Feykir


Feykir - 17.11.2004, Blaðsíða 5

Feykir - 17.11.2004, Blaðsíða 5
40/2004 Feykir 5 Þótt fyrrverandi ritstjóri Feykis hafi skrifað kveðjupistil sinn í blaðið, og tilgreint þar að það yrði sá síðasti, hefur hann vegna beðni núverandi stjórnenda blaðsins, áveðið að ganga á baki orða sinna, og skrifa pistla í blaðið áfram sem notaðir verða sem upp- fyllingarefni efá þarfað halda. Þá eru glefsur úr rissblokkinni ágætur útgangspunktur. Eins og áður hefur kannski verið sagt í þessum pistlum er í blaðamennskunni ekkert skemmtilegra en þegar farið er “út á örkina” að afla efnis. Sérstaklega er þetta gaman þegar farið er að vora og náttúran að lifna að vetrar- dvalanum. Á rnikl- um góðviðrisdegi vorið 1987 var haldið á Skagann í efhisleit. Þetta var skömmu fyrir al- þingiskosningar og ekki löngu eftir að pistillinn úr niorg- unkaffinu með orginölunum á Króknum var skrifaður. Þessi ferð var sáralítið undirbúin, rokið bara til þegar veðrið skartaði sínu besta. Þó minnir mig að haft hafi verið sam- bandi við Lárus gamla í Neðra- Nesi varðandi viðtal í blaðið sem hann lét fúslega í té. Og það var svosem alveg nóg tilefni þessarar ferðar að hitta Lárus að rnáli. Hinsvegar var nágranni minn urn þetta leyti Björn Hjálmarsson frá Ytri-Mæli- fellsá, búinn að ámálga það að fá að koma með ef ég færi nú á Skagann. Með Bjössa í fylgd var ég nokkurnveginn viss um að rnyndu skapast nokkuð skemmtilegar samræður hitt- um við fólk í þessari ferð. Og það brást náttúrlega ekki. Þetta var sem sagt ákaflega skemmtilegt ferðaveður sem við Bjössi fengurn og það fór ekki hjá því að vorstemningin gerði verulega vart við sig þegar ekið var um rnynni Laxárdalsins og haldið út á Skagann með Sævarlandsvík- ina og eyjarnar á firðinum á vinstri hönd. Þessi staður í grennd sumarbrústaðar þeirra Fjólu og Olla í landi Þorbjarg- arstaða er án efa einn fallegasti staðurinn í Skagafirði. Bjössi lék við hvurn sinn fingur eins og vanalega. Bæði var hann ánægður með að hitta kunningja sína á Skag- anum að ntáli og svo ekki síður var hann spenntur fyrir kvöld- inu, en þá var einmitt á dagskránni framboðsfundur í Varmahlíð. Þar átti að koma fram fyrir Borgaraflokkinn Helena dóttir Alberts Guð- mundssonar, sem Bjössi taldi miklar líkur á að yrði oddviti flokksins hérna í kjördæminu. „Þetta er gullfalleg kona hún Helena og áreiðanlega alveg bráðgreind. Ég má alls ekki missa af þessum fundi. Heldurðu að við verðurn ekki áreiðanlega komnir fyrir kvöldið?”, sagði Bjössi. Þeir voru nú ekki rnargir bæirnir sem við Bjössi vitjuðum á Skaganum, auk Neðra-Ness. Þó komum við áreiðanlega við á Selnesi hjá Bjarna Egilssyni, á Mallandi hjá Ásgrími og Árnýju og litum við í nýju höfnin- ni í Selvík, sem þá var einmitt verið að vinna að. Þar niðurfrá hittum við Ingólf Sveins- son í Lágmúla þar sem hann var að ditta að bát sínum, undirbúa fyrir grásleppu- vertíðina. Ingólfur hafði frá ýmsu að segja og útskýrði fyrir okkur kosti nýju hafharaðstöðunnar og eiginleikum þessa lending- arstaðar ffá náttúrunnar hendi. Ingólfur fór þó ekki alveg eins náið út í lýsingar sínar eins og faðir hans Sveinn Nikódemus- son gerði stundum þegar hann var að lýsa innsiglingunni í Sauðárkrókshöfh og reyndar sjávarbotninum alveg út á Nestána og kannski víðar. Það var eins og Sveinn hefði gjör- samlega kannað þessar botn- lendur gangandi þarna niðri og klifið og sigið fjallstoppa og aðra fyrirstöðu sem hann sagði á þessari siglingarleið. Sveinn virtist þekkja þarna hverja þúfu eins og hver annar gang- namaður. En toppurinn í þessari ferð var heimsóknin í Neðra-Nes og viðtalið við Lárus Björnsson, sem hafði frá mörgu fróðlegu að segja. Koman í Neðra-Nes var kannski ekki síður minnisstæð fyrir þær sakir, að það var eins og maður færi hálfa öld og vel það affur í tímann. Hann var ekki beisinn aðbúnaðurinn hjá þeim Lárusi og Svövu í Neðra- Nesi. Þau voru greinilega ekki fólk sem gerði miklar kröfur til lífsins, og töldust víst til þess hóps sem afneituðu ýmsum nýjungum. Þau voru fornbýl, eins og Sigrún dóttir þeirra lýsti svo ágætlega í viðtali í Feyki á liðnu sumri. Á heimleiðinni kom upp sú hugmynd að koma við í Selvíkinni og sitja fyrir grá- sleppukörlunum þegar þeir kæmu úr róðrinum. En til þess vannst ekki tími, enda hefði kannski þurft að bíða eitthvað eftir þeim, því ekki var GSM- sambandið komið á þessum árurn. Það þurfti náttúrlega að koma Bjössa inn á Krók í tæka tíð svo hann missti ekki af Helenu og framboðsfundinum í Varmahlíð. Hann var ennþá að dást að henni á heimleið- inni. GLEFSUR ÚR RISSBLOKKINNI Þegar við Bjössi fónim á Skagann ÞORHALLUR ÁSMUNDSSON SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Tveir góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 3,7% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 5,8%, ársávöxtun 5,88% Hafið Dið séð betrí uextiP Innlánsdeíld KS NemendafélaQ FNV siimr —■——baa',;. - ri-'Lv ’d'aginn 17.11 W 21:00 Ijginrt >^9.11. W. 21:00 Jagirtn 2^11 hl. 1^:00 sgirvn 2^11 W. 21:00 oagirtrt 2/.H. W. 21:00 agirvrt 2811 W. 21:00 LaKa^ynt Mid mm í háboar^a! F\q!bratÍTa™ Hlöfundur: Gu'ralf Leih*=t,jori: Gundurrn«5^

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.