Feykir


Feykir - 06.04.2005, Síða 2

Feykir - 06.04.2005, Síða 2
2 Feykir 13/2005 Veðurklúbburinn Dalbæ Risjótt í Veðurklúbburinn hélt fjölmennan fund þann 30. mars til að spá um veðurfar aprílmánuðar. Mikið var rætt um þennan einstaka hlýindakafla sem svifið hefur yfir landinu und- antarnar vikur og munum við varla eftir jafnhlýjum páskum áður. aprfl En nú búumst við við lægra hitastigi í apríl en verið hefur í mars en að áfram verði vest- anáttir ríkjandi. Hitatungan sem \rið höf- um verið í yfirgefur okkur til norðausturs. Apríl mun verða risjóttur en engin stór- vonska. Húnaþing vestra Málþing um Arnarvatnsheiði Málþing um verndun og nýtingu Arnarvatns- heiðar verður haldið 9. apríl n.k. í Miðfirði félagsheimilinu Ásbirgi í Húnaþing vestra. Fjöldi þekktra fýrirlesara heldur erindi um Arnarvatns- heiðina, náttúru hennar, vernd- un og nýtingu, þeirra á rneðal eru Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, Bjarni Jónsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun og Helgi Hjörvar sem hefur flutt þings- ályktunartillögu unr málið. Skráning fer fram í síma 455-2515 eða 898-5154 eða með tölvubréfi: gudrun@anv.is Leidari Skatastaðavirkjun Enn eru virkjanamál á dagskrá í Skagafirði. Miklar deilur urðu um Villinganesvirkjun er hún fór í gegnum umhver- fismat og fékk staðfestingu Alþingis. Villinganesvirkjun fer hins vegar ekki inná aðalskipulag en það gerir Skatastaða- virkjun, sem á eftir að fara í umhverfismat og jafnframt hefur Alþingi ekki úthutað virkjanaréttinum. Deilurnar verða sjálfsagt meiri um Skatastaðavirkjun og kemur þar tvennt til. Annars vegar er um mun stærri ffam- kvæmd að ræða en Villinganesvirkjun og hins vegar hefúr hún í för með sér verulegt rask á ósnortnu hálendi og má búast við að þeir sem töpuðu orustunni við Kárahnjúka færi herbúðir sínar vestur á Þess vegna er það furðuleg niðurstaða Gallup að mun fleiri Skagfirðingar gcti hugsað sér að virkja til að bræða ál í öðrum héruðum Norðurlands fremur en að reisa álver hjá sér. Maður hefði haldið að ávinningurinn af fjárfestingu og atvinnusköpun í stjóriðju réttlætti fórnarkostnaðinn við virkjanir Jökulsánna. Ef marka má könnunina er sú ekki raunin. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandl: Feykir hf Skrifstofa: Aðalgötu2I, Sauðárkráki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdís Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Sími 455 7100 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson feykir@krokur.is Sími 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Áskriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Hinirsömusf. Prentun: Nýprent ehf. Hvatningarverðlaun til sveitarfélaga Blönduós fékk viðurkenningu fyrir umbótastarf Viðurkenningar til framsækinna sveitarfélaga voru veittar á ráðstefnu um nýjungar í stjórnun sveitarfélaga sem haldin var á Hótel Loftleiðum þann 1. apríl síðastliðinn. Blönduósbær hlaut við- markvissan og heildstæðan urkenningu í hópi lítilla hátt staðið að umbótastarfi á sveitarfélaga fýrir að hafa á sviði stjórnsýslu, stjórnunar Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kristján Þór Sigurðsson, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar, Lúðvik Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar, Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduósbæjar, Ásdis Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar og Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri i Vatnsleysustrandarhreppur með viðurkenningar sinarásamtþeim VilhjálmiÞ. Vilhjálmssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, sviðsstjóra Alþjóða- og þróunarsviðs sambandsins. og reksturs, upplýsingatækni og starfsmannamála. Grund- völlur breytinganna var skýrsla sem bæjarstjóri gerði haustið 2002 þar sem lagðar voru til ýmsar breytingar til hagræðingar og umbóta í stjórnun sveitarfélagsins sem síðan hafa verið innleiddar. 1 hópi stærri sveitarfélaga fengu Akureyrarkaupstaður og Hafnarfjarðarkaupstaður einnig slíka viðurkenningu. Reykjanesbær og Vatns- leysustrandarhreppur hlutu viðurkenningar fyrir árang- ursstjórnun og Garðabær fyrir samráð við íbúa og rafræna íbúaþjónustu. Á ráðstefnunni tóku bæjarstjórar ofangreindra sveitarfélaga við viðurkenn- ingu frá Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni, formanns Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Útvarpsþáttur um Kariakór Bólstaðarhlíðarhrepps Þáttur um kórinn á Sumardaginn fyrsta Karkakór Bólstaðarhlíðarhrepps heldur upp á 80 ára starfsafmæli um þessar mundir og er mikið um dýrðir hjá kórnun næstu vikurnar. Frá æfingu Karlakórs Bólstaðarhliðarhrepps. Sveinn Arnason stjónandi og Elinborg Sigurgeirsdóttir undirleikar fremst á myndinni. Mynd: Jón Sigurðsson Fyrsti viðburðurinn verður tónleikar og hagyrðingakeppni á Sauðárkróki á föstudagskvöld kl: 20:30 Karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps hélt sinn fyrsta opinbera konsert á sunnu- daginn fyrstan í sumri 1925 og kom þá fram í Bólstaðarhlíð. Sögstjórinn á þessum tónleik- um var Guðmunda Jónsdóttir á Eyv'indarstöðum. Fyrir dyrum er afmælis- fagnaður í Húnaveri laugar- dagskvöldið 23. apríl til að halda upp á þessi tímamót. Eru velunnarar kórsins og fyrrverandi kórfélagar sérstakelga boðnir velkomnir. Unnið hefur verið að gerð útvarpsþáttar um kórinn og sögu hans. Þátturinn verður á dagskrá Rásar 1 sumardaginn f\Tsta. Umsjónarmaður er Eiríkur Grímsson, en hann hefur áður verið með þætti um sönglífvítt og breitt um landið. Eiríkur er frá Ljóshólum í Svínadal og hefúr sungið með kórnum. Þá verður hinn árlegi söngur um sumarmál haldinn 30. apríl í Félagsheimilinu á Blönduósi. Að skemmtuninni standa Karlakór Bólstaðarhíðarhrepps og Samkórinn Björk ásamt gestakórunum Karlakórnum Lóuþrælum í Vestur-Húna- vatnssýslu og Sunnukórnum á ísafirði. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi á eftir. Stjórnandi Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps er Sveinn Árnason frá Víðimel en undirleikari er Elínborg Sigurgeirsdóttir frá Hvammstanga. A-Húnavatnssýsla Árekstur í Langadal Fólksbíll og vörubíll skullu saman í hálku og slæmu skyggni skammt frá bænum Fremstagili í Langadal á fjórða tímanum í gær. Vörubíllinn var á norðurleið en fólksbíllinn á leið suður. ökumennirnir voru einir í bílunum og var kona sem ók fólksbílnum flutt á sjúkrahúsið á Blönduósi til aðhlýnningar. Báðir bílarnir voru óökufærir eftir óhappið og fólksbíllinn mikið skemmdur.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.