Feykir


Feykir - 29.12.2004, Blaðsíða 7

Feykir - 29.12.2004, Blaðsíða 7
45/2004 Feykir 7 Guðmundur Valtýsson_____ Hagyrðingaþáttur 396 Heilir og sælir lesendur góðir. Er þessi þáttur er í smíðum hefur, eftir því sem almakið segir okkur, dimmasti dagur ársins runnið stitt skeið. Nú undanfarið hafa veðrabrigði verið nokkuð ör og stundum frost annan daginn og þýða hinn. Á einum slíkum er ljóst var að hitinn væri að ná yfirhöndinni, var Jakop Sigurjónsson á Hóli í Svartárdal staddur í fjárhúsunum og sá veðrabrigði á glugga fjárliúsanna. Því lýsir hann svo. / eyrum giiauðið gellur gluggafölnar mynd. Hélugrá frostrós fellur fyrir sunnanvind. Önnur vísa eftir Dísu, sem tilheyrir einnig þessum tímamó- tum, kernur hér. Þó að nú sé nóttin löng og naum á daginn glœta, glœnýtt ár með sól og söng senn fer þig að kœta. Það mun hafa verið séra Kjartan Helgason, sem var prestur í Hruna, sem orti eftiriarandi bæn. Ljáðufaðir Ijós ogyl landinu mínu kalda. og lof mér, því mig langar til, Ijósinu á að halda. Jón S. Bergmann mun hafa ort þess á jólum. Á þessum tíma er sólin hefúr svo lítið væginr mun þesssi vísa Sigurjóns Jónassonar orðið til. Dalajjólan fölnuð er freðnir hólar, sundið. Völdum sólar virðist mér vera afstóli hrundið. Unr rniðjan nóvember síðast- liðinn varð ég þeirrar vafasömu gæfú aðnjótandi að gista tvær hálf- ar nætur í Reykjavík. Var þar biksvart skamnrdegi og að mér fannst ekki bjart til bús, fyrr en ég var svo heppinn að álpast inn á samkomustað þar sem okkar ágæti sveiflukóngur Geirmundur spilaði á fjörgunr dansleik. Var andrúmsloftið þar ein ein stór gleði og fór ekki á milli mála að sunnankonur höfðu fundið sitt ljós í skammdeginu. Var það tilefni eftirfarandi vísu. Sunnankonur sœtar heyra um sól í húminu. Og halla sér að góðum Geira í gleðirúminu. Því miður er á þessum árstíma of lítið um slíka gleðigjafa og hugur margra staldrar frekar við skuggann. Svo hefur verið þegar sá snjalli hagyrðingur Björn Blöndal, löngum kenndur við Grímstungu, orti svo. Norðan áttin nöldrar flest nú er smátt til þrifa. Þegar fátt er þœgilegt, þá er bágt að lifa. Það er sveitungi og samferðamaður Björns á lífsleiðinni, Kristinn Bjarnason frá Ási, sem nrun hafa raðað þessari svo fallega saman. Líttfiest huggun, leiðist öld, langur skuggavetur, þegar mugga myrk og köld mjöll á glugga setur. Margir áætir hagyrðingar hafa þann sið að yrkja fallega vísu og senda vinum og vandamönnum um jólaleytið. Þórdís Sigurbjörns- dóttir á Hrísum í Borgarfirði yrldr svo. Hreinni andi og hlýrra mál helgar Guði daginn. Því ég fimn að sólrík sál sendirgeisla í bœinn. Önnur falleg visa kemur hér eftir Jón. Kærleiksverkin göfg oggóð geymast cevi lengur. Betri hverjum silfursjóð sem í banka gengur. Ekki veit ég hvort næsta vísa tengist jólum en falleg er hún þó ekki væri svo.Höfundur er Bjarni Halldórsson frá Uppsölum. Silfrið bjart við heimi hlcer hefur margt að bjóða en ekkert skartað auður fær á við hjartað góða. Dagbjartur Dagbjartsson á Refstöðum er duglegur við að koma jólakveðjum í bundið mál. Hann yrldr svo. Hugurinn lyftist með hækkandi sól og hugsanir syndugar lokkar. Gæfuríkt nýár oggleðilegjól gefi þér skaparinn okkar. Önnur jólavísa kernur hér eftir Dagbjart. Eftir haustsins at og puð aftur hækkar sólin. Vona bara að góður Guð gleðji þig umjólin. Þar sem enn eitt ár þessa vísnaþáttar er nú senn liði í aldan- na skaut lagnar mig að þakka lesendum fyrir efni og góða sanrveru. Útlit er fyrir áffamhald enn um sinn og er þá ósk mín að áfram megi haldast gott samband við áskrifendur blaðsins og þá senr áhuga hafa á vísnagerð. Er þá góður kostur að leita til Dagbjarts með lokavísuna. Ætli það sé ofverk mitt enda góður siður. Aðyrkja kveðju á kortið þitt og krota hana niður. Bið lesendur þar með að vera sæla að sinni. Þó að jjúki ífarin spor ífelum bíðursólin, geymdu í hjarta von um vor og vertu hress umjólin. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðumm, 541 Blönduósi. S: 452-7154. íþróttafréttir Jólamót Molduxanna Bræðrabandið og Dvergar sigruðu Alls tóku 13 lið þátt í hinu árlega jólamóti Molduxa, sem fram fór í gærkvöldi. Leikið var í þremur riðlum og fór Bræðrabandið með sigur af hólmi í opnum flokki í geysispennandi úrslitaleik við Gargólýta. Albert sýnir lipra takta á efri mynd. Beðið eftir boltanum á þeirri neðri. í heldrimannaflokki sigr- uðu Dvergar úrslitaleikinn gegn liði kennara með eins stigs mun. Mótshaldið var allt hið glæsilegasta að vanda og var skipulag og umgjörð til fyrirmyndar, eins og Mold- uxanna er von og vísa. Eins og fyrr segir tóku 13 lið þátt að þessu sinni; 9 lið léku í yngri flokknum, þar af eitt kvennalið, og 4 lið spiluðu í heldrimannaflokld. Gríðarlega hart var barist í mörgum leikjanna, reyndar svo hart að flytja þurfti einn leikmann á sjúkrahús og sauma hann þar saman. Það fór þó betur en á horfðist og mætti kappinn í hús síðar um kvöldið reyfaður um höfuð til að hvetja félaga sína. Úrslitaleikurinn milli Bræðrabandsins og Gargó- lýtanna stóð á jöfnu eftir venjulegan leiktíma, 36:36. Því þurfti að framlengja og á endanum skildu tvö stig liðin að; Bræðrabandið vann nreð 40 stigum gegn 38. Einnig var mjótt á munum milli Dverga og Kennara, því þar skildi aðeins eitt stig liðin að þegar flautað var til leiksloka; 49:48. Jólamót Molduxanna var haldið til styrktar körfu- knattleiksdeild Tindastóls. Heimild: skagafjordur.net/karfan íþróttamaður Skagafjarðar 2004_ 12 tilnefningar Þann 22. desember komu saman nokkrir íþróttaspekingar og fulltrúar fjölmiðla í Skagafirði til að koma sér saman um val á íþróttamanni Skaga- fjarðar 2004. Öll aðildarfélög UMSS hafa rétt á að tilncfna íþrót- tamann sem skarað hefur fram úr. Þrjú félög nýttu sér ekki réttinn að þessu sinni. Tólf voru hins vegar tilnefndir að þessu sinni. Þeir voru (í stafrófsröð): Aldís Rut Gísladóttir, Smári, frjálsar íþróttir Björn Jótisson, Stígandi, hestaíþróttir Elísabet Jansen, Svaði, hestaíþróttir Gísli Eylatid Sveittssoti, Tindastóll, knattspyrna Guðmundur Sveinsson, Léttfeti, hestaíþróttir Heiðrún Ósk Eytnundsd., Stígandi, hestaíþróttir Jóhanti Bjarkason, Golfkl. Sauðárkróks, golf Odditý Ragna Pálmadóttir, Umf. Hjalti, frjálsar íþróttir Sigurbjöm Ámi Amgríttiss., Tindastóll, frjálsar íþróttir Suntta Gestsdóttir, Tindastóll, frjálsar íþróttir Sœvar Birgissott, Tindastóll, skíðaíþróttir Vilhjálmur Baldurssoti, Neisti, knattspyrna Úrslitin verða gerð kunn þann 30. desember næst- komandi í Félagsheimilinu Ejósheimum. Síðast var það Sunna Gestsdóttir sem varð fyrir valinu. Mikið líf hefur verið á íþróttasviðinu í Skagafirði í ár og því spenn- andi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari í ár. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Einbýlishús í Hliðarhverfi á Sauðárkróki Einbýlishús með bílskúr til leigu eða sölu. Upplýsingar í sima 862 6114. Bíll til sölu Til sölu Toyota Corolla árgerð 2000.3ja dyra, 6 gíra, ekinn um 38 þús. km. Upplýsingar í síma 893 5417.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.