Feykir


Feykir - 09.02.2005, Blaðsíða 5

Feykir - 09.02.2005, Blaðsíða 5
06/2005 Feykir 5 sínum hestum að tunnunni og slógu af öllu afli. Það var fylgst afathyglimeðhestamönnunum slá í tunnuna með hakaskaftinu og voru þetta ógurleg högg hjá sumum. Veðjað var á hver yrði kattarkóngur á hesti enda haíði þetta ekki sést fyrr. Mennirnir voru misjafnir og hestarnir sömuleiðis. Suma varð maður að hrekkja. Sérstaklega man ég eftir Bubba Briem sem reið stórum brúnum hesti sem var uppáhaldið hans. Við biðum færis en Bubbi var ekki mikill á velli en sat hátt á þessum gæðingi. Nú ríður Bubbi að tunnunni og um leið og hann reiðir til höggs þá fretum við strákarnir, hesturinn trydlist og Bubbi hendir hakaskaftinu og reynir að taka í tauminn með báðum höndum og stöðva hestinn sem hann ræður síðan ekkert við. Hesturinn hleypur út allar Flæðar og yfir girðinguna að norðan og út Skagfirðingabrautina og mér er sagt að hann hafi ekki getað stoppað hestinn fyrr en hann var korninn út á Eyri. Góður sprettur það. Sumir hlógu en ég þorði varla að brosa því Bubbi var mér ævinlega góður og gaf mér meira að segja bolsjur þegar ég kom með ömmu í Briems- búðina.“ Var eitthvað um að vera að kvöldi öskudags? „)ú, Rauðakrossdeildin hér á Króknum var með uppákomu og var mikil vinna lögð í þá kvöldskemmtun. Og svo ball á eftir, eins og Gvendur dýri sagði. Þar hófst alvaran, því þá var fullorðna fólkið mætt og tók þátt í grímuballi og að slá köttinn úr tunnunni. Þar gátu rnenn verið fullir og skemmti- legir. Þarna var enn krýndur kattarkóngur og það með mikilli viðhöfn því hann bar kórónu dagsins á höfði - sem var engin smásmíði - og honum var fýrirskipað að taka marsinn og allir fóru á gólfið. Auðvitað voru veitt verðlaun fýrir besta grímubúninginn og næturstemningin var mikil.“ Þetta hefur haft annan brag heldur en í dag? „Það er töluverður munur á þeim öskudegi sem ég man eftir og þeim öskudegi sem er í dag. Nú ganga börnin með plastpoka og safna slikkeríi en engireru öskupokarnir. Börnin eru flest prúð og koma í verslanir og syngja fýrir afgreiðslufólkið og sumir hóparnir er þrælæfðir og virkilega gaman að fá þá í heimsókn,“ sagði Bóksalinn að lokum. Þorrablót í Árvist á Sauðárkróki Ó hákarl og flatbrauð Sirrí safnvörður kynnir gamla hluti fyrír krökkunum. Mynd: áhá Miðvikudaginn 2. febrúar var haldið var haldið glæsilegt þorra- blót í skólavistuninni Árvist á Sauðárkróki. Nokkrum heldri borgur- um var boðið að koma og borða þorramat með börn- unum. Sigríður safnavörður í Glaumbæ kom með ýmsa gamla muni og Dóra á bóka- safninu kom og greip með sér bók. Börnin sungu fýrir gestina og eins og á öðrum þorra- blótum var sunginn Þorra- þræll. Einnig vakti athygli lag sem mun vera ættað frá Suðurnesjum. Ó hangikjöt, ó hniigikjöt Rófustappa, grœrmr baunir, súr hvalur. Ó hnngikjöt, ó hangikjöt Og sviðasulta, hrútspungar og harðftskur. Ó hákarl ogflatbrauð mérfinnst svo gott að borða allan þennan mat. SAMVINNUBÓKIN 03 KS-BÓKIN Tveir góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 3,7% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 6,8%, ársávöxtun 6,92% HafiódiðséöbetnvextiP Kelloggs komflögur 750 gr. Kelloggs frosties 500 gr. . Sun Lolly 10s í pakka.... .kr. 298, ■kr. 239, .kr. 159, Pop Secret örbylgjupopp 298 gr........kr. Uniline wc pappír 8 stk...............kr. Effect compact þvottaefni 1 kg......kr. Effect þvottaefni 3 kg................kr. Effect blid mýkir 11tr................kr. 89,- 129,- 119,- 298,- 89,-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.