Feykir


Feykir - 17.11.2004, Blaðsíða 6

Feykir - 17.11.2004, Blaðsíða 6
6 Feykir 40/2004 Jón Ormar Ormsson skrifar_ A sjöttu síðu um dag og veg Að þekkja sína Fyrir réttum 40 árum urðu þau tíðindi hér úti í Aðalgötunni, að Sparisjóður Sauðárkróks - sem var til húsa þar sem nú er Ólafs- hús - hætti daglegum rekstri sínum og geldc heill og óskiptur, eins og þar stendur, inn í Búnaðarbanka Islands. Lands- bankinn og Búnaðarbankinn, sem voru ríkiseign á þessum tíma, voru á þessum árum að þétta útibúanet sitt og gerðu það meðal annars með þeim hætti að yfirtaka sparisjóði í hinum ýmsu byggðarlögum. Þriðji ríkisbankinn, Útvegs- bankinn, stóð ekki í slíkum gjörningum enda önnum kaf- inn við að halda á floti útgerð landsnranna sem barðist mjög í bökkum, eða bönkum eins og Flosi orðaði það. Flvaða skoðun sem menn kunna að hafa á þessu í dag þá var þetta mikið heillaspor á sínum tíma fyrir landsbyggð- ina. Hér á Krók urðu allt í einu til peningar, svona uppúr þurru, til ýmissa athafna sem ekki varð komið í verk áður. Menn fóru í bankann til Ragnars með blað og í dyrunum vissi Ragnar þegar erindið og allt unr þann sem var með blaðið og allt um þá sem voru á blaðinu til tryggingar skilvísri greiðslu. Og erindið fékk þá afgreiðslu sem farsælast var fýrir báða, lánþegann og bankann. Og saman unnu samfélagið og bankinn og jukust að vexti og viðgangi. Án liðsinnis Búnaðarbank- ans hefði aldrei verið hægt að ráðast í þá uppbyggingu hér á Krók sem hófst uppúr miðjum sjöunda áratug liðinnar aldar. Og er önnur saga. Traust trygging til greiðslu á 100% láni Á þessum árum þótti það happ þegar menn gátu komið sér upp góðum víxli í bankastofn- un og dundað sér við fram- lengingar og nart í höfúðstól við hverja framlengingu. Verðbólgan vann með mönn- um, enda vextir og kostnaður í skiljanlegum einingum. En svo hófst verðtrygging á lánum og þá byrjaði baslið fýrir rnarga. Vextir og kostnaður óx mönn- um yfir höfuð. Og allir kepptust við að tapa, bankarnir líka. En svo varð allt í einu nrikil breyting og allir fóru að græða og bankarnir að keppast við að lána fólki og það á svo lágum vöxtum að varla tekur að nefna þá. Nú vilja bankarnir lána fólki 100% lán út á húsnæðið sem lántakandi býr í og á að nafhinu til. Að vísu mun í stöku tilfell- um krafist að lántakandi verði sér úti um líftryggingu og til slíks gjörnings verða menn að leggja fram lífsýni og er þá helst talað um þann vökva sem menn kasta af sér. Úr þessurn vökva lesa bankarnir síðan hvort menn hafi heilsu til að taka 100% lán. Það er alkunna að margir hafa orðið heilsu- lausir í skuldabasli og íþyngt með þeim hætti heilbrigðis- kerfinu. Nú bjóðast sum sé heilsusamleg 100% lán. Það er svo aftur ósögð saga með hvaða hætti menn bregðast við þegar þeir koma í bankann sinn og fá þar þann úrskurð að í þvaginu séu um- talsverð vanskil. Og þá getur komið upp óvænt staða fýrir þá sem geta kastað ffá þér greiðslu- þolnu þvagi. Jafiivel uppá 200% lán. Slíkum varningi má auð- veldlega korna í verð. Ekki ólík- legt að slíkt fari að sjást í aug- lýsingum. Og þá kann sá tími að vera liðinn að möppur prýði veggi í lánastofnunum en í þeirra stað komi ílát sem geyma lífsýni. Jafiwel af ýmsum toga. Peningar ekki vandamál John D. Rockefeller hét maður vestan hafs sem stundaði kaupsýslu með talsverðum árangri. Ævisaga þessa manns kom út á íslensku fýrir mörgurn ára-tugum og er í dag ákaflega forvitnileg lesning. Þessi kaupsýslumaður ráðlagði mön- num að eyða aldrei meiru en aflað er. Ef aflafé er einn dollari þá má ekki eyða meiru en hál- fúm doll-ara, ef menn ætla sér að eignast eitthvað. Reyndar segir þessi maður, sem varla vissi aura sinna tal um það er lauk, að peningar séu eldd vandamál í sjálfu sér nerna það augnablik sem mönnum finnst þá vanta. Þetta er í sjálfu sér ekki niðurstaða, heldur aðferð til hugsunar. Það er svo aftur önnur saga hvernig mönnum tekst að tileinka sér þá hugsun. Jón Ormar er maðurinn? Eftir nokkurt hlé birtist mynda- þáttur Héraðsskjalasafns Skacj- firðincja á síðum Feykis. Ástæða er til að þakka þeim fjölmörgu sem hafa hjálpað okkur við að þekkja Ijósmyndir í gegn um tíðína. Árangurinn hefur verið mikill og fjölmargar myndir hafa þekkst sem annars væru í raun litils virði. í síðasta mynda- þætti þekktist ein mynd nr. 512. Hún er af Sveini Bergssyni og Ingibjörgu Jónsdóttur, en þau bjuggu á Þingeyri. Nú eru birtar fjórar myndir sem bárust safninu úr ýmsum áttum. Þau sem þekkja myndirnar eru vinsamlegast beðin að hafa samband við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga í síma 453 6640. Sögufélag Skagfirðinga Skagfirðingabók komin út í 29. skipti Út er komin 29. Skagfirðingabók sem er rit Sögufélags Skagfirðinga. Skagfirðingabók var first gefin út árið 1966 en þá voru í ritstjórn þeir Hannes Pétursson, Kristmundur Bjarnason og Sigurjón Björnsson. Skagfirðingabók ku vera ein elsta héraðssagnaritröð sem enn er gefin er út á íslandi. Núverandi ritstjórn Skag- firðingabókar er skipuð þeim Gísla Magnússyni, Hjalta Páls- syni, Sigurjóni Páli Isakssyni og Sölva Sveinssyni og kennir ýmissra grasa í nýju bókinni. Þannig skrifar til að mynda Gunnar Oddsson í Flatatungu um Hjörleif frá Gilsbakka, Björn Jónsson skráði Forlögin kalla eftir frásögn Agnesar Guðfinnsdóttur, Lárus Zoph- oníasson fýrrverandi bóka- vörður skrifar urn Sölva mál- ara og Jíristniundur Bjarnason ritar hugleiðingu um forn- byggð í Vesturdal sem hann nefnir Goðdælu. Þá skrifar Árni Gíslason í Eyhildarholti um Karlakórinn Feyki, Magnús Helgason sagnfræð- ingur segir af Markúsi Þorleifs- syni heyrnleysingja ffá Arnar- Spjallað um Da Vinci lykilinn___________ Spennubók vekur upp spurningar Um jólin síðustu kom hér út bókin Da Vinci lykillinn eftir Dan Brown. Bókin hafði vakið athygli víða um lönd og gerði það einnig hér. stöðum í Sléttuhlíð og Franch Michelsen úrsmíðameistari rif- jar upp minningabrot frá upp- vaxtarárum á Króknum. c Áslcrifendur Skagfirðinga- bókar eru um 800 talsins og geta þeir sem hafa áhuga á að gerast áskrifendur snúið sér til Héraðsskjalasafns Skagfirð- inga. Finmtudagskvöldið 11. nóvember, á Marteinsmessu, boðaði Löngumýrarnefnd til bókspjalls þar á staðnum. Vel var mætt þrátt fýrir leiðinda- veður og haustannir og aðra menningarstarfsemi og spunn- ust ágætar umræður í stofúnni á hinum garnla húsmæðra- skóla, sem nú er Fræðslu- og kyrrðarsetur íslensku þjóð- kirkjunnar. Sagan er ágætlega skrifúð spennusaga um leit söguhetj- anna að hinum heilaga grali, en hún er sett upp sem hugvitsam- legur ratleikur til að koma sann- leikanum í hendurþeirrarmann- eskju, sem ein má geyma hann. Iæsendum bar nokkuð saman um það, að þótt söguþráðurinn væri vel spunninn og héldi þeim vel viðð efnið, væri sá þáttur, sem fjallar um tákn og táknmál ekki síður heillandi. Eldforn tákn, bæði úr heiðni og þau sem þekkjast í kristinni kirkju, svo sem fimmblaða rósin, fimmarma stjarnan, Davíðsstjarnan, þríhyrningur, tákn sem mörg hver eru til vitnis um átök hins kvenlega og karl- lega leika stór hluNerk í sögun- ni. Varð þetta tilefni til umræðna um viðhorf til þessara atriða í þjóðfélagi okkar og um það þegar ólíkir siðir og trú rnætast. Kjarni sögunnar og aðal spurning er sú hvort Jesús sé bæði sannur maður og sannur Guð, en því svarar kristin kirkja afdráttarlaust játandi, eða hvort hann hafi verið aðeins maður en vissulega gæddur krafti umfram aðra. Gestir á Löngumýri þetta kvöld lýstu áhuga á þvi að koma saman aftur og fræðast enn meira urn táknmál trúarbragða og kristni, einnig að hittast til að rökræða efni fleiri góðra bóka. Löngumýrarnefnd á þakkir fyrir frumk\'æðið og vonandi nýtir fólk sér vettvanginn á Löngumýri til að auðga andann. Dalla Þórðardóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.