Feykir


Feykir - 17.11.2004, Blaðsíða 8

Feykir - 17.11.2004, Blaðsíða 8
Fevkir Óháð fréttablað m á Norðurlandi vestra 17. nóvember 2004 :: 40. tölublað :: 24. árgangur O Shej 1 1rAÁ=ge[l Sími: &Ú*1 453 6666 VlDEQ tL Sími: 453 6622 Skagafjörður Aftur flogið á Krókinn Áætlað er að flug hefjist að nýju til Sauðárkróks um næstu mánaðarmót. Áætlun liggur ekki fyrir en væntanlega verður flogið sex sinnum í viku. Það er Landsflug sem mun Guðmundur Ingi Sigurðs- fljúga á Krókinn en það félag son, framkvæmdastjóri Lands- tók yfir innanlandsflug flugs, segir það vera Landsflugi íslandsflugs þann 1. október til mikillar gleði að geta gert síðastliðinn. þetta fyrir íbúana, ekki síst Siglfirðinga sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Fyrirhugað er að gera markaðsátak í sam- vinnu við bæjarfélögin og er áætlunarflugið hafið í trausti þess að það leiði til íjölgunar farþega. Áætlun liggur enn ekki fyrir en Guðlaugur býst við því að flogið verði kvölds og morgna á þriðjudögum og fimmtudög- urn en eitt flug verði á föstu- dögum og sunnudögum. Þá verður keypt ný nítján sæta Dornier vél til að þjóna á þess- arileið. Björgunarsveitin Strönd Nýr björgunarbátur á Skagaströnd Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd hefur fest kaup á nýjum björgunar- báti sem ráðgert er að komi hingað til lands frá Englandi í byrjun næsta árs. Um er að ræða öflugan 44 brúttólesta plastbát, sem kemur til með að þjóna fýrst og ffemst sjómönnum sem róa á Húnaflóa- svæðinu. Sex manns verða í áhöfh bátsins sem gengur 16 rnílur við bestu afköst. Að sögn Reynis Lýðssonar hjá Strönd er tilkoma bátsins mikil- vægt öryggisatriði fyrir sjómenn á þessu svæði en unr 60-70 smærri bátar eru gerðir út á svæðinu yfir sumartímann. Tilraunaverkefni Hólaskóla Eitt af 30 bestu verkefnunum Evrópuverkefnið Routes - Access to training via mentor supported learning groups hefur verið valið sem eitt af 30 bestu tilraunaverkefnum innan Leonardo áætlunar Evrópusambandsins og tekur þátt í sýningu í Maastricht 14. - 16. desember næstkomandi. Um er að ræða sýningu í tengslum við ráðstefnuna Stengthening European Cooperation in Vocational Education and Training, auk þess sem menntamálaráðherrar 31 Evrópuríkis halda fund við þetta tilefni. Sýningin verður opnuð 14. desember að viðstöddunr fjölda stjórnmála- rnanna, ráðamanna innan Evrópusambandsins og fjöl- rniðla. Verkefirið Routes stóð yfir í þrjú ár, 2001-2003 og voru þátttökulönd auk Islands, Eistland, Skotland og írland. Um var að ræða námsefnisgerð í fullorðinsfræðslu, þar sem miðað var að sjálfsnámi í hópastarfi, án liðveislu kenn- ara. Það námsefni sem þarna varð til ijallaði urn rekstur lít- illa fýrirtækja, sjálfsstyrkingu og færni í samskiptum, auk þess sem lítilega var farið í tölvutækni. Eftir gerð námsefnis fór fram vettvangsprófun í náms- hópum í hverju þátttökulan- danna.Tveir íslenskir nárns- hópar tóku þátt í verkefninu, annar á Snæfellsnesi, en hinn á Hofsósi og nágrenni. Til ganrans má geta þess að flestir þátttakendur frá Hofsósi og nágrenni mynda nú hand- verkshópinn Fléttuna Heimild: www.holar.is Skagafjörður „Á Miklabæ var mikið rok" Agnar við tréið sem lét undan vindinum. Á dögunum birtist frétt í Mogganum um að aust- angarrinn í Blönduhlíð- inni hefði rifið upp með rótum 30 ára gamalt tré í garðinum við Mikla- bæjarkirkju. Björn Björnsson, fréttarit- ari, sendi með fréttinni lag- lega fréttamynd er sýnir Agnar Gunnarsson, oddvita og bónda á Miklabæ, virða fýrir sér skemmdirnar. Þetta varð Pálma Jónssyni, verktaka á Sauðárkróki, )Tkisefiri. Á Miklabœ var mikið rok, meiðar sterkirfóni. Agnar sér hér endalok Ara-tuga flóm. Hestaíþróttir______________________________ Tveir Skagfirðingar valdir knapar ársins Á uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var á Broadway síðastliðið laugardagskvöld voru útnefndir hestaíþróttamenn ársins. Norðlensku hetjurnar voru þau Björn Jónsson á Vatnsleysu sem var valin íþróttaknapi ársins og Heiðrún Ósk Eymundsdóttir sem hlaut titilinn efnilegasti kanpi ársins. Þau Björn og Heiðrún voru sigursæl á síðasta keppnisári en Björn varð íslandsmeisari í tölti og vann töltkeppnina á Lands- mótinu á Hellu í sumar. Hjá Heiðrúnu bar hæst sigur í ung- mennaflokki á Landsmóti, þar sem hún varði titilinn sinn frá því á Vindheimamelum 2002. Einnig hlaut hún reiðmennskuverðlaun FT á Lands-mótinu í sumar. Valið er í höndunr íþróttafréttamanna eða hinnar svo kölluðu "hófa- pressu". Flísar -flotgólf múrviðgerðarefni ADALSTEINN J. MARÍUSSON [ Sími: 453 5591 » 853 0391 » 893 0391 J tryggingamiðstöðin :: kodakexpress :: bækur og ritföng :: ljósrituní lit :: gormar ogjplöstun :: fleiraogfleiia bókabúðin BOKABUÐ BRYNcJARS BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGl 1 550 SAUÐÁRKRÓKUR SlMI 453 5950 FAX 453 5661 bokabud@skagafjordur.com - -Tíi'ii' 3II3 í CJblSKílolunnÍ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.