Feykir


Feykir - 09.02.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 09.02.2005, Blaðsíða 3
06/2005 Feykir 3 Dr. Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra Sig á Siglufjarðarvegi um Almenninga Almenningar liggur frá Hraun- um í Fljótum og um 5-6 km til norðurs, að Skriðnavík við Almenningsnöf, yst við Skaga- íjörð austanverðan. Standlengjan á svæðinu liggur í norður-suður stefhu en upp af henni ganga tveir jökulsorfnir dalir, Hraunadalur í suðri og Hrólfsvalladal í norðri sem eru aðskildir af Breiðafjalli syðst, Torfnafjalli, Kvígildi og Mánárfjalli nyrst. Strandlengjan, frá Hraunár- króki norður að Almennings- nöf, er með litlum \akum Höðnuvík syðst, Torfnavík, Selvík og Skriðnavík nyrst og litlum nöfum eða töngum s.s Olnbogi syðst og Ódrykkju- tjarnarnef norðar. Strandlengjan einkennist af allt af 80 m háum bökkum sem sumir hverjir eru gerðir neðst úr bergi með þykkum lausum jarðlögum ofaná, en annars staðar eingöngu úr lausum jarðlögum. Mikið sjávarrof er til staðar enda liggur strand- lengjan fyrir opnu hafi. Landslag í Almenningum einkennist af miklum efnis- mössum sem skriðið hafa úr fjöllum og niður dalina, oft í sjó fram. Þessi fyrirbæri eru kölluð berghlaup og er talið að þau hafi fallið fljótlega eftir að jöklar bráðnuðu í lok síðustu ísaldar, eða fyrir um 10.000 árum. Lausu jarðlögin sem finnast á Almenningum eru því fyrst og ffemst sundur- molaður, framhlaupinn berg- grunnur. í Almenningum er að finna að minnsta kosti sex stór berghlaup og eru alla vega þrjú þeirra á töluverðri hreyfingu enn í dag. Aðstæður á Almenn- ingum eru nokkuð öðruvísi en víðast hvar annarsstaðar á landinu þar sem berghlaup hafa fallið. Flest berghlaupin á Almenningum hafa fallið í sjó fram og virðist víðast nokkuð aðdjúpt að þeim. t tímans rás hefur öldurót rofið undan og framan af sundurmoluðum berghlaupsmassanum og verð- ur ekki betur séð en þessi undangröftur sjávar viðhaldi framskriði berghlaupanna eða hati orsakað staðbundið sig innan þeirra. Ummerki eru um að nokkuð stór stykki úr lausa jarðlagamassanum hafa sigið eða fallið fram, frá því að berg- hlaupin féllu og eru ummerki sumra þessara hreyfinga nýleg. Frá því að vegur var lagður um þetta svæði hafa skapast töluverð vandræði vegna hreyfinga á vegstæðinu. Frá árinu 1977 hefúr Vegagerðin sett upp fjölmarga mælipunkta bæði fyrir ofan og neðan vegstæðið til að fylgjast meðeðlioghraðahreyfinganna. I fyrstu voru þessar mælingar stopular en hin síðari ár hefur mælipunktum verið fjölgað til mikilla muna og nú er mælt þar einu sinni á ári. Mesta ffamskrið sem er að finna í Almenningum eru nyrst á svæðinu við Kóngsnef og við Ódrykkjutjarnarnef, syðst á svæðinu. Mælingar á skrið- hraða berghlaupanna benda þó til þess að framskriðið eigi sér stað í stökkum, alla vega í frambrún berhlaupsmassans. Minna er vitað um hvernig hreyfingar ofar í berghlaups- massanum hegða sér, þ.e.a.s. hvort að þar sé um jafnt sig að ræða eða hvort að sigið verði þar í stökkum eins og neðar. Nauðsynlegt er að fjölga mælipunktum á því svæði í framtíðinni. Veðurfar virðist hafa mikið að segja um hve sighraðinn er mikill, því mælingar sumra ára sýna miklu meiri hreyfingu en önnur ár. Nærtækustu dæmi slíks eru árin 1996, 1999, 2002 og nú síðastliðið vor. Bein tengsl eru á milli mikilla úrkomu og mikilla leysinga og framskriðs. Við þær aðstæður hækkar grunnvatnsstaðan í berghlaupsmassanum og gmnn- vatnsflæði um hann eykst, sem veldur því að framhlaupsefnið verður óstöðugra. Nokkrar sagnir eru einnig til um að mikil framskrið hafi orðið á Almenningum í kjölfar mikils brims og sjávarrofs. Mesta hreyfingin sem orðið hefur á vegstæðinu um Almenninga er á nyrsta hluta þess á svæði sem nefnt er Tjarnardalir. I Tjarnardölum eða við Kóngsnef eins og svæðið er gjarnan nefnt hefur stórt berghlaup fallið ffam úr vestanverðu Mánárfjalli og í sjó fram, fyrir um 10.000 árum síðan. Ummerki benda til þess að frá þeim tíma sem berg- hlaupið féll hafi megin hluti þess verið á hægfara framskriði. Hin af orsökum þess framskriðs virðist vera rof við ströndina sem veldur undangreftri og veikirþar afleiðandi stöðuleika í framhluta berghlaupsins. Eins og mæliniðurstöður Vegagerðarinnar sýna þá er mjög mikið framskrið á Tjarnardalasvæðinu, en mest er það þó í sigsvæði sem nefnt er Skógar, en það er sigskál sunnan við Kóngsnefið. Þar er hreyfing að meðaltali um 60 cm á ári. Ef það er bakreiknað Undanfarin tvö ár hefur staðið yfir jarðfræðileg rannsókn á umfangi og orsökum sigs sem á sér stað á Siglufjarðarvegi um Almenninga, á um 5-6 km löngum kafla frá Fljótum norður að Kóngsnefi. Rannsóknin sem er styrkt af Vegagerð ríkisins en unnin af Náttúrustofu Norðurlands vestra og Akureyrasetri Náttúrufræðistofnunar íslands. Það svæði sem nefnt er frá þeim tíma sem vegurinn var lagður þá nemur heildar framskriðið rúmlega 21 m. Þeir mælipunktar sem sýna þessa miklu hreyfingu voru settir upp árið 1999 og því óvíst hvort sigið hafi verið jafn mikið og þessir reikningar benda til. Ekki er þó hægt að útiloka að það hafi jafnvel verið enn meira. Svæðið norðan við Kóngsnef ber öll ummerki þess að þar sé einnig töluvert framskrið en þó nokkuð frá- brugðið. Þar liggur vegurinn mun nær frambrún hlaupsins og hægt er að fúllyrða að þar sé undangröftur sjávar óðfluga að grafa undan vegstæðinu. Hlíðin neðan við veginn er öll sprungin og rifin og er töluverð hætta á að stór stykki falli úr henni. Mesta framskrið á þessu svæði nemur að meðaltali um 26 cm á ári en það eru um 7 m síðan vegurinn var lagður. Benda má á að þeir mælipunktar sem settir hafa verið upp á þessu svæði eru alls ekki að sýna alla þá hreyfingu sem í raun er á veginum og sérstaklega ekki það sem er að gerast neðan við hann. Önnur svæði á veginum í Almenningum eru einnig á hreyfingu þó svo að hreyfingin sé mun minni en í Tjarn- ardölunr. Nokkur færsla hefur orðið á berghlaupunum sunnan við Þúfnavelli og fyrir norðan Heljartröð við Ódrykkjutjarnarnef, syðst í Almenningum, en ekki neitt í líkingu við það sem er að gerast nyrst. Það má þó ekki líta svo á að það svæði sé mikið óvirkara en Tjarnardala svæðið, en vegstæðið liggur mun lengra frá sjó og gætir áhrifa strand- rofsins þar minna. Eins og sést á þessu þá eru það þrjú megin framskriðs- svæði innan berghlaupanna á Almenningum sem hafa teljandi áhrif á vegstæðið. Greinilegt er þó á ummerkjum að víðar er töluverð hreyfing á efnismössum sem hafa þó ekki bein áhrif á vegstæðið sjálft. Ljóst er að á nyrsta svæðið í Tjarnardölum er rnikil hætta á því að stór stykki geti sigið niður eða hlaupið fram úr núverandi vegstæði og nágrenni þess. Við slíka atburði gæti vegurinn spillst eða orðið ófær um tírna eða núverandi vegstæði einfaldlega eyðilagst. Um þá hættu sem umferð um veginn stafar af þessu þarf ekki að fjölyrða. - Hér er um úrdrátt að ræða úr fyrir- lestri sem fluttur var i desember sl. netkönnun Hver þessara daga er þér mest að skapi? Bolludagurl (24.9%) Sprengidagur! (23.8%) Öskudagur! (5.9%) Þeir eru allir algjör snilld! (45.4% Hægt eraðtakaþáttíkönnunum sem birtast í Feyki með þvi að fara inn á heimasíðuna Skagafjörður. com og kjósa þar. Æskilegt er að hver aðili kjósi aðeins einu sinni en ítrekað skal að könnunin ermeira tilgamans og taka skal niðurstöðurnarmeð nokkrum fyrirvara. molar Vinafélag um Þristinn I fi'étt í Morgunblaðinu í dag er rætt Króksarann Tómas Dag Helgason flugstjóra um un- dirbúning að stofhun Þristavi- nafélags á Islandi, en slík félög er að finna á öllum hinum Norðurlöndunum. Helstu markmið félagsins rnunu að sögn Tomma verða að veita fjárhagslegan stuðning til rek- strar og viðhalds íslensku DC-3 flugvélanna, þ.e. Páls Sveinssonar TF-NPK og TF-ISB sem eru og verða í eigu Landgræðslunnar. Aðspurður segir Tommi að Þris- turinn skipi stóran sess í flug- sögu Islendinga, hann hafi verið notaður \áð ýmsar aðstæður í farþega- og flutningaflugi bæði innan lands og utan, í skíðaflugi við Grænland og við landhelgis- gæslustörf. Ráðgert er að halda stofhfúnd félagsins á næstunni. Blönduóslöggan tók 12 á ofmiklum hraða Húnahornið greinir lrá því að tólf ökumenn hafi verið teknir fyrir of hraðann akstur í umdænii lögreglunnar á Blönduósi um helgina. Þar af voru átta teknir á milli klukkan tvö og fimm á sun- nudaginn. Sá sem keyrði hraðast mældistá 123 km liraða. Góðurgestur Sagt er frá því á heimasíðu Ska- gastrandar að Ingvar Jónsson, brotttluttur Skagstrendingur hafi nýlega komið skemmtilega á óvart cr hann kom í heimsókn í íþróttah úsið á Skagaströnd. Varð honum hugsað til æskun- nar sem nú vex úr grasi á Ska- gaströnd minnugur þess þegar hann ólst sjálfur þar upp að hluti af því er þátttaka í bolta og keppnisleikum. Færði hann hús- inu keppnistreyjur og bolta til að nota við íþróttaiðkun. Árni Geir húsvörður tók \ið gjöfún- um og færði honum þakklæti Skagstrendinga fyrir þær. Ingvar er eigandi Nike-búðarinnar á Laugarveginum í Reykjavík.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.