Feykir


Feykir - 23.02.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 23.02.2005, Blaðsíða 2
2 Feyliir 08/2005 Hjátrú varðandi happastaðinn Ábæ Fólk bað um Lottó í pósti „Jú, jú, Baldur er búinn að koma hingað og vitja um vinninginn og að fylla út með honum vinningsskýrsluna er eitt það ánægjulegasta sem ég hef gert enda hann vel að vinningn- um kominn. Ég óska þeim hjónunum inni- lega til hamingju með þetta.," sagði Gunn- ar Bragi Sveinsson, staðarhaldari á Ábæ - Veitingum. „Stórir vinningar hafa áður komið hér á Ábæ, síðasti var fyrir tæpu ári en þá kom hingað bónusvinningur í Víkingalottóinu uppá tæpar 2 milljónir. Fyrsti vinningur hefur tvisvar áður lent hér en það var 1990 rúmar 13 milljónir og 1992 rúnrar 12 milljónir. Þá var talað um happastaðinn Ábæ og hingað hringdi fólk héðan og þaðan af að landinu, keypti Lottó- miða og bað um að fá senda til sín í pósti, sem við að sjálf- sögðu gerðum. Nú er bara að vona að fleiri viðskiptavinir Ábæjar verði eins heppnir og Bald- » ur. Leiðari Súrefnisframleiðsla Kyoto-bókunin svonefnda hefur verið talsvert í fréttum undanfarið eftir að Rússar staðfestu hana en það skiptir sköpum varðandi gildistöku. Bandarísk stjórnvöld hafa hins vegar ekki í hyggju að staðfesta bókunina og neita raunar að liorfast í augu við loftlagsbreytingar af völdum svo kallaðra gróðurhúsaáhrifa. Það er staðreynd að mengunarkvótar geta gengið þjóða á milli sem söluvara. íslenskir bændur hafa velt því fyrir sér hvort að mögulega megi skapa verðmæti með því að græða upp ógróið land og framleiða þannig súrefni. Málið var tekið upp á Búnaðarþingi síðastliðinn vetur en lítið hefur gerst síðan. Ástæða er til lyrir forsvarsmenn bænda ogyfirvöld um- hverfismála að kanna þetta mál af fullri alvöru. Ekki er deilt um að uppgræðsla lands getur aukið súrefnisframleiðslu í íslenskri náttúru. Spurningin er hvort að raunhæft sé að hafa af því atvinnu og tekjur. Ánii Gunmrsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Feykirhf Skrifstofa: Aðalgötu21, Sauðárkróki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Sími 4557100 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson Pétur ingi Björnsson feykir@krokur.is Sími 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Hinir sömu sf. Prentun: Nýprent ehf. Mikil þátttaka í Dægurlagakepnninni á Króknum Lög bárust frá öllum landshornum Mikil þátttaka var í forvali fyrir Dægurlaga- keppnina á Sauðárkróki en um 60 gríðargóð lög bárust í keppnina að sögn Ellerts H. Jóhanns- sonar, sem er einn af forsprökkum keppninnar. -Hvað gefur dómnefnd sér langan tíma til að vinna úr þessum lögum? „Við skipuleggjendur komum ekki nálægt valinu sjálfir en skipuðum í það sérstaka dómnefnd. Ég veit að það fóru fjölmargir klukkutímar í að velja 10 lög úr þeim fjölda Ellert Jóhanns kátur með þátttökuna i Dægurlagakeppninni. hæfra laga sem bárust keppninni í ár. Þannig að valið hefur farið frarn og höfundar þegar látnir vita. -Fenguð þið lög viða að? „Það bárust lög í keppina frá öllum landshornum og við erurn mjög þakklátir lagahöf- undum um land allt fyrir þeirra framlag og hvetjum þá sem ekki náðu inn núna til þess að reyna aftur að ári.” -Hver verða næstu skref? „Næstu skrefverða að höfundar laga sem komust áfram í keppninni gangi ffá þeim í endanlegt form til að setja á diskinn sem gefmn verður út samhliða keppninni en hún fer ffam í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 29. apríl. Nú eru skipuleggjendur að undir- búa dagskráratriði sem eiga að vera til skemmtunar á keppnis- kvöldinu sjálfu og er margt spennandi í bígerð,” sagði Ellert að lokum. Vestfirskt kvöld á Löngumýri Andlegt fóður í bland við annað hnossgæti „Mörflotmeð feiti!" Nei langt frá því. Hér standa þau Björg Agnar og Magnea við hluta afþeim glæsilegu veitingum að vestan sem íboði voru. Færri komust að en vildu á Vestfirsku kvöldi sem haldið var á Löngumýri nú á dögunum. Það kom líka á daginn að það var vel þess virði að mæta til að hlusta á þær bráð- skemmtilegu sögur og lýsingar sem þau Björg Baldursdóttir frá Vigur nú kennari á Hólum, Magnea Guðmundsdóttir frá Ingjaldssandi húsffeyja á Varmalæk og Agnar Gunnars- son frá Bolungarvík, bóndi á Miklabæ buðu gestum að hlýða á. Það var hrein unun að heyra þau segja frá lífi leik og störfum á þessum ólíku stöðum og bera saman við það sem við hér í Skagafirði þekkjum. Þar risu hæst frá- sagnir af erfiðum samgöngum, og hvernig fólk einmitt þess vegna bar takmarkalausa virðingu fyrir náttúruöflunum. Magnea sagði m.a. ffá hinu hefðbundna jólaballi á Ingjaldssandi sem stóð ffá miðjurn degi og frarn á nótt með þátttöku allra sveitunga. íbúarnir höfðu bæði aðra siði og aðra jólasöngva en tíðkaðist annarsstaðar og fengu gestir á Löngumýri smá nasasjón af því. Auk andlegs fóðurs buðu Björg, Agnar og Magnea gest- um að smakka margskonar hefðbundinn vestfirskan mat eins og skötustöppu og rikkl- ing með hnoðmör! Talsverð fækkun eyrnamarka frá síðustu útgáfu Landsmarkaskrá komin út Landsmarkaskrá er kominn út, sú þriðja í röðinni en hún kom fyrst út árið 1989. Samtals eru í þessari markaskrá 14.241 mark og hefur eyrnamörkum fækkað talsvert ffá síðustu útgáfu Landsmarkaskrár. Það er Ólafúr R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum íslands sem ritstýrir skránni og er hún til sölu á skrifstofu samtakanna og kostar krónur 6.900,- eintakið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.