Feykir


Feykir - 23.02.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 23.02.2005, Blaðsíða 3
08/2005 Feykir 3 Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar skrifar Úthlutun sérstaks kvóta til stuðnings byggðalögum Athugasemdir vegna villandi skrifa í Feyki 06/2005 í síðasta blaði Feykis skrifar Steinar Skarphéðinsson um úthlutun á kvóta til byggðar- laga skv. reglugerð dagsettri 6. desember 2004. Þar sem undirritaður hefur orðið var við misskilning og rangfærslur varðandi þennan kvóta er rétt að upplýsa um einstök atriði. Steinar heldur því fram að undirritaður ásamt Áskeli Heiðari Ásgeirssyni, sviðs- stjóra Markaðs- og þróunar- sviðs hafi komið á fundi til að ræða málefhi ofangreindrar reglugerðar. Þess bera að geta að fundurinn á Hofsósi var haldinn 13. september 2004 en reglugerðin var gefin út 6. desember 2004. Það er því rangt að fundurinn 13. september hafi fjallað um grein í óútkominni reglugerð enda hafði enginn þá reglugerð undir höndum. Fundurinn 13. september var öllum opinn og til þess ætlaður að fá fram hugmyndir og sjónarhorn hagsmunaaðila til að standa sem best að umsókn sveitarfélagsins til sjáv arútvegsráðaneytisins um byggðakvóta fyrir Hofsós. Ákveðið var að Áskell Heiðar ynni úr því sem fram kom á fundinum og kæmi síðan aftur til fundar í Hofsósi viku síðar til að fullgera umsókn sveitarfélagsins. Á seinni fundinum er rangt að Áskell Heiðar hafi verið með tilbúna fundargerð en hins vegar lagði hann þar ffam drög að umsókn til umræðu í framhaldi af fyrri fundinum og sérstakt að Steinar skuli vera að gera það torkennilegt. í stað þess að embættismenn sveit- arfélagsins gerðu einhliða umsókn og sendu inn var hér reynt að hafa fullt samráð við sjómenn og útgerðarmenn í Hofsósi við vinnslu umsóknar til sjávarútvegsráðaneytisins. Bréfog reglugerð Sjáv- arútvegsráðuneytisins Með bréfi frá Sjávarútvegs- ráðaneytinu dagsettu 6. desember 2004 barst sveitar- stjórn reglugerð um úthlutun á 3.200 þorskígildislestum til stuðnings byggðarlögum. Af því var 77 þorskígildislestum úthlutað til Hofsóss. I bréfinu með reglugerðinni segir m.a.: SAUÐARKROKUR íbúðir til sölu EignasjóSur SkagafjarSar auglýsir til sölu tvær íbúðir, 105 m2 íbúS, neðri hæð í tvíbýlishúsi, við Laugatún og 1 10 m2 íbúð í parhúsi við Jöklatún. Bóðar eru íbúðirnar fjögurra herbergja. Oskaö er eftir tilbobum í íbúbirnar og skulu þau berast Eignasjóði Skagafjarðar, Róðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, fyrir 12. mars n.k. Nánari upplýsingar gefur svibsstjóri Eignasjóbs Skagafjaróar R Skagafjörður „Ráðuneytið gefur sveitar- stjórninni hér með kost á því að gera tillögur til ráðuneytisins um reglur sem gilda um skiptingu úthlutunarinnar til einstakra skipa.” “Fallist ráðuneytið á reglur sveitarstjórnar um úthlutun aflaheimildanna staðfestir ráðuneytið reglurnar... Eftir það ber sveitarstjórn að kynna reglurnar og gefa útgerðum fiskiskipa kost á að sækja um aflaheimildir.” „Geri sveitar- stjórn ekki tillögur um til ráðuneytisins eða geti ráðu- neytið ekki fallist á tillögur sveitarstjórnar skal Fiskistofa skipta þeim milli einstakra fiskiskipa.” „Afla sem úthlutað er samkvæmt þessari reglu er skylt að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðarlags enda fari vinnsla botnfisks þar ffam.” f 4. grein reglugerðarinnar sem Steinar Skarphéðinsson vitnar til má lesa eftirfarandi: „Sveitarstjórnir skulu miða tillögur sínar við það að aflaheimildir sem koma í hlut hvers byggðarlags fari til fiskiskipa sem gerð eru út fram viðkomandi byggðarlagi og að aflinn verði unnin þar enda verði því við kornið.” f 5. gr. reglugerðarinnar segir m.a.: „Afla sem úthlutað er sam- kvæmt þessari grein er skylt að landa til vinnslu innan hlut- aðeigandi byggðarlags, enda fari vinnsla botnfisks þar ffam.”. Læt ég tilvitnunum lokið í bréf og reglugerð Sjávarútvegsr áðuneytisins varðandi kvót- ann. Sveitarstjórn Skagafjarðar lagði ekki til neinar úthlut- unarreglur umfram þær sem þar koma fram enda skýrt kveðið á um hvernig ráðuneytið ætlar að úthluta kvótanum. Hins vegar lagði sveitarstjórn fram eina ósk og það var að miðað skyldi við báta sem skráðir væru á Hofsósi 1. desember 2004 í stað 1. september 2004 en Kolka ehf. fór fram á þetta til að þeirra bátur kæmist með í úthlutun ráðuneytisins. Greinargerð frá Kolku ehf. í greinargerð sem Gunnar Þór Gunnarsson hefur sent sveit- arfélaginu að ósk sveitarstjóra, um nýtingu byggðakvótans sem Kolka ehf hefur fengið úthlutað segir m.a.: „Frá því að starfsemi Kolku hófst í október 2003 hefur í heild komið til vinnslu á Hofsósi sem samsvarar um 2 þús. tonnum af lönduðum afla.” Gunnar Þór heldur því fram í greinargerð sinni að sveitar- stjórn hafi getað úthlutað kvótanum til Kolku ehf en ég bendi á tilvitnanir hér að ofan í reglugerð Sjávarútvegsráðu- neytisins þar sem skýrt er tekið fram og oftar en einu sinni, að kvótinn skal fara á báta og afla landað á Hofsósi til vinnslu. Sveitarstjórn ákvað að setja ekki nánari reglur um úthlutun á kvótanum þar sem reglugerð ráðuneytisins er skýr og því mun Fiskistofa úthluta kvót- anumsamkvæmtþví. Þessskal getið að Kolka ehf hefur þegar fengið úthlutað 57 þorsk- ígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Að lokum bendi ég öllum þeim sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál nánar á að kynna sér vel reglugerðina um úthlutun á 3.200 þorskígildis- lestum til stuðnings byggðar- lögum ffá 6. desember 2004. Ársœll Guðmundsson INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA Lagmula 9 • 108 Reyk|avik • Kt. 530372-0229 • www.medlag.ls Banki 0139-26-4700 • Simi 590 7100 • Fan 590 7101 MEÐLAGSGREIÐENDUR Gerið skil hiðfyrsta og forðist vexti og kostnað RAÐHUSIÐ SKAGFIRÐINGABRAUT 21 SAUÐARKROKUR SIMI 455 6000 netkönnun Hvað eiga stuðningsmenn Stólanna að gera næsta vetur ef liðið fellur í 1. deild? Mæta galvaskirá leiki í 1. deildinni! (46.7%) Taka til í skúrnum á fimmtu- dagskvöldum og fara snemma að sofa á sunnu- dagskvöldum! (14.5%) Biðja fyrirbetri tíð með blóm í haga! (7%) Stunda bíósýningarí Bifröst! (10.3%) Fara í fýlu og gráta! (7.5%) Taka fram skóna! (14%) Hægt er að taka þátt í könnunum sem birtast ÍFeyki með þvíað fara inn á Skagafjörður.com og kjósa þar. itrekað skal að könnunin er meira til gamans og taka skal niðurstöðurnar með fyrirvara. molar Skagafjörður leggur til mótframlög vegna nýsköpunarverkefna Sagt er ffá því á heimasíðu sveit- artélagsins Skagafjarðar að At- vinnu- og ferðamálanefhd Sveit- arfélagsins Skagafjarðar ákvað á fundi sínum í vikunni að ganga til samninga við Nýsköpunarsjóð námsmanna sem felur í sér að Skagafjörður leggur mótffam- lög til nýsköpunarverkefha sem tengjast Skagafirði. Hér er unt að ræða samskonar samning og síðastliðin tvö ár. Untsóknum unt verkefni skal skila raffænt á heimasíðu sjóðsins www.nsn.is og hvetur Sveitarfé- lagið Skagafjörður sent flesta til að sækja um verkeíni til sjóðsins sem tengjast Skagafiröi og auka þannig nýsköpun á svæðinu. Umsóknarffestur er til 10. ntars. Björgunarfélagið Blanda á nýjum bíl Björgunarfélagið Blanda á Blön- duósi festi á dögunum kaup á nýjum Toyota Landcruiser 120, af Toyota umboðinu P. Samúelssyni ehf. og var honum bre^'tt hjá Arctic trucks. Radíoraf sá urn allan rafbúnað í nýja bílnum. Biffeiðinerá38tommudekkjum, og búin öllum helsta búnaði sem slík bifreið þarf að vera. Þar ntá nefha, GPS tæki, talstöðvar, farsí- nti og fl. Biffeiðin er einnig búin mjög öflugu spili. Biffeiðakaup sem þessi eru mjög dýr fyrir sjálfboðaliðasamtök, en þess má geta að Björgunarfélagið sem og önnur björgunarsamtök reiða sig á flugeldasöluna um áramótin sem helstu fjáröflun ársins.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.