Feykir


Feykir - 30.03.2005, Side 3

Feykir - 30.03.2005, Side 3
12/2005 Feykir 3 Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri á Blönduósi Víxíþjáifun starfsmanna Mikið framboð af símenntunarmögu- leikum í nútíniasamfélagi þurfum við öll, sama hvaða starfi við gegnum, að fylgjast með tæki- færum sem auka þekkingu okkarogþjálfun ístarfi. Daglega berast mér í tölvupósti fjölda tilboða vegna þjálfunarnám- skeiða. Flest þeirra eru mjög áhugaverð. Mörg þeirra kosta fleiri hundruð þúsundir króna. Sum eru auranna virði. Önnur ekki. Nýverið hafði kunningja- kona mín frá Húsavík, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, sam- band og spurði hvort ég teldi að Blönduósbær hefði áhuga á að taka þátt í “víxlþjálfun” starfs- manna í samvinnu við tvö önnur sveitarfélög. Hulda Ragnheiður er að vinna að lokaverkefhi til BS gráðu við Viðskiptadeild Háskólans á AkurejTÍ og ákvað að gera “víxlþjálfun starfsmanna” að sínu lokaverkefni. Ég hváði í fjTst vegna þessa hugtaks “víxlþjálfún” en þegar hún útskýrði nánar fyrir mér í hverju samvinnan tólst fannst mér þetta brillíant viðfangsefni. Lykillinn að bættum árangri: starfsfólk Rannsókn Huldu Ragnheiðar felst í því að starfsmenn þriggja sveitarfélaga, þ.e. Blönduós- bæjar, Fjarðarbyggðar og Dalvíkur heimsækja umrædd sveitarfélög innbyrðis og kynnast verket'num og vinnu- lagi í sambærilegum störfum. Er ætlunin að meta gagnsemi víxlþjálfunar af þessu tagi með tillititilupplifunarstarfsmanna, kostnaðar og ávinnings, bæði starfsmanna og sveitarfélaga. Tveir starfsmenn af stjórn- sýslusviði frá þessum þremur sveitarfélögum “rótera” þannig á rnilli og k)mnast störfum kollega sinna tvo daga í senn. Mikið hefur borið á hugtakinu “símenntun” að undanförnu og reyndar er símenntunar- ákvæðið bundið í kjara- samningum. Forsvarsmenn fyrirtækja sem eru í örum vexti fullyrða að það séu einkum þrjú atriði sem séu lykillinn að bættum árangri þeirra: Nr. 1 Starfsfólk, nr. 2 Starfsfólk og nr. 3 Starfsfólk. Og hér gilda sömu lögmál og í keppnisíþróttum. Það lið sem æfir hvað mest og fær hvatningu, sigrar. Vert er að benda á að símenntun felst ekki eingöngu í námskeiðum og formlegri þjálfun. Hún getur falist í handleiðslu, sjálfsnámi, lestri greina og bóka, upplýsingaleit á netinu osfrv. Og ekki þarf ávallt að hoppa yfir lækinn til að afla sér þekkingar og þjálfunar. Áhugaverð tilbreyting í starfi Víxlþjálfun felur einmitt í sér að nýta sér þann mannauð sem fýrir er í fyrirtækjum og stofnunum. Þannig er næsta öruggt að innan vinnustaðar er sérhæfð þekking til staðar sem hægt er að miðla til samstarfsmanna. Þannig höfum við á bæjarskrifstofunni hér á Blönduósi einsett okkur það að læra hvort af öðru og taka frá tíma þar sem eitthvert okkar miðlar af þekkingu sinni. T.a.m. fórum við um daginn í tölvuver skólans og sátum þar í nokkra tíma og fórum yfir nokkur atriði í ritvinnslu (word), töflureikni (excel) og Internetinu. Þetta gagnaðist vel að sögn starfsmanna og ekki verra að hrista aðeins uppí daglegu amstri á vinnustað. Með því að taka þátt í loka- verkefiii Huldu Ragnheiðar göngum við skrefmu lengra og lærum af kollegum okkar sem eru að vinna sambærileg störf í öðrum sveitarfélögum. Þegar þetta er skrifað er innheimtufulltrúi Blönduós- bæjar í Fjarðarbyggð og bæjargjaldkeri Dalvíkur gestur okkar hér á Blönduósi. Ég er þess fullviss að með slíkri samvinnu er mögulegt að gera símenntun að áhugaverðri tilbreytingu í starfi. Þetta bætir án efa þekkingu starfsmanna, víkkar sjóndeildarhring þeirra og dregur úr kostnaði við námskeiðahald. Innan fámennra eininga dregur víxlþjálfun úr hættu á einangrun í starfi og skapar persónuleg tengsl sem áfram haldast. Vinarbæjarstemning Það viðhorf var lengi ríkjandi að námi Iyki þegar helðbundnu skólanámi var lokið og að sú menntun nýttist út ævina. Tímarnir hafa breyst og sá sem ekki fýlgist með í sínu fagi staðnar, m.ö.o. fyrirtækið / stofnunin staðnar. í dag bjóðast okkur ótal aðferðir og leiðir til að auka víðsýni okkar og þekkingu. Framboðið er nóg. En þetta áhugaverða verkefni kunn- ingjakonu minnar vakti mig til umhugsunar um ogstyrkti mig enn frekar í þeirri trú að ekki þarf alltaf að leita of langt )fir skammt. Og síðast en ekki síst, víxlþjálfun starfsmanna er skemmtileg og upplífgandi leið til að bæta úr símenntun innan vinnustaða og skapa einhvers konar “vinarbæjarstemningu” á milli fyrirtæki og stofnana. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bœjarstjóri á Blönduósi. TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI AÐ HÓLUM í HJALTADAL Sveitarstjórn Skagafjaröar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi að Hólum í Hjaltadal samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997. Deiliskipulagssvæðið markast af deiliskipulagi skólatorfunnar frá apríl 1994, deiliskipulagi Geitagerðis frá mars 2003 og mörkum aðalskipulags til fjalls. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í Ráóhúsinu á Sauðárkróki og í anddyri Hólaskóla frá og með þriðjudeginum 22. mars 2005 til miðvikudagsins 27. apríl 2005. Frestur til að skila athugasemdum við deiliskipulagstillöguna er til fimmtudagsins 12. maí 2005. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa í Ráðhúsinu á Sauóárkróki. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar Skagafjörður RÁDHÚSID SKAGfIRÐINGABRAUT 2I SAUÐARKRÓKUR SIMI455 6000 molar Samband skagfirskra kvenna ætlar að styrkja eldri borgara Sunnudaginn 3. apríl kl: 15:00 verður í Varmahlíðarskóla hin árlegi basar og kafíisala kvenn- félaganna í Skagafirði. Samband skagfirskra kvenna býður fólk velkomið en ágóðinn rennur til eldri borgara. Það var á ári aldraðra 1982 að fyrsta vinnuvaka Sambands skagfirskra kvenna var haldin. Allar götur síðan hefur vinnu- vakan verið við lýði, þó með ögn breyttu sniði frá því sem upphaf- lega var. A haustfundi samband- sins ár hvert ákveða formenn félagananna til hvaða verkefnis skuli safhað á næstu vinnuvöku. Ágóðinn af basarnum og kaf- fisölunni í ár rennur til Félags el- dri borgara í Skagafirði. Sá hópur hefur ævinlega verið dyggasti stuðningshópur kvennfélaganna og margar eldri konur hafa star- fað og startá enn innan þeirra vébanda. Konur í kvennfélögunum hafa undanfarnar vikur unnið ýms- konar handavinnu fyrir basarinn, ýmist saman cða hver í sínum ranni. Afrakstur þessarar vinnu gclá þær. Auk þcss leggja þær til kaffibrauð bæði á basarinn og veisluborðið fyrir kaffisöluna. Bæjarstjórn Blönduóss úthlutar byggðakvóta Bæjarstjórn Blönduósbæjar hefur samþykkt úthlutun 69 þorskígildistonna byggðakvóta. Sjö sóttu um var og samþykkt að úthluta til fjögurra aðila á grundvelli úthlutunarreglna sem samþykktar hafa verið af bæ- jarstjórn og staðfestarafsjávarút- vegsráðuneytinu en skilyrði var að samningur lægi fyrir við hei- maaðila um vinnslu aflans. 17,25 þorskígildistonn til Skip- seyrar ehf. v/ Kristins Friðriks SI-5 - fyrir liggur samningur við Hatrúnu ehf um vinnslu. 17,25 þorskígildistonn til Hjallaness v/ Óla Hall HU 14 - fyrir liggur samningur við I lafrúnu ehf. um vinnslu. 17,25 þorskígildistonn til Norðurfars ehf„ v/ Auðbjargar SK6 - fyrir liggur samningur við Norðurós ehf. um vinnslu. 17,25 þorskígildistonn til Norðlend- ings ehf., v/ Katrínar HU8 - fyrir liggur samrúngur við Norðurós ehf. um vinnslu aflans. Bæjarstjórn samþykkti úthlut- unina samhljóða

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.