Feykir


Feykir - 09.02.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 09.02.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 06/2005 Fulltrúar minnihlutans um álit ráðuneytisins Áttum ekki annars kost Gréta Sjöfn Guðmunds- dóttir, fulltrúi S-lista í sveitarstjórn Svf. Skagafjaðar segir að sú leið forseta sveitar- stjórnar að fresta fundi án rökstuðnings með tölvupósti frá sveit- arstjóra kl. 11.57 sama dag og umræddur fund- ur átti að fara fram, sé ástæða þess að óskað var eftir áliti. „Sveitarstjórn er æðsta stjórnvald sveitarfélagsins og í mínum huga ljóst að forseti sveitarstjórnar hefur ekki það vald að fresta lög- lega boðuðum fundi án þess að um óviðráðanleg ytri at- vik sé um að ræða t.d. nát- túruhamfarir og kemur það skýrt fram í áliti ráðuney- tisins.Það er síðan von mín að stjórn og skipulag verði hér eftir með þeim hætti að sveitarstjórn Skagafjarðar fari að vera starfhæf til annarra verka en þess að senda erindi til félagsmálaráðuneytisins til umfjöllunar um lögmæti funda og hæfi einstaka sveit- arstjórnarmanna,” segir Gré- ta. „Forseti sveitarstjórnar ákvað uppá sitt einsdæmi að fresta sveitarstjórnarfundi. Fulltrúar minnihlutanns mótmæltu þessu eftir að forseti hafði afþakkað til- boð minnihlutanns um að hefja fundinn og bera upp tillögu um frestun og neitað að skýra ákvörðun sína. Full- trúar minnihlutanns áttu því ekki annan kost en að fá álit Félagsmálaráðuneytisins,” segir Gunnar Bragi Sveins- son, fulltrúi B-lista. „Álit Félagsmálaráðu- neytisins hefur borist og er það á þann veg að ákvörðun forseta samræmist ekki sveit- arstjórnarlögum. Þetta hlýtur því að kalla á vandaðri vinnu- brögð hjá meirihlutanum.” Leiðari Góð þessi gömlu Við unga fólkið getunr ennþá ýmislegt lært af foreldrunt okkar. Þannig er ekki annað hægt en að dást að krafti og bjartsýni eldri borgara í Skagafirði sem hafa á undanförnum árum byggt 40 íbúðir fýrir sitt fólk innan vébanda Hús- næðissamvinnufélags Skagafjarðar og húsnæðissamvinnu- féagsins Búhölda. Eldri borgarar hafa fjárfest í heimabyggð fyrir fleiri hundruð milljónir og kontið nauðsynlegri hreyfingu á húsnæðismarkað í Skagafirði. Nýja blokkin syðst á Króknum er bæjarprýði og nú ætlar stjórn Húsnæðissamvinnufélagsins að kanna hvort áltugi sé fýrir að byggja þar aðra. Á santa tíma glyntja hamars- höggin frá Dodda í Stóragerði og Búhöldunum ofan við sjúkrahúsið og þá vantar lóðir. Þetta er til fj'rirmyndar fj'rir önnur sveitarfélög. Enda þegar öllu eru á botninn hvolft. Hvar er betra að eyða ævikvöldinu en í sérhannaðri íbúð með útsýni yfir æskustöðvarnar? Árni Gwmarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Útgefancli: Feykir hf Skrifstofa: Aðalgötu21, Sauðárkróki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Simi 455 7100 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson PéturIngi Björnsson feykir@krokur.is Simi 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Hinirsömu sf. Prentun: Nýprent ehf. Minningarsjóður Jóns Björnssonar Sveinrún fékk styrk Föstudaginn 4. febrúar var Sveinrúnu Eymundsdóttur frá Árgerði í Skagafirði veitt eitthundrað þúsund króna viðurkenning úr Minningarsjóði Jóns Björnssonar tónskálds frá Hafsteinsstöðum. Eiður Guðvinssort og Sveinún Eymundsdóttir við athöfnina í húsnæði Tón- listarskólans á Sauðárkróki. Mynd: pib Sveinrún stefnir á áfram- haldandi tónlistarnám næsta haust en hún hefur stundað nám í altflautuleik frá sjö ára aldri og lýkur nú efsta stigi í námi sínu frá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Einn afþeim sem setti hvað sterkastan svip á söng- og tónlistarlíf í Skagafirði allt frá miðri síðustu öld var tónskáldið og söngstjórinn )ón Björnsson frá Hafsteinsstöðum, en hann lést árið 1987. Árið 2003 hefði Jón Björnsson orðið 100 ára og í tilefni þess hafði frændi Jóns, Eiður Guðvinsson á Sauðár- króki, forgöngu um að gefa út á geisladiski nokkur af lögum Jóns 1 flutningi jfrnissa af hinum bestu listamönnum. Til aðstoðar við val og frágang laganna fékk Eiður, Stefán R. Gíslason söngstjóra Karlakórsins Heimis, en Jón Björnsson var einmitt einn af stofnendum Heimis og söngstjóri hans um áratuga skeið. Með sölu á diskinum var stofnaður Minningarsjóður Jóns Björnssonar, sem hefur það aðalmarkmið að veita efnilegum tónlistarmönnum fjárstyrk, meðal annars til áframhaldandi náms. Það var Eiður Guðvinsson sem afhenti Sveinrúnu styrkinn að viðstöddum kennurum, nemendum og gestum í Tón- listarskólanum á Sauðárkróki. Vestur-Húnavatnssýsla Gullmoli fannst síðasta haust Flrúturinn nr. 296 á Urriðaá. Hann er afkomandi sæðingarstöðvahrútanna Hyls í föðurættog Túla ímóðurætt. Mynd: Svanborg Einarsdóttir Niðurstöður lambaskoð- unar í Húnavatnssyslum voru kunngerðar fyrir skömmu. Hæstdæmdi lambhrúturinn í Húnaþingi vestra reyndist vera í eigu Sigvalda Sigurjónssonar og Þóru Ólafsdóttir á bænum Urriðaá í Miðfirði. Þarna var urn hreinan gullmola að ræða hvað varðar gerð og mál þótt heimaalin væri. Hann hlaut 87 stig,fékk m.a. 18.5 stig fyrir læri og 9.5 fyrir bak og mældist með 36 mm þykkan bakvöðva sem var það mesta sem mældist á lambhrút í sýslunni í haust. Næstir í röð komu hrútar úr sæðingum, þrír Snúðssynir, frá Bergsstöðum á Vatnsnesi og Tannstaðabakka með 86.5 stig og frá Efri-Fitjum með 86 stig. Fimmmti í röð með 86 stig varð svo annar hrútur frá Bergsstöðum undan hinurn vinsæla Spak úr Mývatnssveit sem skaut upp á stjörnuhim- ininn í fjárrækt á síðasta ári. í austursýslunni stóð efstur sæðingshrútur frá Stekkjardal undan Sólon með 86 stig. Næstur í röð varð lamb frá Syðri-Ey undan Úða með 85.5 stig og jafn hár að stigum var heimaalinn hrútur frá Akri. Ekki liggja fyrir endanlega tölur um fjölda ómskoðaðra lamba síðasta haust en það hefur verið stöðug og jöfn fjölgun undanfarin ár og almennur áhugi meðal bænda að notfæra sér þessa þjónustu við val á líflömbum að sögn Önnu Margrétar Jónsdóttur hjá Ráðunautaþjónustu Húna- þings og stranda. ÖÞ Harður árekstur við Sveinsstaði í A-Hún Beltin björguðu Harður árekstur varð um miðjan dag í gær á vega- mótum Þingeyravegar og Norðurlandsvegarskammt frá Sveinstöðum í A-Hún. Jeppi sem var að koma suður Þingeyraveg ók í veg fyrir fólksbifreið sem var á norðurleið á þjóðvegi eitt. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi meiddust bíl- stjórarnir lítið sem ekkert og þykir það mikil mildi. Þeir voru einir í bílunum, en lögregla þaklcarbeltumoglíknarbelgjum að ekki fór verr. Bílarnir eru að öllum lík- indum ónýtir og þurfti krana- bifreið til að fjarlægja þá af vettvangi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.