Feykir


Feykir - 29.12.2004, Blaðsíða 4

Feykir - 29.12.2004, Blaðsíða 4
4 Feykir 45/2004 Jól í Japan Þann 11. september lagði ég af stað í langt ferðalag eða alla leið til Japan. Tilgangur ferðarinnar er að Ijúka BS námi í viðskipta- fræði. Síðastliðin tvö ár hef ég stundað nám við Viðskipta- háskólann á Bifröst og í vor bauðst mér að fara sem skiptinemi í eitt ár til Japan og Ijúka þriðja árinu þar. Slíkt kostaboð býðst nú ekki oft á lífsskeiðinu og ég hugsaði málið í rúma viku áður en ég ákvað að ræða þennan möguleika við fjölskylduna. sem hvatti mig ein- dregið til að takast á við þessa áskorun. Þegar aðeins tveir mánuðir voru í brottför breyttust einkahagir mínir þó verulega þegar 27 ára sambúð okkar hjónanna lauk. En ég á þrjú yndisleg börn, foreldra, systkyni og vini sem studdu við bakið á mér og hvöttu mig til að halda mínu striki. Þetta var því upphafið að nýju lífi og ég ákvað að taka þessu tækifæri fagnandi og njóta ævintýrisins. Ferðin til Japan Leiðin til Japan var Sauðár- krókur, Reykjavík, Keflavík, London, Tokyo, (Citose) Sapparó, og loks Otaru sem yrði heimaborg mín næsta árið. Ferðalagið hófst árla morguns hinn 11. september og áætluð koma til Otaru var seint um kvöld næsta dag eða 12. september. Með mér fór einnig annar nemi frá Bifröst, Ágúst Lárusson frá Akureyri. Þegar við lentum í London tók við 8 klst. bið eftir fluginu til Tokyo. I London ætluðum við Ágúst að nota 8 klukkutíma stopp til að skreppa í bæinn en það átti nú ekki að liggja fýrir okkur og lentum við í alls kyns hremming-um á vellinum. Flugið til Tokyo var þægi- legt, ef hægt er að tala um það í flugvél, ég náði að dorma aðeins á milli mynda og áður en varði vorum við lent í fimmtu stærstu borg heims, Tokyo. Eftir fjóra tíma þar vorum við enn komin uppí flugvél sem flutti okkur til Chitose sem er nálægt Sapparó. Þar tók á móti okkur japanskur strákur, Motoki, og vinur hans. Þeir eru nemendur hér við skólann og var falið að sjá um okkur fyrstu dagana. Það kont í ljós að þeir voru á pínulitlum bíl, svipuðum Yaris, og við Ágúst vorum jú með farangur til árs! En eftir rnikið bras, hlátur og pælingar á hreinni íslensku, japönsku og ensku náðum við að troða þessu öllu inn í bílinn, sitjandi ofaná töskunum og sitjandi undir þeim. Við vorum nú orðin heldur lúin enda búin að vera á ferðinni í einn og hálfan sólahring! Motoki villtist nokkrum sinn-um á leiðinni svo við vorum ekki komin lýrr en um mið-nætti. Við vorum því dauð-fegin að komast á heimavistina þó þar biði okkar ekkert nema tómt herbergi, galtómur ísskápur og morgundagurinn óskrifað blað. Lagðist í rúmið án sæn- gurfata og sofnaði með það sarna. Otaru university of Commerce Skólinn byrjaði svo næsta dag, 13.september á japönsku nám- skeiði sem stóð til mánaðarmóta en þá fór skólas- tarfið af stað fýrir alvöru. Ég hef nú alltaf vcrið ágæt í teikningu og hefrir mér gengið vel með kanji táknin og ritaða málinu en japanska talmálið er frekar strembið. En eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta viðskip- taháskóli og hefúr verið mjög virtur og rnikils metinn hér í Japan. Hinsvegar varð breyting á rekstrarformi skólans sl. ár og núna er hann ekki lengur rík- isrekinn og því eru víða merki þess að starfsemin búi við fjárskort. Til dæmis er tölvu- herbergi sem er ætlað olckur erlendu nemunum en þar er ein tölva virk af átta og þannig hefúr þetta verið í rúma tvo mánuði og er okkur sagt að það vanti peninga til að fá tölvuviðgerðarmenn. Aðrar námsgreinar sem ég tek á haustmisserinu (sem lýkur ekki h’rr en um miðjan febrúar) eru ntarkaðsfræði, japönsk stjórnun, saman- burður á hegðun og menningu mismunandi landa, APF.C sem eru hagfræðisamtök austur- kyrrahafslandanna , japönsk atferlisfræði (förum mikið í heimsóknir og spáum í japans- ka menningu) og svo japanska og aukatímar í japönsku með tútor og japönsku nemunum. Gæði kennslunnar hérna er mjög misskipt og er ég búin að sjá að þó við höfum verið rnjög gagnrýnin á Bifröst þá er það klassaskóli miðað við margt hérna. Aðbúnaður nemenda er mjög lélegur t.d. sitjum við stundum á tréstólum eða við borð sem eru of há. Hver kennslustund er 90 mínútur, engin pása og aldrei er gefin eftir ein mínúta. Oft lendum við í vandræðum með að koma efni frá okkur því ekki er notast við tölvur í kennslu- stundum heldur er aðeins unnið með blað og penna og tölvuverið er allt í steik svo það voru því mikil viðbrigði frá tölvuvædda þráðlausa kerfinu á Bifröst. Bókasafnsaðstaðan er hins vegar mjög góð og aðstaða til náms þar er mjög góð enda eru um 3.000 nemendur við skólann þ.e. 2970 Japanar en rúmlega 30 erlendir skipti- nemar. Minnir að bókatitlarnir í heild séu um 900.000 en flestar auðvitað á japönsku! Hérna á heimavistinni erum við t\rö frá íslandi, tvær frá Spáni, ein frá Austurríki, einn frá Rússlandi, tveir fi’á Frakk- landi, þrjú frá Þýskalandi, cinn ítali, þrjú frá Nýja Sjálandi, fimm frá USA, þrjú frá Kóreu og svo er restin af íbúunum frá Kína. Má segja að hér sé ein stór fjölskylda, a.m.k. eru allir dug- legir að mæta þegar haldin eru partý en hérna heitir allt partý hvort sem það er afmælisveisla frá 18-22 eða alvörupartý á ísl- Efst: Horft acI skíðapalli í Sapparó. 77/ hægri: í kennslustund. Að ofan: María Lóa í japönskum vetri. enskan mælikvarða! Krakkarnir eru dugleg að heimsækja ntig - hálfgerð mamma þeirra hérna - hvort sem tilefhið er gleðilegt eða ef eitthvað hefur bjátað á, þá hafa þau getað rætt málin, fengið faðm eða öxl til að halla sér að. Mikils virði að eiga eftir að fá heimsólcnir frá þeim öllum eða átt næturstað hjá þeim þegar dvölinni hérna lýkur. Otaru og daglega lífið Háskólinn er í Otaru sem er vestast og norðarlega á eyjunni Hokkaido, og eyjan sú minnir um margt á ísland, mikið landslag, strendur, klettar, íjöll, vötn, heitar uppsprettulindir og fleira. Otaru er staðsett við stóra vík milli tveggja skógi- vaxinna fjalla. Borgin þyldr lítil hér í Japan, “aðeins” 160.000 íbúar. Sapparó, hin fræga borg Vetrarólympíuleikanna og skíðaíþróttarinnar, er í um 30 mínútna fjarlægð héðan nieð lest og hún er 5 stærsta borg Japan með 1,8 miljón íbúa. Þangað er farið ef okkur þykir Otaru þrengja að okkur. Otaru er mjög vinalegur bær, erfitt að átta sig á stærð- inni því borgin dreyfir sér um stórt svæði og byggð á hæðum og í lægðum. Þannig að þegar verið er að fara niður í bæ þarf stundum að fara upp nokkrar brekkur áður en komið er að neðasta punkti sem er niður við höfnina. Þar stutt frá er Otaru Unga eða Otaru skurð- urinn sem er einkenni borgar- innar. Afskaplega fallegur og rómantískur staður og versl- anir og veitingastaðir við hvert fótmál. Otaru er fræg fýrir glerlist sína, fallegir munir eru unnir á blástursverkstæðum, einnig gera þeir einstaklega fallega skartgripi og annað úr steinum sem þeir slípa til í allar mögule- gar stærðir og gerðir. Ekki má heldur gleynta að þeir vinna mildð úr tré og leðri svo þetta er kjörinn staður fyrir list- unnendur eins og mig, sem get gleymt mér heilu klukku- tímana þarna að skoða fallega hluti. Svo er ekkert mál að skjóta sér í næstu hliðargötu og velja eitt af óteljandi veitinga-húsum og fá sér Ramen, sem er stór skál með ijúkandi heitri súpu með núðlum, grænmeti og kannski smá kjöti, eða Okonomiyaki, sem er græn- metisbaka blönduð kjöti eða sæfangi sem hver og einn bakar á pönnu sem er ígreypt í borðið. Og svo er alltaf hægt að fá sér sushi sem er þjóðarréttur Japana, hrísgrjón mótuð í litla köku og efst er yfirleitt hrátt sjá- vartáng, fiskur, humar, rækjur, túnfiskur, smokkfiskur eða lax. Eldamennskan er einföld en vandað til hráefnis. Það er

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.