Feykir


Feykir - 02.03.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 02.03.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 09/2005 Breytingarnar hafa i för með sér hækkun á raforkuverði í dreifbýli. Fréttaskýríng Gerbreytt skipan orkumála Um síðustu áramót var hrint í framkvæmd ákvæðum laga um aðskilnað vinnslu, sölu, flutning og dreifingu á raforku. Með nýjum raforkulögum (raforkulög nr 65/2003, var breytt í júlí 2004 og aftur í desember 2004 ásamt meðfylgjandi reglugerðum) er verið að innleiða tilskipun Evrópusambandsis um raforkuviðskipti frá árinu 1996. Endanleg gildistaka þeirra gerbreytir allri skipan raforkumála í landinu. Undanfarið hefur fólk verið að fá fyrstu rafmagns- reikningna eftir breytinguna og sýnist sitt hverjum. Orkustofnunhefuralmenna fyrmefinda felur í sér flutning umsjón með framkvæmd laganna. Lögin kveða á um að aðskilja sérleyfisstarfsemi frá samkeppnisstarfssemi. Hið og dreifingu og er einkaleifisstarfssemi undir eftirliti Orkusstofnunnar. Um áramót var stofnað nýtt flutningsfyrirtæki Landsnet, sem sér um flutningsnetið. Landsnet selur raforku í heilsölu til stóriðju og veitufyrirtækjanna. Landsneti ber að halda aðskildri sölu til stóriðju og almennings og setja tvær aðgreindar gjaldskrár. Vinnsla og sala er aftur skilgreind sem samkeppnis- starfssemi og er þannig gert ráð fyrir að hver sem er geti framleitt raffnagn inn á dreifikerfið og sömu leiðis geti hver sem er selt það í smásölu Raforkuverð til neitanda er samsett af flutningsgjaldi (flutningur og dreifmg) og raforkuverði. Samkvæmt nýju lögunum geta allir þeir sem nota a.m.k. 100 kW afl og þar yfir valið sér raforkusala. Þessir notendur skipta í dag nokkrum hundruðum Allur almenningur og tlest fýrirtæki verða að bíða í eitt ár eftir þessu valfrelsi en frá og með áramótum 2006 verða engar hömlur og notandi getur keypt raforku af hverjum sem er. A ekki að skipta máli til hvers rafmagnið er notað Samhliða gildistöku laganna hafa taxtar RARIK tekið breytingum. Fyrirtækið var áður með sérstaka rafhitun- artaxta en eftir breytinguna á (og má) ekki skipta máli til hvers rafmagnið er notað. Þannig falla til dæmis hinir svo kölluðu marktaxtar úr gildi. Þá hefur Landsvirkjun verið með afslætti á rafmagni til rafhitunar sem einnig falla úr gildi. Þetta hækkar verð til notenda í dreifbýli Eftir brey'tinguna verður að greiða flutningsgjöld til Landsnetsins lýrir alla ratorkuframleiðslu. Áður greiddu vcitufyrirtækin í raun lítið fyrir tlutning á sinni eigin raforkuframleiðslu. Þetta veldur til dæmis talsverðum viðbótarkostnaði hjá Orkubúi Vestfjarða en áhrifa gætir lítt hjá RARIK. Þá verður dregið úr svo nefndri sammælingu á afltoppum þegar gjald fyrir flutning á raforku til dreifiveitna er reiknað. Þetta felur í sér að magnafsláttur getur fallið niður og hefur áhrif til talsverðs kostnaðarauka hjá RARIK og Orkubúi Vestljarða. Ákvæði um heimild til þess að hafa sérstakar gjaldskrár fyrir orkusölu í dreifbýli snertir einvörðungu Orkubú Vest- fjarða og RARIK. Hingað til hefur verið sama gjaldskrá í dreifbýli og þéttbýli. Nú hefur komið í ljós að sögn Orkustofunnar að dreifmg- arkostnaður á rafmagni í dreifbýli er nánast tvöfaldur á við dreifingarkostnað íþéttbýli. Þéttbýlisbúar á þessum landssvæðum hafi því í raun tekið á sig byrðar vegna dreifbýlisins umfram aðra landsmenn. Nú ber samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins Frá Heilbrigðisstofnuninni Sérfræðikomur í mars: 07. mars -10. mars Haraldur Hauksson æðaskurðlæknir 10. mars og 11. mars Valur Þór Marteinsson þvagfæraskurðlæknir 14. mars-18. mars Bjarki Karlsson bæklunarskurðlæknir 29. mars-Ol.apríl Edward Kiernan kvensjúkdómalæknir Tímapantanir í síma 455 4022 og 455 4000 TIL SOLU Borgarflöt 1, Sauðárkróki Byggðastofnun lýsir eftir tilboðum í fasteignina Borgarflöt 1, Sauðárkróki. Staðgreinir hjá Fasteignamati Ríkisins er 5200-01-11630010, og fastanúmer 213-1288. Um er að ræða iðnaðarhús (01-0102) byggt 1979, 292,9m2. Tilboð skulu send Byggðastofnun, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki, fax 455-5499 eða hjalti@byggdastofnun.is Heildarstærð eignarinnar er 292,9 m2 . Fasteignamat eignanna er kr. 9.663.000 Brunabótamat eignanna er kr. 21.978.000 Nánari upplýsingar eru veittar í Byggðastofnun í síma 455 5400. 0 Byggðastofnun Sjá einnig fleiri auglýstar eignir á heimasíðu Byggðastofnunar að breyta þessu, sem veldur lækkun raforkuverðs í þéttbýli en aftur hækkun í dreifbýli. Til að vega upp á móti fyrirsjánlegri hækkun á raforkuverði í dreifbýli eykur ríkið niðurgreiðslu sína á raforku til húshitunar og eiga niðurgreiðslur að nema rúmlega einum milljaði króna á þessu ári. Á fjárlögum síðasta árs var gert ráð fýri 875 milljónum króna til niður- greiðslu. Engu að síður er Ijóst að þessi niðurgreiðsla dugar ekki til að vega að fullu upp á móti hækkunum á rafmagni í dreifbýli. Hlutverk Orkustofnunar Með nýjum raforkulögum, sent kontu til framkvæmda um mitt ár 2003, var Orkustofnun falið víðtækt umsjónarhlutverk í raforkumálum, einkum eftirlit með sérleyfisþáttum, þ.e. flutningi og dreifingu raforku. Umsjónarhlutverki Orku- stofnunar má skipta í eftirtalda þætti: - Almennt eftirlit með fram- kvæmd raforkulaga - Eftirlit með aðskilnaði rekstrarþátta í liókhaldi flutningsfyrirtækis og dreifiveitna - Setning tekjumarka - Eftirlit með gjaldskrám frrir flutning og dreifingu raforku - Eftirlit með afhendingar- gæðum raforku Hver sá sem telur raforkufjTÍrtæki brjóta á rétti sínum með ákvörðunum, ffamkvæmdum eða athafna- leysi getur borið málið undir Orkustofnun. Að undan- gengnum lögmæltum undir- búningi og rannsókn máls tekur Orkustofnun stjórn- valdsákvörðun um hvort sú starfsemi fjTÍrtækis, sem rnálið lýtur að, sé í samræmi við lög. Efstarfsemin erekki í samræmi við heimildir raforkulaga getur Orkustoffiun krafist þess að úr verði bætt að viðlögðum dagsektum. Stjórnvalds- ákvarðanir Orkustofiiunar í raforkumálum eru kæranlegar til úrskurðarnefndar raforku- mála. 1 næsta tölublaði Feykis verður fjallað áfram um breytta skipan orkumála og þá sérstaklega breytingu á raforkuverði til húshitunar í dreifbýli.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.