Feykir


Feykir - 29.12.2004, Blaðsíða 1

Feykir - 29.12.2004, Blaðsíða 1
RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki rafsjá hf Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Fiskiðjan Skagfirðingur og Skagstrendingur sameinuð um áramót Nýtt stórfyrirtæki með stofnun Fisk Seafood Nýtt stórfyrirtæki í sjávarútvegi á íslenskan mælik- varða verður til um áramót þegar Fiskiðjan Skagfirðingur og Skagstrendingur á Skagaströnd verða sameinuð í Fisk Seafood hf. Hið nýja fyrirtæki verður í ráða um 18.400 tonna meirihlutaeigu Kaupfélags þorskígildiskvóta og hjá því Skagfirðinga. Það hefur yfir að munu starfa um 300 manns. Höfuðstöðvar Fisk Seafood verða á Sauðárkróki og Jón Eðvard Friðriksson fram- kvæmdastjóri Fiskiðujunnar Skagfirðings verður fram- kvæmdastjóri Fisk Seafood. Sjá nánar bls. 2 1200 íbúar lásu ríflega 1200 bækur í nóvember Slóu lestarhestar í Húna- þingi vestra heimsmet? Svo virðist sem íbúar Húnaþings vestra, sem eru tæplega 1200 talsins, hafi slegið met í bókalestri síðastliðinn nóvember. Staðfestir þessi mikli lestur orðróm um Islendinga sem btikaþjóð. Héraðsbókasafnið lánaði út rúmlega 1200 bækur í nóvember, þannig að álykta mætti að hver íbúi héraðsins hafi lesið eina bók og nokkrar blaðsíður að auki. Eru þetta gleðilegar fréttir, og ekki má heldur gleyma að bókasafnið dregur að sér æ fleiri sem set- jast niður og dvelja þar um stund, og glugga í blöð og tímarit. Það má því segja að margir Húnvetningar kunna kúnstina að slaka á við lestur í skamm- deginu. Heimild: www.northwest.is Menningarsjóður KB banka styrkir Brimnesskóga Veglegur styrkur Nýlega veitti Menningar- sjóður KB-banka Steini Kárasyni myndarlegan fjárstyrk til að endur- heimta hina fornu Brim- nesskóga í Skagafirði. í haust hófst gróðursetning forntlega, þegar um 150 nemendur og kennarar úr grunnskólunum á Sauðár- króki, Hólum, Hofsósi og Sólgörðum hófust handa og þá með tilstyrk Yrkju,- sjóðs Vigdísar Finnbogadóttur fyrr- verandi forseta. „Styrkurinn er gríðarlega þýðingarmikil viðurkenning og er í raun risastórt skref að settu marki, ekki einungis fyrir mig persónulega, heldur alla Skagfirðinga, ekki síst unga fólkið sem lagði hönd á plóg við gróðursetningu með eftirminnilegum hætti í haust," sagði Steinn, framkvæm- dastjóri Brimnesskóga. „Þetta er frumkvöðlastarf sem miðar að því að varðveita og efla nát- túruauðlindir, auka atvinnu og gera Skagafjörð enn betri en hann er núna". Steinn vill koma á ffamfæri þökkum til allra sem að verkinu komu, fræsöfnunarfólki, sjálfboða- liðum við gróðursetningu og landmælingu, sveitarstjóra Skagafjarðar, garðyrkjustjóra og öðru starfsfólki. Sjá nánará Skagafjdrdur.com Umhleypingasamt yfir áramótin Hálka á Veðrið hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir síðustu dagana, endalausar umhleyping- ar; slydda, hvassviðri, snjókoma, logn og rign- ing og öllu blandað saman. Gert er ráð fýrir áframhald- andi umhleypingum næstu dagana og raunar gert ráð fyrir sunnan hvassviðri á gamlárs- dag. Þetta hafa verið afleitir dagar fý'rir þá sem eru á faralds- fæti )4ir jól og áramóf. Mikil hálka hefúr verið á þjóðvegum vegum og einhverjir útafakstrar raktir til hálkunnar á Norðurlandi vestra, en sem betur fer hafa ekki orðið slys á fólki. Rétt er að fólk fylgist vel með fféttum og afli sér upplýs- inga um færð og veður áður en lagt er af stað í ferðalag. ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA —CTenflftt eh|3 Aðalgötu 24 • Sauðárkróki • Sími 453 5519 • Fax 453 6019 Bílaviðgerðir, hjólbarða viðgerðir, réttingar og sprautun jm bílaverkstæði Sæmundargötu 1b • 550 Sauðárkrókur • Simi 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.