Feykir - 05.01.2005, Blaðsíða 7
01/2005 Feykir 7
Nafn: Haukur Suska-Garðarsson.
Árgangur: 1974.
Fjölskylduhagir: Kvæntur og á þrjú
börn. Kona mín heitir Sonja Suska
og börnin Haukur Marian, Leon
Paul og Lilja María.
Starf/nám: Atvinnuráðgjafi í
Austur Húnavatnssýslu. Ég lærði í
Þýskalandi, landfræði með áherslu
á ferðamál, viðskipti og tungumál.
Bifreið: Glæsilegur Galloper sem er
nú í viðgerð, Daihatsu Applause og
gömul Volkswagen Caravella.
Hestöfl: Samtals um 200 hestöfl.
Hvað er í deiglunni: Ýmislegt
áhugavert.
Hvernig hefurðu það?
Ég hef það mjög gott. Ég er ham-
ingjusamur með minni fjölskyldu, í
landi sem ekki þarf að búa við
hryðjuverk og hungursneyð.
Hvernig nemandi varstu?
Frekar samviskusamur en hafði þó
gaman afýmsu öðru en náminu, sér
í lagi á menntaskólaárunum.
Hvað er eftirminnilegast frá ferm-
ingardeginum?
Ætli það það sé ekki sjálf athöfnin í
kirkjunni.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú
yrðirstór?
Júdómeistari, lögga og bóndi.
Hvað hræðistu mest?
Hvítabirni sem koma hungraðir að
ströndum Húnaflóans.
Hver er fyrsta platan sem þú keyptir
leða besta)?
Besta plata sem ég hef keypt er,
Band of Gypsys með Jimi Hendrix.
Hvaða lag ertu líklegastur til að
syngja í Kareókí?
Það væri eitthvað með Elvis eða
Bítlunum.
Hverju missirðu lielst ekki afí sjón-
varpinu (fyrir utan fréttir)?
íslenskum bíómyndum.
Besta bíómyndin?
Mér finnst Forrest Gump með þeim
allra bestu, sú mynd var virkilega
fyndin og sorgleg i senn.
Bruce Willis eða George Clooney/
Angelina Jolie eða Gwyneth
Paltrow?
Angelina Jolie skal það vera.
Hvað fer helst í innkaupa-
körfuna sem ekki er
skrifað á tossamiðann?
Það er nú helst súkkulaði sem
laumastmeð.
Hvað er ímorgunmatinn?
Það myndi vera AB mjólk með
Musli + ein skeið aflýsi. Mér er
sagt að hollur morgunverður sé
það sem skiptir máli þegar
næringin er annars vegar.
Uppáhalds málsháttur?
Sá lifirsem elskar. Fann
þennan i dagbókinni minni 2004,
hljómar býsna vel.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar
mest til þín?
Jenni í "Tomma og Jenna" fannst
mér alltafgóður
Hvert er snilldarverkið þitt í eld-
húsinu?
Þar á ég því miður fá meistaraverk
að baki sem tekurþví að nefna.
Hver er uppáhalds bókin þín?
Að sjálfsögðu Vatnsdælasaga.
Enda erum við Jón Gíslason á Hofií
Vatnsdal, Þór Hjaltalín minjavörður
og Pétur Jónsson safnvörður á
Reykjum að vinna að verkefni sem
heitir “Á slóð Vatnsdælasögu". Við
viljum gera söguna sýnilega fyrir
ferðfólki í Vatnsdal og Þingi. Svæðið
er mjög afmarkað sögusvið sem
auðvelt er að merkja og gera skil á
ýmsan hátt.
Efþú gætir hoppað upp í flugvél og
réðir hvert hún færi, þá færirðu...
Ég er að verða svo heimakær
Húnvetningur. Ég hugsa að ég
veldi bara þriggja tíma útsýnisflug
um svæðið.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari þínu?
Að hafa stundum takmarkaðan tíma
til alls þess sem maður vill gera.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari annarra?
Það er ekkert eitt sem ég get nefnt,
en yfirleitt vill ég sjá það jákvæða i
fari fólks.
Enski boltinn - hvaða lið og af
hverju?
Liverpool er mitt uppáhaldslið.
Sennilega vegna þess að ég fékk
sem drengur að gjöf trefil með
merkjum þess félags. Ég er annars
ekki mikill áhugamaður um fótbolta.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mes-
tarmæturá?
Af íþróttamönnum hef ég mestar
mætur á Bjarna Friðrikssyni júdó-
manni og Muhamed Ali sem var
býsna fimur.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?
Heim i Búðardal.
Hver var mikilvægasta persóna 20.
aldarinnar a ð þinu mati?
Þar mætti t.d. nefna Nelson
Mandela og auðvitað marga fleiri.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á
eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu
með þér?
Konu mína, eld, og íslenskan hest.
Hvað er best í heimi?
Iceland...
fþróttafréttir
íþróttamaður Skagafjarðar 2004___________
12 tilnefningar
Björn Jónsson hestamaður úr Stíganda var í kvöld
útnefndur íþróttamaður Skagafjarðar. Þetta er í
fyrsta sinn sem hestamaður fær þessa viður-
kenningu. Hér á eftir fylgir umsögn frá UMSS um þá
þrjá einstaklinga sem urðu í efstu þremur sætunum í
kjörinu.
1. sæti Björn Fr
Jónsson Stíganda
fyrir hestaíþróttir
Björn átti glæsilegt
tímabil á árinu 2004
og skipaði sér í hóp
albestu hestamanna
landsins. Á löngum
lista yfir glæsta sigra
stendur hæst sigur í
tölti á Landsmóti á
Hellu, 2. sæti í B
flokki á sama móti
og sigur í tölti á
Islandsmótinu í
hestaíþróttunr. Auk
þess sigraði hann á
mörgum öðrurn
sterkum mótum og
Björn með bikarana. Mynd: bb
má þar nefiia sigur í ístölti í
Reykjavík.
Björn er íþróttamaður
Stíganda árið 2004, besti hesta-
íþróttamaður Skagafjarðar og
kosinn hestaíþróttamaður
ársins á landinu á uppskeru-
hátíð hestamanna í Reykjavík.
2. sæti Sunna Gestsdóttir
Tindastóli fyrir frjálsar íþróttir
Sunna hefur á undanförnum
árunr skipað sér á bekk allra
fremstu íþróttamanna þjóð-
arinnar og verið best í sprett-
hlaupum og langstökki.
Skemmst er að minnast
sigra hennar á Landsmóti
UMFÍ en þar sigraði hún í
fimm greinunt. Sunna setti
glæsileg íslandsmet á árinu,
tvíbætti metið í 100 m hlaupi
og setti einnig met í 300 m
hlaupi. Hún á nú skráð 5
íslandsmet í flokki
fúllorðinna. Sunna var á árinu
ntjög nálægt því að tryggja sér
keppnisrétt á Ólympíuleikana
en það hefði verið glæsileg rós
í hnappagat á stórgóðu ári.
Sunna er íþróttamaður
Tindastóls árið 2004.
3. sæti Sigurbjörn Árni Arn-
grímsson Tindastóli fyrir
frjálsar íþróttir
Sigurbjörn Árni átti mjög gott
tímabil á árinu 2004. Ásamt
því að vera burðarrásin í
öflugu UMSS liði er hann
keppnismaður gríðarlegur og
gefur mikið af sér sem slíkur.
Sigrarnir á árinu eru rnargir
og glæsilegir og má þar nefna
átta sigrar á tjórurn stærstu
mótum ársins þar af tvöfaldur
sigur í 800 og 1500 m
hlaupum á Landsmóti UMFI
á Sauðárkróki.
Sigurbjörn var kjörinn
besti frjálsíþróttakarl UMSS
árið 2004.
Sitt lítið af hverju úr sportinu
Kiddi aftur á Króldnn
Kristinn Friðriksson, fyrrver-
andi þjálfari og leikmaður
úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í
körfúknattleik, hefur tilkynnt
félagaskipti í Tindastól, en
Kristinn var áður þjálfari og
leikmaður Tindastóls. Kristinn
verður löglegur með Tindastól
hinn 30. janúar í leik gegn KR
og gæti tekið þátt í 7 síðustu
deildarleikjum liðsins.
Aðeins einn erlendur leik-
maður er eftir í herbúðum
Tindastóls, bakvörðurinn
Bethuel Fletcher, en Mbl.is
hefur eftir Kára Maríssyni þjál-
fara Tindastóls að leitað sé að
bandarískum miðherja í stað
Ron Robinson sem lék 5 leiki
með liðinu.
Staðarskálamót í körfubolta
var haldið í íþróttanriðstöð
Húnaþings vestra 27. og 28.
desember og voru 6 karlalið og
4 kvennalið skráð til keppni.í
karlaflokki mættust í lokaleik
lið Kormáks-A og lið Grettis.
Var það sannkallaður úrslita-
leikur, en liðin voru jöfii að
stigurn fyrir leikinn. Það var
Kormákur-A sem hafði betur,
annað árið í röð. 1 kvenna-
flokki sigraði lið Dagsbrúnar
enn eitt árið.
Króksarinn Birna Valgarðs-
dóttir hefur sópað að sér
verðlaunum upp á síðkastið.
Hún er fyrirliði og einn af
burðarásum meistaraliðs Kefla-
víkur í körfúknattleik auk þess
að vera einn leikreyndasti leik-
maður kvennalandsliðs íslands
ifá upphafi. Á dögunum var
Birna valin íþróttamaður
Iþróttabandalags Keflavíkur,
skömmu síðar Iþróttamaður
Reykjanesbæjar og loks
Körfuknattleikskona ársins af
KKl.Birna er fædd og uppalin á
Sauðárkróki og hóf körfú-
boltaferilinn nreð Stólunum.
smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is
Einbýlishús í Hlíðarhverfí á Sauðárkróki Einbýlishús með bilskúr til leigu eða sölu. Upplýsingar í síma 862 6114. Felgur óskast Vantar 4 stk. af5 gata og 10 tommu stálfelgum sem passa undir Suzuki Vitara. Upplýsingar ísima 868 5082. Til leigu Stórt íbúðarhús stutt frá Sauðárkróki tilleigu. Erlaustnú þegar. Einnig hesthúsbásar til leigu á Flæðigerði. Upplýsingar i síma 453 5558.