Feykir


Feykir - 23.02.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 23.02.2005, Blaðsíða 7
08/2005 Feykir 7 Guðmundur Valtýsson skrifar Vísnaþáttur 400 Heilir og sælir lesendur góðir. Fallega fer í byrjun þessa þáttar að rifja upp þessa snjöllu vísu Geira bónda í Eskihlíð (Geir Gunnar Gunnarsson), sem rak um árabil stórbúskap í Eskihlíð eins og þeir sem eldri eru kannast trúlega við. Illa bítur orða stálið algengast er það. Haldafund og hugsa málið hafast ekkert að. Oft hafa í þessum þáttum birst sn- jallar hinghendur eftir Ágúst Sig- fusson (Villu Gústa). Ein kemur hér sem hann mun hafa ort og er þar notast við ágætar fornar ken- ningar, sem nútímafólk kann því miður ekki nógu góð skil á. Gautur skjóma gáðu að því gáfna ogsóma þéttur. Að hjartans frómum akri í ástar blómið sprettur. Þá langar mig til til að biðja les- endur um að gefa mér upplýsingar um höfund að næstu vísu. Ævi minnar förlastfley ferskleikinn er búinn. Ég er orðinn gamaltgrey gigtveikur og lúinn. Þekkt er úr samtímanum og einnig úr frotíð sjúkleiki þeirra sem unna spilamennsku. Eitt sinn er slíkt keyrði úr hófi fram að mati Eyjólfs Gíslasonar á Hofsstöðum í Hálsas- veit, mun hafa ort svo. Að spila um aura er spjátrung hœtt spara ei mammons vinir. Ekkigeta alltafgrœtt andskotinn og hinir. Þá langar mig aftur að leita til les- enda með upplýsingar. Gæti verið að næsta vísa væri eftir Skaprhéðinn Einarsson, sem kenndur var við Ytra Tungukot í Blöndudal og var afbraðgs hagyrðingur. Margur ástar leikur leik, leik sem brást þó stundum. Veður ástin reikul reyk raunirfást með sprundum. Oft eru til gleði vísur Birgis Hart- mannssonar. Þessi mun vera ein af þeim. Þó að hana þyngi pund, sem þykrir síst til bóta. Konan hefur létta lund og langt á millifóta. Gunnar Eggerstsson frá Leirár- görðum mun eitt sinn hafa ort svo til vina sinna. Þegar vilji, von ogþrá, verjast krepptum hnefa. Vinarhönd og heillaspá hálfan sigurgefa. Nýlega fann ég í mínu drasli vísu, sem talin er eftir Lúðvík Blöndal, en hann held ég að hafi búið á Blönduósi. Ef rétt er með farið mun hann þar vera að ávarpa Þor- vald Þórarinsson frá Hjaltabakka. Báðum virðist gatan greið gleði nýja að kanna. Við mœttumst oft á miðri leið milli heimilanna. Einhverju sinni er sá ágæti hag- yrðingur, Stefán Vilhjálmsson, var beðinn um að lýsa sjálfum sér (kannski á hagyrðingakvöldi) varð til þessi vísa. Ekki sœmir að mér hrósi ósköp telst ég lítils virði. Ég er svona bögubósi frá Brekku austur í Mjóafirði. Þá minnir mig að næsta vísa sé eftir hinn ágæta hagyrðing Eystein Gíslason í Skáleyjum. Etmþá stendur stakan traust stuðluð orðin rímar. Öðruglingri endalaust eyða breyttir tímar. Önnur snjöll vísa kernur hér eftir Eystein. Látum gjalla gígjur allar glatt á hjalla sé í dag. Hörku snjallir hagleiks-kallar hér á palli yrkja í dag. Einhverntíman er Jón Karlsson, bóndi í Gýgjarhóskoti í Bisk- upstungum var staddur í veislu - kannski hefur það verið á hátíð hagyrðinga - var einn réttur borinn fram í kúskel. Af því tilefni orti Jón. Bcendum þykir brauð og ostur bagðast nokkuð vel. En löngum þótti lakur kostur að lepja dauða úrskel. Anna Jónsdóttir úr Hveragerði mun hafa ort svo í þeirri sömu veislu. Flestra gœðafer á mis finnst mér brostinn strengur, þvígamlir menn til gjálífis ginnast ekki lengur. Jón í Gýgjarhólskoti neitar slíkri fullyrðingu og yrkir svo. Ennþá mœtti ástarslys œtla gamla Jóni. Því gamlir menn til gjálífis ginnastenn á Fróni. Fer þá þessi fallega númeraði þáttur að verða fullskapaður. Heyrum að lokum ágæta oddhen- tu eftir Andrés Valberg. Einn égskunda um aftanstund eftirgrund og halli. Éfhitti égsprund þá léttist lund og lifnar undir kalli. Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. fþróttafréttír Intersportdeildin í körfuknattleik Skallar teknir í bakarfið Þeir voru alltaf fáir stuðningsmenn Tindastóls sem mættu í Síkið á sunnudagskvöldið til kíkja á viðureign Stólanna og Skallagríms í Intersport- deildinni í körfubolta. Leikurinn var engu að síður ágæt skemmtun og lengst af spennandi. Síðustu mínútur leiksins einkenndust af ágætum leik heimamanna og tuði gestanna. Lokatölur 115-96 fyrir Tindastól. Leikurinn fór vel af stað, Stólarnir komust í 9-2 og einhver hafði á orði að nú kannaðist hann við Skalla- grímsliðið, og var skorað á hann að fara heim að sofa af bekk gestanna. Skallagríms- menn komu sér strax inn í leikinn aftur og jöfnuðu 16- 16. Fletcher og Aliu voru sjóðheitir hjá Stólunum og Clifton Cook spilaði frábær- lega fýrir gestina. Skalla- grímur yfir 27-28 eftir fyrsta leikhluta. Fjörið hélt áfram í öðrum leikhluta og Stólarnir oftast skrefinu á undan. Brian Thomspon fór loks í gang hjá Stólunum eftir rólega byrjun, og staðan 52-48 í hálfleik. Lítið fór fyrir varnarleik liðanna f þriðja leikhluta. Nick Anderson kom sterkur inn hjá Skallagrímsmönnum en á sama tíma fór Svabbi að láta til sín taka og gerði 21 stig í síðari hálfleik. Thomp- son var áfram drjúgur og þá varDavid Aliu meðtaugarnar í lagi á vítalínunni. Þegar þrjár mínútur voru eftir var leikurinn enn æsispennandi og stáðan 96-93 fyrir Stólana. Eftir það fór leikur Skallgríms í vaskinn og virtust þeir algjörlega kenna dómurun- um um. Stólarnir gengu á lagið og gerðu 19 stig á meðan Skallargerðu 3. Loka- tölur sem fyrr segir 115-96. Stólarnir spiluðu vel, tóku 45 fráköst á meðan Skalla- grímsmenn hirtu aðeins 33. Kiddi Friðriks áttu fínar innkomur og þá var gaman að sjá Helga Rafn koma inn í liðið og riðja svoh'tið frá sér. Svabbi byrjaði rólega en datt í stuð í síðari hálfleik. Thompson og Fletcher voru góðir. David Aliu krafsaði í 20 stig og þá barðist Axel sem fyrr afkrafti. Fallið blasir við Segja má að sigur Tindastóls hafi verið súrsætur því væntanlega dugar hann skammt í baráttunni um sæti í deildinni. Liðið tapaði viðureign sinni við Hamar/ Selfoss í síðustu viku og þar með runnu raunhæfir möguleikar á sæti í efstu deild næsta tímabil að mestu út í sandinn. Stólarnir höfðu frumkvæðið lengst af gegn H/S en gáfu leikinn frá sér í síðasta leikhlutanum. Til að liðið eigi möguleika að halda sér uppi þarf það að sigra alla þrjá leiki sína sem eftir eru og tresyta á að liðin í næstu sætum fýrir ofan tapi. INTERSPORTDEILDIN í KÖRFU íþróttahúsið á Sauðárkróki TINDASTÓLL 115 SKALLAGRIMUR 96 Stig Tindastóls: Brian Thompson 30, Svavar24, David Aliu 20, Bethuel Flethcer 19, Kristinn 11, Axel 8 og Gunnar3. INTERSPORTDEILDIN í KÖRFU Iða HAMAR/SELFOSS 98 TINDASTÓLL 83 Stig Tindastóls: Thomson 23, Svavar 20, Fletcher 16, Aliu 13. ísak 4, Axel 4 og Kristinn 3. Sportmolar Skíði og frjálsar í síðustu tilraun og sigraði. Þess rná einnig geta að um er að ræða nýtt Héraðsmet USAH. Síðastliðinn laugardag fór Tindastólsgangan fram í fínu veðri og voru þátttakendur um 40 talsins. I 20 km göngunni, sem var liður í Islandsgöngu SKÍ, varð Sævar Birgisson UMFT fýrstur á 43,52 en næstur varð Birgir Gunnarsson UMFT á 45,06 en þeir fegðar sigruðu í sitt hvorum aldurs- hópnum; Sævar í 16-34 ára en Birgir í 35-49 ára. 1 flokki 50 ára og eldri sigraði Magnús Eiríksson frá Siglufirði. Sjá úrslit á tindastoll.is Sunna sigrar í Malmö Sunna Gestsdóttir tók þátt í langstökkskeppni á Sænska Meistaramótinu sem fór fram í Malrnö um miðjan febrúar. Sunna stökk 6.02 m. ÞásettiGautiÁsbjörnsson UMSS um helgina nýtt íslandsmet í stangarstökki innanhúss, í flokki 19-20 ára, á móti í Gautaborg, þegar hann stökk 4,27m. Ragnar Frosti Frostason UMSS hljóp 400m á sama móti á 51,26sek, sem er besti tími íslendings á árinu. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frirrar birtingar á feykir@krokur.is Halló - halló! Hefjum starfsárið i Hvelli árid 2005 með Hermanni og Inga i Melsgili þann 12. mars kl. 23-03. Nefndin AL-ANON í Skagafirði Von og hjálp fyrir fjölskyldur og vini alkohólista. Opnir fundir öll mánudagskvöld i Safnaðar- heimili Sauðárkrókskirkju á Sauðárkróki kl. 21:00 - 22:00. Allir hjartanlega velkomnir - kaffi á könnunni. VW pallbíll til sölu Fjórhjóladrifinn VotksWagen disill til sölu. Árgerð 1995. Upplýsingar í sima 899 4016. Jón Grétar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.