Hvað er best í heimi? ísland með öllum sínum kostum og göllum. íþróttafréttir Körfubolti Sætur sigur á KR Leikur Tindastóls við KR í Síkinu síðastliðið fimmtu- dagskvöld var frekar undarlegur. KR var betra liðið í 35 mínútur en síðustu 5 mínútur leiksins umturnaðist leikur Stólanna og á einhvern sérkennilegan hátt inn- birtu heimamenn sigur- inn og áhorfendur réðu sér vart af kæti í leikslok. Lokatölur 75-73. Leikurinn fór ágætlega af stað, jafnt á flestum tölum í byrjun en síðan sigu KR-ingar framúr. Gestirnir spiluðu vörn- ina fast, og fengu til þess leyfi dómara leiksins, og þá gekk boltinn mun betur í sókninni hjá KR. KR komst í 14-20 en Stólarnir náðu að minnka muninn í eitt stig áður en íyrsti leikhluti var úti. Staðan 21-22. Annar leikhluti var að mestu eign Kristins Óskarssonar dómara sem virtist hafa farið öfugum megin framúr rúminu. Nema hvað, KR jók muninn og komst mest í 30-38. Svavar lék vel í fyrri hálfleik og gerði 15 stig en staðan í hálfleik 35-41 fyrir gestina. Þriðji leikhluti var afar Sóknarleikur liðsins tóm tjara, hvað eftir annað kornust leik- menn liðsins í álitlegar sóknir en misstu boltann klaufalega. Sem betur fer var KR-ingum álíka mislagðar hendur en mest náðu þeir 14 stiga forskoti, 45- 59. Fyrstu fimm mínútur fjórða leikhluta var ekki útlit fyrir dra- matískar lokamínútur því KR- ingar höfðu enn yfirhöndina og staðan 57-67. Þá allt í einu small leikur Stólanna saman og leikmenn KR komnir í villu- vandræði. Á svipstundu snérist leikurinn í höndum KR-inga og Andri minnkaði muninn með 3ja stiga körfu í 66-67 og allt ætlaði vitlaust að verða í Síkinu. Gestirnir komust í 66- 69 en Ron Robinson kom Stólunum yfir 70-69 og var það í fyrsta sinn síðan í fyrsta leikhluta sem Stólarnir leiddu. Síðasta mínútan var æsi- spennandi. Stólarnir komust í 72-70 og Svavar nýtti eitt víti af tveimur og jók bilið í 73-70. KR-ingarbrunuðu upp en mis- stu boltann og Ron Robinson fékk tvö víti þegar um 20 sekúndur voru eftir. Hann klik- kaði hins vegar á báðum og gestirnir brunuðu upp og Ólaf- ur Ægisson jafnaði 73-73 með glæsilegu 3ja stiga skoti. Stólarnir brunuðu upp og Ron Robinson fékk tvö vítaskot þegar 1,7 sekúndur voru eftir. KR-ingar tóku leikhlé eftir að dómarar komu sér saman um að þeir mættu taka þrjú leikhlé í síðari hálfleik. Allt kom fyrir ekki, Robinson setti nú bæði skotin í af öryggi og KR-ingum tókst ekki að koma boltanum á samherja og þar með rann leik- tíminn út. 75-73 - sætur, sætur sigur! INTERSPORTDEILDIN í KÖRFU íþróttahúsid á Sauðárkróki TINDASTÓLL 75 KR73 Stig Tindastóls: Svavar28, Robinson 26, Fletcher 13, Andri 5 og Björn Einars 3. Ólafshússmótaröðin í golti Þórður Karl sigraði Frá vinstri: Guðmundur Ragnarsson og Ásgeir Einarsson frá Golfklúbbi Skagafjarðar, þá Ásmundur, Þórður Karl og Guðni og loks Úlafur Jónsson. Ólafshússmótaröð var leikin á Sauðárkróks fjórtán miðviku- Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi daga í sumar. Auk þess sem ÓLAFSHÚSSMÓTARÖÐIN Úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti Þórður Karl Gunnarsson 32 stig 2. sæti Ásmundur Baldvinsson 31 stig 3. sæti Guðni Kristjánsson 27 stig leikið var til sigurs í hverju móti fyrir sig var leikið í heildarsti- gakeppni fyrir sumarið og þegar upp var staðið reyndist Þórður Karl Gunnarsson hafa sigrað. Glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin voru í boði Ólafs- húss en verðlaunaafhending fór ffam í Ólafshúsi miðvikudag- inn 27. október. Keppnin á mótaröðinni var hnífjöfri og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta móti. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is TU sölu Landnámshænsni og pekingendur. Seltipörum. Nánari upplýsingar i síma 846 8192. Félagsvist Félagsvist verðurspiluð i Höfðaborg, Hofsósi, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 21:00. Verðlaun. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Félag eldri borgara á Hofsósi. Dekk til sölu VI sölu nagladekk, 33 tommu á felgum. Upplýsingar i síma 453 6693 á kvöldin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.