Feykir - 05.01.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 01/2005
Reiðnámskeið með
F.yjólfi
Isólfssvni
Félag tamningamanna í samvinnu við Hólaskóla býður upp á einstakt reiðnámskeið í vetur
Um er að ræða þriggja helga námskeið og er kennslan
bæði verkleg og bókleg. Hver þátttakandi mun fá tvo
verklega tíma á dag auk bóklegrar kennslu. Reiknað er
með að þátttakendur fylgist með kennslunni hjá öðrum
þátttakendum. Farið verður skipulega í uppbyggingu og
þjálfun hestsins. Lögð verður áhersla á markvissa og ker-
fisbundna þjálfun og uppbyggingu og þess vegna er
nauðsynlegt að hvert par þ.e. maður og hestur fylgist að
út allt námskeiðið. Ef upp koma óvænt forföll á hestum
skal leitast við að koma með álíka mikið taminn hest.
Hægt verður að fá alla aðstöðu fyrir hesta á Hólum yfir
helgina. Námskeiðið fer fram á Hólunt í Hjaltadal í
Þráarhöllinni.
Fjöldi þátttakenda á námskeiðið er takmarkaður.
Meðlimir Félags tamningamanna munu ganga fyrir.
Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að auka færni og
skilning í reiðmennskunni. Námskeið af þessari gerð og
gæðum hafa verið fátíð undanfarin ár a.m.k á Norðurlan-
di. Verðið er mjög hagstætt og fá íbúar á lögbýlum styrk
úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
Tími
22.-23. janúar kl. 9-17
29.-30. janúar kl. 9-17
12.-13. febrúar kl. 9-17
Staður
Þráarhöllin, Hólaskóla, Hólunr í Hjaltadal
Eyjólfur ísólfsson yfirreiðkennari Hólaskóla
Áætlaður kostnaður
Þátttökugjald (kennsla og aðstaða): 42.000 krónur
(ábúendur á lögbýlum fá styrk að upphæð 18.000 krónur
úr Framleiðnisjóði og greiða því 24.000 krónur).
Boðið verður upp á mat og gistingu á Hólum
gegn sanngjörnu verði.
Skráning
Áhugasantir skrái sig hjá Hólaskóla í síma 455-6300 eða
í tölvupósti (rannveig@holar.is) í síðasta lagi 10. janúar.
HÖLASKÖLI - HÁSKÓLINN Á HÓLUM HÓLUM í HJALTADAL 551 SAUÐÁRKRÓKUR SlMI 455 6300 www.holar.is
100 manns tóku þátt í Aramótahlaupinu
Hlaupið inn í nýtt ár
Hið árvissa Áramótahlaup
fór fram á Sauðárkróki á
gamlársdag. Þátttakendur
sem skráðir voru til hlaups
að þessu sinni voru 100.
Að sögn Árna Stefánssonar
yfirhlaupagikks tókst hlaupið
með miklum ágætum. Þátt-
takendur skiluðu allt frá 2 til 10
kílómetrum, allt eftir því hvað
hentaði hverjum og einum.
Fólk ýmist hljóp eða gekk
ogsumirýttuáundansér bar-
navagni, aðrir drógu snjó-
þotur og enn aðrir notuðu
tækifærið til að viðra hundinn
sinn. Þrátt fyrir nokkurn
strekking setti veðrið ekki strik
í reikninginn og engum varð
meint afhálkunni.
Þegar hlauparar komu í
mark gafst kostur á að næla sér
í útdráttarverðlaun og datt
fimmtungur þátttakenda í
lukkupottinn. Verðlaunin voru
allt frá orkudrykk upp í
vöruúttekt í sportvörudeild-
inni í Skagfirðingabúð.
Kammerkórinn
Kirkjuleg
verk og
þjóðlög á
efnisskránni
Starfsemi Skagfirska
kammerkórsins er með
ágætum. Kórinn, sem í
eru 19 manns, æfir einu
sinni í viku undir stjórn
Páls Barna Zabó.
Kórinn söng við afmælis-
hátíð Héraðsbókasafnsins í
október síðast liðnum og hélt
tvenna jólatónleika í desern-
ber, þann 20. í Hóladóm-
kirkju og 22. í Glaumbæjar-
kirkju. Fátt var á fyrri tón-
leikunum en húsfyllir á þeim
síðari.
Séra Dalla Þórðardóttir
kynnti lög og ljóð og lagði út
frá þeim, eins og henni einni
er lagið, en hlutverk hennar á
tónleikum kammerkórsins er
stórt.
Á efnisskrá kórsins eru
kirkjuleg verk og þjóðlög.
Sennilega verður hlaupár aftur í ár þó almanakið segi annað. Mynd: óab
Sigurjón Þórðarson skrifar_________
Félagsmálaráðherra vinnur á
móti sameiningu sveitarfélaga
Það er óneitanlega öfugsnúið að nemendur í
sameinuðum stórum sveitarfélögum, s.s. í Skagafirði
og ísafirði, búa við skertari rétt til húsaleigubóta en
þeir nemendur sem búa utan sveitarfélagsins sem
skólinn er staðsettur í.
Raunin er sú að þeir nemendur
sem stunda nám í Fjöl-
brautaskólanum á Sauðárkróki
og eiga lögheimili í Fljótum
sem tilheyra sveitarfélaginu
Skagafirði eiga ekki rétt á
húsaleigubótum, en hins vegar
eiga nemendur sem eiga
lögheimili í Akrahreppi rétt á
húsaleigubótum, þó svo að það
sé bæði styttra á Krókinn úr
Blönduhlíðinni og að öllu jöfnu
greiðfærara.
Sama ástand er á Isafirði og
enn meira sláandi, þar sem
nemendur frá Þingeyri eiga
ekki rétt á bótum vegna þess að
Dýrfirðingar eru í sama sveitar-
félagi og ísfirðingar, á sama
tíma og Bolvíkingar og
Súðvíkingar eiga rétt á
húsaleigubótum sem búa mun
nær Isafirði en Dýrfirðingar.
Félagsmálaráðuneytið hefur
í engu breytt vitlausum reglum
sem mismuna íbúum stórra
sameinaðra sveitarfélaga.
Auðvitað er það illskiljanlegt að
ráðuneyti sem boðar sam-
einingu sveitarfélaga þessa
dagana og boðar til kosninga
geti ekki kippt í liðinn reglum
sem láta þá íbúa sem greitt hafa
með sameiningu sveitarfélaga
búa við skertan hlut. Hvaða
skilaboð eru það til íbúa
Akrahrepps og Bolungarvíkur
sem eiga að taka afstöðu til
sameiningar sveitarfélaga?
Óskýr málflutningur
Félagsmálaráðuneytisins
hræðir
Félagsmálaráðherra hefur
skipað fi'na sameiningarnefnd í
því skyni að sameina sveitar-
félög og er hún svo fin að full-
trúar tveggja íslenskra stjórn-
málaflokka, Frjálslyndra og VG,
fengu ekki að sitja í nefndinni.
Auðvitað segir það sína sögu
um lýðræðisþroska félagsmála-
ráðherra Árna Magnússonar að
skipa nefnd sem fjallar um
sameiningu sveitarfélaga með
jafn ólýðræðislegum hætti og
raun ber vitni.
Ég hef hlýtt á fyrirlestur
verefnisstjórans Róberts Ragn-
arssonar um eflingu sveitar-
stjórnarstigsins og það verður
að segjast eins og er að það sem
félagsmálaráðuneytið hefúr haft
fram að færa hefúr ekki verið
neitt sem er handfast, en meira
verið vangaveltur um flutning á
hinum og þessum verkefnum
og nákvæmlega ekki neitt um
hvernig á að fjármagna ný
verkefni sveitarfélaganna.
I viðræðum mínum við
ýrnsa sveitarstjórnarmenn og
íbúa Norðvesturkjördæmisins
þá hræðir þessi lausung íbúa til
að greiða atkvæði með
sameiningu þar sem
sveitarstjórnir eiga fúllt í fangi
með að ráða við núverandi
verkefni.
Siguijón Þórðarson
þingmaður Frjálslyndra