Feykir


Feykir - 17.11.2004, Blaðsíða 4

Feykir - 17.11.2004, Blaðsíða 4
4 Feykir 40/2004 Sagan bak við hugmyndina að Þjóðarblóminu Hugmyndin kviknaði í Skotiandi Ásdís með Sigurði Geirdal bæjarstjóra Kópavogs í Salnum. „Ég var auðvitað ánægð að sjá hugmynd- ina orðna að veruieika, en ég hafði mestar áhyggur af því að holtasóleyjan yrði ekki valin þjóðarblóm. Hún hefur marga góða kosti, er formfögur og til dæmis gott að teikna hana og sauma út," segir Asdís Sigurjónsdóttir, kennari og húsfreyja á Skörðugli, aðspurð um hvernig henni hafi liðið við útnefningu þjóðarblómsins í Salnum í Kópavogi á „Ég fékk hugmyndina að þjóðarblóminu á ferðalagi í Skotlandi. Við hjónin vorum þar á ferðalagi og heimsóttum rneðal annars handverkshús, þar sem voru til sölu alls konar minjagripir. hað var áberandi hvað Skotarnir gerðu mikið úr þistlinum, sem er þeirra þjóðarblóm. Ég hugsaði með mér að þarna væri alveg óplægður akur. Okkur Islend- inga vantaði þjóðarblóm, sem síðan gæti nýst okkur til dæmis sem efniviður í fjölbreytt handverk. Ég var svo uppnumin að strax og ég kom heim ritaði ég Guðna Ágústssyni, landbún- aðarráðherra bréf og stakk upp á því að hann tæki málið að sér. Guðni tók erindinu vel, skipaði sérstaka þjóðarblómsnefnd með þátttöku annarra ráðu- neyta og Landverndar og gerði dögunum. Níels Árna Lund, skrifstofú- stjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu að verkefnisstjóra. Nefndin stóð vel að undirbúningnum, efndi til for- vals síðastliðið vor og gaf út veggspjald með tuttugu blónr- um er keppa skyldu um heiðurstitilinn þjóðarblóm Islands. Síðan var aftur efnt til kosninga, þannig að eftir stóðu sjö blóm sem kepptu á loka- sprettinum. Mogginn tók málið upp á arma sína Margt skennntilegt gerðist í kringum þetta. Morgunblaðið tók leitina að þjóðarblóminu upp á arma sína og var í surnar með vikulega umfjöllun um þau blóm sem voru í vali. Þessu hefur fýlgt mikil umræða og vakið marga til umhugsunar um blómin í náttúrunni. Fólk fór að staldra við, horfa niður fyrir fæturna á sér og veita athygli gróðrinum í náttúr- unni. Þjóðarblómsnefhdin sendi síðan erindi til allra grunnskóla á landinu og skoraði á skólana að taka málið upp á sína arma og koma sér saman um þjóðarblóm annars vegar og hins vegar héraðsblóm fyrir hvet og eitt hérað.” Eftir að . valreglur þjóðarblómsnefndarinnar lágu fyrir var Ásdís ekki í vafa um hvað hún vildi. „Holtasóleyjan var mín draumaplanta,” segir hún. “Ég tók þjóðarblómið sem verkefni með 4. og 5. bekk í vor. Nefndin gaf út viðmið- unarreglur um hvaða kröfur þjóðarblóm þyrfti að uppfylla. Við tókum auðvitað mið af þessum reglum þegar við fórum gaumgæfilega yfir ísl- ensku blómaflóruna. Holta- sóley er mjög sýnileg í nátt- úrunni, vex um allt land og ber sígræn blöð. Eftir að ég var búin að fara í gegnum þetta með nemendum mínum í vor Þrenningarfjóla eða þrenningargras (Viola tricol- or) er sums staðar algeng um norðan- og vestanvert landið, en annars staðar sjaldgæf eða ófundin. Hún vex einkum á melum eða i þurrum brekkum, einnig I möl og sandi. Hún er duglegur landnemi og fljót að sá sér út þar sem san- dar eru eða möl eins og oft er í vegköntum sem stráðir eru muln- ingi. kom aldrei annað blóm til greina í mínum huga.” Þrenningarfjólan héraðsblómið í Skagafirði Það kom á daginn að 4. og 5. bekkur voru sammála kennara sínum og krakkarnir völdu holtasóleyju sem hérðasblóm. Það hefur ekki verið jafn áberandi í umræðunni en skólunum var einnig uppálagt að útnefna hérðasblóm. Þren- ningarfjólan varð fýrir valinu hjá krökkunum í Varma- hlíðarskóla. En af hverju? „Þrenningarfjólan er stað- bundin jurt, sem vex nær eingöngu á Norðurlandi og Vesturlandi, hún er einnig afskaplega falleg, bæði hvað varðar liti og formfegurð,” segir Ásdís. „I haust tók náttúru- fræðikennari Varmahlíðar- skóla málið síðan upp í öðrum bekkjum og þau kornust að sömu niðurstöðu. Frestur fýrir skólanna til að skila inn tillögum til nefndarinnar var til 20. september. Vegna þess að Veggspjald Varmahlíðarskóla. við höfðum ekki mikinn tíma til stefnu völdum við kennarar nokkra handlægna nemendur er unnu undir verkstjórn Sigrúnar Indriðadóttur að gerð veggspjaldsins sem var ffamlag Varmahlíðarskóla til sam- keppninnar. Landvernd safn- aði síðan saman innsendum spjöldum frá skólunum og setti upp til sýnis á annarri hæð í Kringlunni í Reykjavík. Eitt af því sem nefndin óskaði eftir var að nemendur gerðu Ijóð um blómið sem skyldi fýlgja með veggspjald- inu. Kári lét krakkana gera ljóð og við kennararnir völdum síðan úr besta ljóðið. Það reyndist vera eftir Aldísi Gísladóttur frá Glaumbæ. Síðan kom í ljós þegar til- kynnt var um val á þjóðar- blómi í Salnum í Kópavogi, að hennar ljóð hafði verið valið til upplestrar. Kristbjörg Keld, leikkona las upp tvö ljóð, annað eftir nemanda úr Borgarnesi, ljóð um gleym- mérey og hitt eftir Aldísi um holtasóleyjuna.” Frá mínum bæjardyrum séð með Jóhanni Má Pottþéttur diskur sem lætur vel í eyrum Það má með sanni segja að hljómdiskurinn Frá mínum bæjardyrum fari vel í eyra og reyndar undarelgt að Jóhann Már skuli ekki hafa látið líða jafn lagt á milli útgáfa og raun ber vitni. Tíðindamaður Feykis hafði fyrirfram búist við hefðbundinni einsöngsplötu frá Jóhanni Má Jóhannssyni, bónda og tenórsöngvara í Keflavík. Við hlustun kom í Ijós að svo er ekki. Diskurinn, sem er gefinn út af Skífunni, inniheldur 16 lög, tvö ný annað eftir Geirmund Valtýsson við texta Kela, Guðbrands Þorkells Guð- brandssonar og hitt eftir Magnús Kjartansson við texta Kristjáns Hreinssonar, hin 14 eru mismikið þekkt. Öll eru lögin framúrskarandi vel heppnuð en segja má að gæti ítalskra áhrifa í flutningi Jóhanns Más. Jafnframt er eftirtektarvert hvernig hann fer sínar eigin leiðir í flutnigi og útsetningu laganna eins og titill disksins reyndar vísar til. Fyrsta lag' disksins gefur tóninn um það sem koma skal. Hvar ertu hljómaði á sínum tíma í flutningi Hauks Morthens, róleg og ljúf ball- aða. Næst kemur Hin eina sanna ást, sem um var valið um helgina besta nýja brúðkaup- slagið í samkeppni Dómkórsins og Þjóðkirkj- unnar. Lagið er þrælgott og flutningurinn pottþéttur. íslen- ski bóndinn kom fýrst út í flut- ningi Jóhanns á afinælisdiski Geirmundar. Hér er það tekið upp að nýju og ég er ekki ffá því að þessi upptaka sé betri. Liðinn er dagur er heitið á nýja laginu eft ir Geirmund. Lag sem sækir á mann ef svo má segja. Jóhann Már hefúr fært það í sinn búning, textinn kemst vel til skila og útkoman er lag sem án efa á eftir að heyrast oft. Meðal þekktra laga á diskinum má nefna Þú komst í hlaðið, Vöggukvæði, Rósin og Söknuður. Senuþjófur disksins er að mati undirritaðs hins vegar lagið Ég man hver- ja stund sem er hreint út sagt ffábært í flutningi Jóhanns Más við undirleik Rögnvalds Valbergssonar. Lagið var tekið upp í Dalvíkurkirkju eins og mörg önnur á diskinum. Það er full ástæða til þess að óska Jóhanni Má og samverkamönnum hans, þó sérstaklega upp- tökustjóranum Magnúsi Kjartanssyni, til hamingju með diskinn Frá mínum bæjardyrum. Mín spá er sú að diskurinn eigi eftir að skipa sér á bekk með sígildum útgáfúm þegar ffam líða stundir. Árni Gunnarsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.