Feykir


Feykir - 05.01.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 05.01.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 01/2005 Um daginn og veginn_______ Beðið eftir afsökun Þessi saga er meira um veginn en daginn. Enda gerist hún á þjóðveginum í kolsvartamyrki, hríð, frá kvöldi fram á nótt. Við vorum á leið norður á næstsíðasta degi ársins. Fundarhöldum dagsins lauk seinnipart og við lögðum af stað um kvöldmat eftir að hafa ráðfært okkur við Vegagerðina. Það snjóaði og talsverð veðurhæð en fjallveg Rétt eins segir í frásögn Jóhannesar grínara af för land- búnaðarráðherra í Skagafjörð fórum við niður í Hval- fjarðargöngin að sunnan, upp úr þeim að norðan og síðan sem leið liggur fyrir Hafnarfjall og upp Borgarfjörð. Er við komum á Holtavörðuheiðina laust fyrir klukkan níu um kvöldið hafði lögreglan lokað veginum. 1 fyrstu héldum við og aðrir er biðu á veginum, að slys hefði átt sér stað en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að verið var að hífa upp flutn- ingabíl sem hafði keyrt útaf í m haldið opnum fram hálku þá um daginn eða morguninn. Ég á það til að vera bæði önuglyndur og óþolinmóður og aðstæður sem þessar eru kjörnar til þess að ýta undir slíka skapgerð. Spurði lög- reglumann á vettvangi hver hefði tekið jafn gerræðislega ákvörðun og þá að loka þjóðvegi eitt undir blánóttina upp á rcginfjöllum í algeru skítaveðri. Hann taldi að trygg- ingarfélag vörubílsins hefði ákveðið þetta. „Síðan hvenær hafa tryggingarfélögin tekið að sér umferðarstjórnun á vegum eftir kvöldi. landsins?”, spurði ég á móti en löggan hafði ekki tíma til að ræða þetta nánar, horfinn út í sortann til þess að tilkynna næsta bíl að þetta yrði í mesta lagi klukkutíma töf. Gemsinn kom í góðar þarfir. Fyrst hringdi ég í Vega- gerðina og spurði af hverju í ósköpunum þau hefðu ekki látið vita af þessu þegar ég var að grennslast fyrir um færðina tveimur tímum áður. Fékk þau svör að Vegagerðin og eftirlits- maðurinn í Borgarnesi hefðu mælt eindregið með að ekki yrði lokað fyrr en á miðnætti, enda margir á ferð á næstsíð- asta degi ársins. Eftir þetta sím- tal vissi ég að minnsta kosti að það var yfirlögregluþjónninn í Borgarnesi sem hafði tekið ákvörðun um lokun en ekki tryggingarfélag. Áfram silaðist tíminn. Stelpurnar okkar þrjár í aftur- sætinu voru ótrúlega þolin- móðar. Eftir klukkutíma bið var þó farið að heyrast talsvert í þeim, enda svangar, mál að pissa og leiðar á að komast ekki út. Aftur tók ég upp gemsann og nú til þess að eiga orð við varðstjórann í Borgarnesi. Reyndi eftir bestu getu að útskýra fyrir honum þá skoðun mína að hann væri að gera mistök í starfi og hann skyldi tafarlaust fyrirskipa kranabíln- um, sem var þversum á veg- inum við að reyna að hífa vörubílinn upp, að gera nú hlé á björgunartilraunum og hleypa umférðinni hjá. „Skilur þú ekki maður, við erum að bjarga verðmætum”, sagði varðstjórinn þreytulega og gaf lítið fyrir þá gagnrýni að lögreglan væri að skapa stór- kostlegt hættuástand með því að þjappa saman uppi á Holtavörðuheiði, tugum bíla í hálku, hríð og lélegu skyggni. Þegar hér var komið sögu var ég beinlínis orðinn reiður enda var engu líkara en ég væri að tala við umboðsmann tryggingafélags en ekki lög- reglu. „Hér er fólk með börn og flestir eftir að fara yfir Vatnsskarð eða Þverárfjall og sumir Öxnadalsheiði líka, verður þessum fjallvegum haldið opnum í nótt?” Senni- lega hefur manngreyið verið orðinn jafn leiður á mér og ég á honum, því hann svaraði í styt- tingi. „Það er ekki í mínu umdæmi.” Eftir klukkutíma og þrjú korter mjakaðist röðin loks af stað. Fimmtíu bílar sunnan- meginn og um þrjátíu að norðan. Lestin náði ofan af háheiði niður að Hrútafjarð- ará. Það var gott að koma í Staðarskála. Stelpurnar komust á klósett og Jónas jarðfræði- kennari minn úr MA sagði spekingslega að svona uppáko- mum yrðu rnenn að taka með jafnaðargeði. Lalli Páls hafði uppgvötað á meðan á biðinni stóð að puttaferðalangur sem hann tók uppí var fjarri því eins og fólk er flest og losaði sig við hann til flutningabílstjóra á leið til Akureyrar. Sumir reyndu að bæta sér upp töfina með hraðakstri en Blönduós- löggan var sýnilega ennþá vakandi og bláu ljósin hring- snérust við utanverðan Hrúta- fjörðinn okkur hinum til viðvörunar. Við komumst heilu og höldnu heim um nóttina og vonandi hafa allir komist klakklaust á leiðarenda. Ég hef hins vegar verið að bíða eftir að sjá eða heyra afsökunarbeiðni frá yfirmanni lögreglunnar í Borgarnesi. Þarf sjált'sagt að bíða lengi. Að minnsta kosti ef hann er ennþá þeirrar skoð- unar að ferðalangar á áttatíu bílum þetta kvöld og þessa nótt hafi verið minna virði en einn vörubílsfarmur. Ég hef velt fyrir mér hvað hægt er að læra af þessari lífs- reynslu en þeirri spurningu er ekki alveg einfalt að svara. Okkur var misboðið. Valdið var tvímælalaust í höndum lögreglu, sem tók klárlega ranga ákvörðun. Út ffá þessu mætti hefja langa rökræðu um vald og ábyrgð en ætli sé ekki best að taka frekar undir með Jónasi og reyna að gleyma þessu og mæta andstreymi með jafnaðargeði. Árni Gunnarsson Jólaböll á Króknum Uonsmenn í skýjunum Lionsmenn héldu jóla- skemmtanir þann 29. desember og eru í sjöunda himni með viðtökurnar. Um 500 manns mættu á barnaball í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og rúmlega 100 unglingar á skemmtun á Kaffi Krók um kvöldið. Barnaballið er sennilega fiölmennasta jólaskemmtun á Króknum í fleiri, fleiri ár í það minnsta og vonandi eru jólaböllin komin til að vera. Lionsmenn vilja koma á framfæri þakklæti til hinna fiölmörgu sem lögðu hönd á plóginn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.